Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Öskurgrenjað á heiminn

Það er sennilega ekki hægt að skrifa of mikið um markaðsátök eða auglýsingaherferðir, enda eru þær ljóðlist nútímans, tjáningarmátinn sem umlykur okkar allan tímann og situr í okkar sameiginlegu undirmeðvitund. Stundum eigum við fátt annað sameiginlegt við næsta mann, annað en að hafa alist upp við sömu auglýsingarnar og eigum þannig sameiginlegan gagnabanka sem við getum vísað í. Já, já, já, ég er tilbúinn. Bræðum hann, skerum hann, sneiðum hann. Öruggur staður til að vera á. Ég mun kannast við ryþmann og hljómfallið í þessum einföldu textum þar til ég dey, jafnvel þó ég muni hafa gleymt nöfnum barnabarna og börnum barnabarna verði ég svo heppinn að eiga slík.

Svo er líka ekkert sem er gott eða slæmt við umtal í sjálfu sér. Umtalið er bara umtal og það á að tala um auglýsingar svo þær heppnist, og það má tala um auglýsingar því þær eru allsstaðar oní kokinu á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr, og stundum njósna þær jafnvel um okkur á samfélagsmiðlum eins og sérhæfð rándýr í leit að auðveldri bráð.

Svo hvað getur maður sagt um Let it out, öskur auglýsinga herferð M&C Saatchi, þessa sneiðmynd af nútíma-markaðssetningu.

Þetta er í sjálfu sér falleg hugmynd. Opinn mic út í náttúruna. Vanalega er það öfugt, að við viljum komast í tæri við náttúruna, ekki senda náttúrunni okkur. Guðmundur Andri Thorsson talaði um urðunarstað, en ég held að öskuhauga líkingin nái ekki alveg að fanga það. Við hendum rusli og viljum gleyma því, en í þessu tilviki vill fólk heyra öskrin sín, eða það er að minnsta kosti meiningin, að það veiti fólki gleði að vita að hrópið þeirra ómar einhvers staðar í fjarska.

Ég veit svo sem ekki hvað mér þætti um auglýsingaherferð frá Kína sem byði mér að öskra á tölvuna mína og senda öskrið út þannig að það bergmálaði á Kínamúrnum, eða skammaði kannski hóp af jakuxum upp á Tíbesku hásléttunni.

Fyrr á öldum ferðuðust Kínverjar, þeir sem tilheyrðu þeirri efri stétt sem gat ferðast sér til ánægju, fyrst og fremst til að sjá staði sem komu fyrir í ljóðum. Og þegar þeir mættu á staðina þá þótti til siðs að semja ljóð, gott ljóð eins og góð ljósmynd gat svo lifað áfram sem sneiðmynd að þessari stund og stað, olli því að staðurinn varð frægari og eftirsóttarverðari að heimsækja og svo gerðist það sem gerist alltaf fyrir ljóð sem eru léleg. Þau gleymdust, og kannski staðirnir með þeim.

Ég er ekki markhópurinn fyrir Ísland, en ég hef ferðast um Kína og ég er sennilega markhópur fyrir ótal staði sem ég hef ekki heimsótt eins og Suður-Ameríku, Marokkó, Indland, Ástralíu og önnur fjarlæg svæði sem gætu tælt mig með einhverju móti og jafnvel sannfært mig um að eyða stórfé til að komast þangað.

Ég veit að mig langar ekkert að öskra á hrægamma í Andezfjöllum, mig langar ekki að angra skjaldbökur eða finkur á Galapagos-eyjum, kæri mig ekki um að trufla sandsnáka og ketti á veiðum í Sahara, vill síður en svo láta viðkvæm kóralrif skjálfa fyrir raddböndum mínum, held að ég myndi ekki heldur vilja láta rödd mína glymja yfir forngrískum rústum á Kýpur ef út í það er farið.

En það er lýsandi að það fyrsta sem lagt er til af auglýsingastofunni M&C Saatchi er þetta öskurgrenj, að bjóða okkur upp á að öskra af því okkur vantar eitthvað í líf okkar.

Þannig nær auglýsingastofan að umbreyta okkur öllum í ungabörn. Við erum ófullnægð í Covid19 eitruðum lífum okkar og þráum eitthvað og af því við fáum það ekki þá megum við öskra.

Megum.

En svo erum við auðvitað ekki ungabörn. Við erum mörg hver nokkurra áratuga gömul og höfum upplifað ýmislegt. Lært tungumál og sum okkar jafnvel tvö eða fleiri.

Af hverju ætti einhver að vilja öskra á sauðfé, tófur eða lóur? Myndi maður ekki frekar vilja segja þeim eitthvað ef ske kynni að einhver hlusti? Kannski hugleiðingar, kannski ljóð, kannski bara kyrja lótussútruna, fara með faðirvorið eða segja brandara.

Því opinn mic er svo ótrúlega margt.

En samt auðvitað viðeigandi að byrja á öskurgrenjinu. Þannig komum við öll í heiminn.

Og það er ekki eins og við höfum lært nokkuð síðan þá.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
1
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
4
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
5
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Áhrif langvarandi togstreitu eru mikil á samfélagið
Fréttir

Áhrif langvar­andi tog­streitu eru mik­il á sam­fé­lag­ið

Fram­kvæmda­leyfi í einu yngsta ár­gljúfri heims var fellt úr gildi. Að­spurð hvort Hnútu­virkj­un í Hverf­is­fljóti sé end­an­lega úr sög­unni, seg­ir Ingi­björg Ei­ríks­dótt­ir: „Það er auð­vit­að ekk­ert bú­ið fyrr en það er bú­ið.“ Hún er formað­ur Eld­vatna – sam­taka um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi og hef­ur ásamt hópi fólks bar­ist gegn virkj­un­inni í vel á ann­an ára­tug.
Ótti og eftirsjá
Ólafur Páll Jónsson
Pistill

Ólafur Páll Jónsson

Ótti og eft­ir­sjá

Hug­leið­ing­ar um hug­ann, geðs­hrær­ing­ar, ótt­ann og eft­ir­sjána.
Mannasiðir
Bíó Tvíó#222

Mannasið­ir

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Maríu Reyn­dal frá 2018, Mannasiði.
Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga
Fréttir

Vill að eldsneyt­is­birgð­ir dugi í 90 daga

Ráð­herra hef­ur kynnt áform um frum­varp til laga um neyð­ar­birgð­ir eldsneyt­is í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.
Verðbólgudraugurinn gengur aftur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Verð­bólgu­draug­ur­inn geng­ur aft­ur

Verð­bólg­an mæl­ist um þess­ar mund­ir 10% á ári. Hvers vegna? Hvað er til ráða?
Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna í sektir vegna mengunar
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg hef­ur þurft að greiða hundruð millj­óna í sekt­ir vegna meng­un­ar

Starf­semi þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­bergs er um­deild víða um heim. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt fyr­ir­tæk­ið fyr­ir að starfa á her­numd­um svæð­um, bæði í Palestínu og Vest­ur-Sa­hara. Fyr­ir­tæk­ið hyggst byggja möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn þar sem mó­berg verð­ur unn­ið í sement.
Blár punktur undir gráum himni
Bergur Ebbi Benediktsson
PistillKjaftæði

Bergur Ebbi Benediktsson

Blár punkt­ur und­ir grá­um himni

Það sem upp­lýs­ing­ar nú­tím­ans veita okk­ur ekki er ein­mitt ná­kvæm­lega þetta síð­asta: dóm­ur um hvað skipt­ir máli. Sú ábyrgð ligg­ur alltaf á okk­ur sjálf­um.
Hvað er hæfileg neysla?
Fréttir

Hvað er hæfi­leg neysla?

Um­mæli fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra Dan­merk­ur um hlut­verk áfeng­is, einkum bjórs, hvað sé hæfi­leg neysla og til­gang­ur­inn með neysl­unni, hafa vak­ið mikla at­hygli í Dan­mörku. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi er nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­taka bjór- og gos­fram­leið­enda.
Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal
Flækjusagan

Jörð­in eft­ir 250 millj­ón ár: Reykja­vík í næsta ná­grenni við Dak­ar í Senegal

Fyr­ir 250 millj­ón­um ára voru öll meg­in­lönd Jarð­ar sam­an­kom­in í einni tröllauk­inni heims­álfu sem við köll­um Pangeu. Sú hafði ver­ið við lýði í tæp 100 millj­ón ár og var reynd­ar byrj­uð að trosna svo­lít­ið í sund­ur. Enn liðu þó tug­ir millj­óna ára áð­ur en Pangea klofn­aði end­an­lega í tvær minni risa­álf­ur, Láras­íu og Gondwana­land, sem löngu síð­ar leyst­ust upp í...
Áfengi og kókaín: Banvæn blanda
Aðsent

Helena Líndal Baldvinsdóttir og Hjalti Már Björnsson

Áfengi og kókaín: Ban­væn blanda

Þótt kókaín og áfengi sé hættu­legt hvort fyr­ir sig er kóka­etý­len mun hættu­legra en sam­an­lögð áhrif hinna tveggja fíkni­efn­anna, vara sér­fræð­ing­ar við.
Fiskari eða sjómaður? Orð eru ekki bara orð
Ólína Þorvarðardóttir
Aðsent

Ólína Þorvarðardóttir

Fisk­ari eða sjómað­ur? Orð eru ekki bara orð

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir svar­ar grein Ei­ríks Rögn­valds­son­ar þar sem hann fjall­aði um gagn­rýni þeirra sem hafa lát­ið í sér heyra vegna þess að orð­ið „fisk­ari“ var tek­ið upp í lög­gjöf í stað orðs­ins „fiski­mað­ur“.
Hvað þýða róttækar kerfisbreytingar?
Guðrún Schmidt
Aðsent

Guðrún Schmidt

Hvað þýða rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar?

Guð­rún Schmidt, sér­fræð­ing­ur hjá Land­vernd, skrif­ar um kerf­is­breyt­ing­ar á tím­um lofts­lags­vanda. „Breyt­ing­ar sem mann­kyn­ið, sér­stak­lega hinn vest­ræni heim­ur, þarf að fara í eru mikl­ar, rót­tæk­ar og djúp­ar,“ skrif­ar Guð­rún.