Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Reddum sumrinu, björgum vetrinum

Við erum öll í þessu saman er frasi sem heyrist oft þessa daganna, en sumar kennitölur eru jafnari en aðrar. Þetta á sérstaklega við um kennitölur sem tilheyra fyrirtækjum ekki fólki, sem er skrítið, í ljósi þess að það er mannfólkið sem heldur samfélaginu og fyrirtækjunum gangandi en ekki öfugt. Fyrir-tæki er fyrst og fremst það sem orðið segir að það sé, tæki. Þetta tæki getur greitt skatta heima þar sem það býr til tekjurnar sínar, eða falið þá í skattholi einhvers staðar, það getur greitt eiganda sínum arð, stundum mengar það án þess að hreinsa upp eftir sig, og þessa hluti þolum við sem samfélag þrátt fyrir að flest eigum við ekki fyrirtæki.

Við þolum stundum slæma hegðun í von um að fyrirtæki ráði fólk í vinnu, og við viljum flest hafa vinnu af því með þeirri leið náum við að lifa. Fyrir utan lífsviðurværið er vinnan svo oft líka stór hluti af sjálfsímynd og sjálfsvirðingu fólks, en ég þarf varla að skrifa það fyrir þá sem lesa þennan pistil. Ég get eiginlega gefið mér að allir lesendur mínir séu fólk en ekki fyrirtæki og viti vel hvernig það er að vera manneskja sem ýmist hefur vinnu eða ekki.

Samt hefur ríkisstjórnin gert allt sem hún getur fyrir fyrirtækin og gleymt fólkinu í sumum tilvikum. Sem er undarlegt, fyrirtæki gæti gufað upp og skipt um kennitölu án þess að það kosti mannslíf, en það sama er ekki hægt að segja um hina kennitöluhafana. Og þar að auki eru flest fyrirtæki hvort sem er dauðadæmd ef fólk hefur ekki pening milli handanna.

Gott dæmi um fólk sem heldur uppi fyrirtækjum eru námsmenn. Nemendur við háskóla og menntaskóla landsins fara nú flest út í sumarið án þess að hafa vinnu. Í fyrstu kann það að hljóma illa en þó ekki hrikalega, mjög margir búa hjá foreldrum og eru ekki í hættu á að skorta lífsnauðsynjar. En mjög margir nemendur, jafnvel í menntaskóla búa ekki við slíkan lúxus, um þann hóp þarf að hugsa sérstaklega vel augljóslega.

Ódýrir matsölustaðir, skemmtistaðir, fatabúðir, kvikmyndahús, menningarrými, alls kyns frumkvöðlar og námskeiða-haldarar eru háðir því að námsmenn hafi eitthvað milli handanna þegar þeir koma út úr sumrinu. Vegna þess hversu miklu máli neysla námsmanna skiptir fyrir litlu tannhjól hagkerfisins getur það haft geigvænleg áhrif að hunsa atvinnukrísu þeirra. Þessi skortur á kaupmætti námsmanna gæti orðið að snjóbolta sem vindur upp á sig allan vetur með þeim afleiðingum að sumarstörfin verði enn færri árið eftir.

Þá skiptir engu máli þó svo fyrirtækinu hafi boðist að segja upp starfsfólki og að ríkið borgi uppsagnarfrestinn, starfsmaðurinn verður ekki endurráðinn ef eftirspurnin eykst ekki í haust eða vetur. Það skiptir heldur ekki máli þó starfsmaðurinn sé settur í hlutastarf og atvinnuleysisbætur sjái um rest, starfsmanninum verður þá bara sagt upp í haust eða hlutfallið minnkað enn frekar þegar samdrátturinn eykst.

Á meðan tillögum um að hjálpa námsmönnum var hafnað, var peningum dælt svokallaða hlutabótaleið sem mörg fyrirtæki misnotuðu. Eitt fyrirtæki greiddi sér 600 milljónir í arð en lét ríkið taka á sig aukin kostnað til að spara sér pening. (Ef fyrirtæki hefðu sálir myndi maður kannski höfða til samvisku þess, eða jafnvel útskýra fyrir því hversu skammsýn þessi aðgerð væri, því ekki myndi fyrirtækið selja mikið í næsta ársfjórðungi ef allir höguðu sér svona).

Fjármálaráðherra kallaði þessa hegðun rýtingsstungu, en hann var varaður við. Fólk með kennitölu hefur samvisku, hinar kennitölurnar hafa það ekki og það verður að haga regluverkinu eftir því. Fyrirtækin greiddu sér arð á meðan ríkið greiddi þeim styrk til að segja upp fólki, og ekki einu sinni var gerð krafa um að þessi fyrirtæki forðuðust að nota skattaskjól. Sem þýðir náttúrulega að þau sem geta komist undan skatti og fengið aðstoð engu að síður munu gera það áfram þótt það sé álíka fáránlegt og ef tryggingafyrirtæki myndi greiða manni skaðabætur sem aldrei hefði greitt neitt tryggingagjald.

Í fljótu bragði lítur það út eins og krísa hafi verið nýtt til þess að dæla fé almennings til einkaaðila, en maður ætti svo sem aldrei að gera ráð fyrir illum ásetningi þegar heimska og klunnaskapur dugar til skýringar.

Þarna fór margt fé til spillis, en maður á aldrei að láta góða krísu fara til spillis eins og Winston Churchill sagði. Við getum nýtt krísuna til að gera góð hluti sem gagnast fólki, og jafnvel til lengri tíma.

Þann 18.mars skrifaði ég pistil um að nú væri að losna hópur fólks með mikla grunnþekkingu sem gæti hjálpað okkur að bjarga íslenskunni. Ef okkur er alvara um að viðhalda þessu örmáli þá þurfum við að tryggja aðgengi að íslensku efni á netinu. Það felur í sér að styðja við fjölmiðla og framleiðslu á alls kyns íslensku efni, en það þarf ekki alltaf að vera jafn stórtækt og heill kvikmyndaiðnaður eða risa efnisveitur.

Á hverjum degi nota ótal Íslendingar wikipedia til að fletta upp sér til gamans, eða vegna þess að þau þurfa að vita eitthvað, og þau neyðast oftar en ekki til að leita inn á ensku útgáfu síðunnar. Enda eru þar sex milljónir færslna (6,075,132), sem oft á tíðum eru mun ítarlegri en þær 49 þúsund(49,690) sem eru á íslensku útgáfunni. (Sem er ekki slæmt miðað við höfðatölu, en samt ekki nógu gott).

Jafnvel þó við réðum tvö hundruð námsmenn í að þýða eða skrifa færslur frá grunni heilt sumar, þá myndi það sennilega ekki færa okkur í flokk með tungumálum á borð við spænsku og ensku, en kannski gætum við náð að keppa við Esperanto með sínar 279 þúsund (279,788) færslur, eða Velsku með sínar 130 þúsund (130,711). Og það myndi dýpka þekkingu þeirra sem vinna við það, jafnvel á því sviði sem þau eru að læra akademískt.

Annað mikilvægt verkefni sem krefst gríðarlegs mannafla er endurheimt votlendis á Íslandi og skógrækt. Ef verstu spár rætast og Grænlandsjökull bráðnar gæti sjórinn í kringum Ísland kólnað með ófyrirséðum og hrikalegum afleiðingum. Svo maður tali nú ekki um ef Golfstraumurinn breytir um átt.

En fyrir utan hversu miklu máli það gæti skipt Ísland að hægja á hlýnun jarðar, þá væri það líka siðferðisleg skylda okkar þó svo lítið væri í húfi fyrir okkur. Milljónir, jafnvel milljarður manna gæti þurft að flýja hlýjustu svæði jarðar á þessari öld, og það er sviðsmynd sem mér langar helst ekki til að draga upp því hún er mjög óhugnanleg.

Þó það væri lítið á vogarskálarnar að þessu sinni, þá væri það snjallt og réttmæt ákvörðun að ráða alla þá námsmenn sem vildu í að moka ofan í skurði og planta trjám þannig að skógar og votlendi skili sér aftur á þá staði sem þeir voru eitt sinn.

Því það eru litlu neytendurnir á borð við námsmenn sem halda hagkerfinu gangandi. Fyrirtæki koma og fara, en þau eru háð því að einhver kaupi vörurnar þeirra. Hvers vegna ekki að sinna brýnum verkefnum, og redda sumrinu til að bjarga vetrinum?

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?