Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).

Al­þing­is­brest­ur

Í dag er víst svart­ur föss­ari. En í gær var niða­myrk­ur fimmtu­dag­ur í sögu lýð­ræð­is á Ís­landi. Það var fram­ið lög­brot. At­kvæði voru geymd óinn­sigl­uð og án eft­ir­lits, og af ein­hverj­um ástæð­um sem ég fæ ekki skil­ið eyddi yf­ir­mað­ur kjör­stjórn­ar dá­góð­um tíma með þeim ein­sam­all áð­ur en hann svo ákvað að end­urtelja, án laga­heim­ild­ar og eft­ir­lits. Það var kol­ó­lög­legt og...

Hvað finnst vega­gerð­inni um Kötlu?

Ný­ver­ið birt­ist aug­lýs­ing í boði FÍFL (fé­lag ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna) í morg­un­blað­inu. Það mætti í sjálfu sér velta fyr­ir sér hvers vegna jafn lítt les­ið blað, með jafn­háu aug­lýs­inga­verði verð­ur ít­rek­að fyr­ir val­inu hjá rík­is­stofn­un­um þeg­ar þær aug­lýsa eða kaupa sér áskrift­ir, en við skul­um geyma þær pæl­ing­ar í bili. Aug­lýs­ing­in lít­ur í fyrstu út fyr­ir að vera for­varn­ar-aug­lýs­ing ætl­uð ung­menn­um...
Beint lýðræði en bara þegar hentar

Beint lýð­ræði en bara þeg­ar hent­ar

Lýð­ræð­ið hef­ur ekk­ert list­rænt gildi. Lýð­ræð­ið er jafn­vel smekk­laust. Skoði mað­ur nið­ur­stöð­ur í kosn­ing­um sem fóru fram í Vest­ur­bæn­um vet­ur­inn 2020 væri auð­velt að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu, en þá greiddu um það bil 772 manns at­kvæði með því að reist væri brjóst­mynd af Kanye West skammt frá Vest­ur­bæj­ar­laug. Þessi til­laga virð­ist þrátt fyr­ir þess­ar vin­sæld­ir hafa far­ið fyr­ir brjóst­ið...

Ösk­ur­grenj­að á heim­inn

Það er senni­lega ekki hægt að skrifa of mik­ið um mark­aðs­átök eða aug­lýs­inga­her­ferð­ir, enda eru þær ljóðlist nú­tím­ans, tján­ing­ar­mát­inn sem um­lyk­ur okk­ar all­an tím­ann og sit­ur í okk­ar sam­eig­in­legu und­ir­með­vit­und. Stund­um eig­um við fátt ann­að sam­eig­in­legt við næsta mann, ann­að en að hafa al­ist upp við sömu aug­lýs­ing­arn­ar og eig­um þannig sam­eig­in­leg­an gagna­banka sem við get­um vís­að í. Já, já,...
Látum söguna ekki endurtaka sig í þetta sinn

Lát­um sög­una ekki end­ur­taka sig í þetta sinn

Sag­an end­ur­tek­ur sig, er eitt óhugn­an­leg­asta orða­til­tæki sem til er, því þó svo mann­kyns­sag­an inni­haldi mörg af­reks­verk og at­hygl­is­verða hluti þá inni­held­ur hún ótal at­burði sem við ætt­um að læra af og sjá til þess að end­ur­taki sig aldrei. Máls­hátt­ur­inn, þeir sem læra ekki af sög­unni eru dæmd­ir til að end­ur­taka hana, er að­eins skárri. Manni líð­ur stund­um eins og...

Redd­um sumr­inu, björg­um vetr­in­um

Við er­um öll í þessu sam­an er frasi sem heyr­ist oft þessa dag­anna, en sum­ar kenni­töl­ur eru jafn­ari en aðr­ar. Þetta á sér­stak­lega við um kenni­töl­ur sem til­heyra fyr­ir­tækj­um ekki fólki, sem er skrít­ið, í ljósi þess að það er mann­fólk­ið sem held­ur sam­fé­lag­inu og fyr­ir­tækj­un­um gang­andi en ekki öf­ugt. Fyr­ir-tæki er fyrst og fremst það sem orð­ið seg­ir að...

Eins kon­ar þjóð­armorð á frelsis­vagn­in­um

Ár­ið 2011 vann ég við að af­greiða kaffi og sýna fólki steina í Volcano-hou­se. Þetta var ágæt­is sum­ar­vinna, skemmti­leg­ir eig­end­ur og ferða­fólk­ið var for­vit­ið og þakk­látt fyr­ir kvik­mynda­sýn­ing­arn­ar í hús­inu, mjög fræð­andi og skemmti­leg­ar heim­ild­ar­mynd­ir um eld­virk­asta svæði í heimi. Þetta safn, bíó og kaffi­hús er stað­sett á mjög skemmti­legu horni Tryggvagötu og Geirs­götu, þar sem gamla hafn­ar­svæð­ið byrj­ar með...

Þeg­ar Covid19 bjarg­aði ís­lensk­unni

Þeg­ar þessi orð eru skrif­uð er enn ekki ljóst hvers eðl­is efna­hagskrís­an sem tek­ur við af Covid-krís­unni verð­ur. Verð­bréfa­mark­að­ur­inn vest­an­hafs hef­ur tek­ið stærri dýf­ur en ár­ið 1929 þeg­ar heimskrepp­an mikla hófst, en það er sem bet­ur fer ekki eini mæli­kvarð­inn sem við höf­um, bless­uð land­fram­leiðsl­an og hag­vöxt­ur­inn eru ekki al­gild­ir mæli­kvarð­ar á hag­sæld fólks, og kannski verð­ur vöxt­ur­inn hrað­ur þeg­ar...
Veitum Chelsea skjól

Veit­um Chel­sea skjól

Í mars ár­ið 2005 var skák­meist­ar­an­um Bobby Fischer veitt­ur ís­lensk­ur rík­is­borg­ara­rétt­ur af mann­úð­ar­ástæð­um. Síð­an ár­ið 1992 hafði þessi fyrr­um heims­meist­ari í skák ver­ið á flótta eft­ir að hafa rof­ið við­skipta­bann sem Banda­rík­in höfðu sett á Júgó­slav­íu, með því að fljúga til Belgra­de til að tefla við sinn forna and­stæð­ing og fé­laga Bor­is Spassky. Þetta við­skipta­bann var ekki sett á í...

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu