Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Það sem Alþingi gleymdi að ræða

Í síðustu viku létu lífið þrjár manneskjur í bruna sem hefði verið hægt að komast hjá.

Engin hefði þurft að stökkva út um glugga í örvæntingu ef hlustað hefði verið á þær raddir sem fyrir fjórum árum bentu á að engar útgönguleiðir aðrar væru. Auðvitað hefði enginn átt að hírast þarna inni til að byrja með, hvað þá greiða okurverð fyrir þá ömurlegu vist.

Þetta mál er því miður ekkert einsdæmi. Hundruðir barna búa í óöruggu húsaskjóli sem ekki uppfyllir þær lágmarkskröfur sem við hin höfum efni á að gera. Slökkviliðið og eftirlitsaðilar vita af þeim í Hafnarfirði, í Kópavogi, og Reykjavík, jafnvel bara í næsta nágrenni við húsið sem brann.

Við höfum horft á Kveik fjalla um þessi mál. Um arðrán, launastuld sem starfsmannaleigur (sem réttilega mætti kalla þrælaleigur) stunda, um tugi eða hundruðir manna sem hírast í húsnæði sem er langt frá því að teljast viðunandi þar sem þeir greiða leigu sem hirðir frá þeim alltof stóran hluta af alltof litlum launaseðli.

Þegar Kveikur sjokkeraði fyrir tveimur eða þremur árum fóru fram umræður á þingi, sem leiddu til nefnda og samráðs, og eflaust starfshópa og samráðnefnda, og loforða án efnda. Það eina sem kom út úr því var örstutt upprifjun á að félags og atvinnumálaráðherra ætti sjálfur hlut í fyrirtæki sem hefði snuðað erlendan verkamann, og ekki mikið meira en það.

Aðgerða var þörf. Löggjafar var þörf. En ekkert gerðist. Enda kannski ekki í hag þeirra sem sitja í ráðherrastólum að gera eitthvað.

Nú er Groundhog-day hafinn á ný. Nema í þetta sinn vöknum við með andfælum við það að ekki er nóg með að hafi verið svindlað á fólki, skeytingarleysi okkar hefur í þetta sinn kostað mannslíf.

Þegar ég skrifaði pistil minn á sunnudaginn átti ég raunverulega von á því að málið yrði tekið til umræðu. Ég átti ekki von á aðgerðum. Ég átti von á nefnd eða starfshóp, nefnd um starfshóp eða starfshóp um nefnd, sem hugsanlega myndi skila tillögu inn í ráðuneyti eða skýrslu handa þingi.

Auðvitað býst enginn við því að þessi stjórn geri það sem stéttarfélögin leggja til og skilgreini þjófnað á launum sem þjófnað. Eða að hún líti á það sem hlutverk sitt að tryggja verkafólki öruggt húsaskjól.

En það er stórfurðulegt að enginn þingmaður eða þingkona hafi stigið upp í pontu og a.m.k. sagt einhver samúðarorð, eitthvað til að minnast manneskja sem að vísu höfðu ekki atkvæðisrétt en þó voru hluti af samfélaginu.

Það er skammarlegt og opinberandi.

Eitt af því sem það opinberar er viðhorfið til þeirra sem ekki eru áhrifafólk í þessu samfélagi. Þeirra sem ekki eiga greiðan aðgang að valdinu, geta ekki tjáð sig með peningagjöfum í prófkjöri, áhrifavaldi í fjölmiðlum og miklu atkvæðamagni í kosningum. Erlent verkafólk sem er sá hópur sem verður verst úti á hinum stórhættulega íslenska leigumarkaði hefur engin áhrif í samfélaginu. Sama gildir um þá fíkla sem þjást vegna þess að veikindi þeirra hafa gert þá að skotmarki fyrir refsikerfið og stríðið gegn fíkniefnum. Hagsmunir og staða þessara hópa fer ekki alltaf saman, en viðhorfið er svipað, alþingismenn þurfa ekki að óttast reiði þeirra og sýna þess vegna velferð þessara hópa algjört skeytingarleysi.

Þegar fiskeldisfyrirtæki var gert að hlíta úrskurði sem náttúruverndarsinnar höfðu fengið í gegn fyrir tveimur árum tók þingheimur sig til og afgreiddi í flýti frumvarp sem sá til þess að fiskeldið þurfti ekki að missa svo mikið sem hálfan aur eða krónu úr markaðsvirði sínu. Það tók ekki nema sólarhring að ræða.

Það sýnir að þegar vilji er fyrir hendi er ekkert mál að hrista úr ermi sinni frumvarp sem er kannski gallað, en getur verið sótthreinsandi eða plástur á svöðusár.

Engin bjóst við dugnaði, elju, framsýni eða skilningi.

En ég er samt undrandi á þessari þögn. Var í alvöru engan lærdóm hægt að draga af brunanum á Bræðraborgarstíg? Var engin ástæða til að fara í naflaskoðun og spyrja sig hvernig við komum fram við fólkið sem vinnur erfiðustu og lægstlaunuðustu vinnuna?

Í stað þess fór fram nokkurra klukkustunda málþóf sem snerist um misskilning á því hvað fælist í almenningssamgöngum, og hálftíma umræðu um það hvort karlmenn á þingi ættu að vera í jakka eða ekki. Mér hefði þótt það sóun á tíma hvenær sem er, en núna er fjölda-atvinnuleysi, húsnæðiskrísa, varhugaverðir farsóttartímar og hugsanlega stærsta efnahagskreppa í manna minni fram undan, fyrir utan fílinn í herberginu, reykskýið sem sveif yfir höfuðstaðnum í síðustu viku.

Verðskuldaði hið íslenska Grenfell ekki nokkur orð um að þetta mætti ekki gerast aftur?

Eða er hugmyndin sú að spara umræðuna þar til þetta gerist í annað sinn?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Gervigreind í hernaðarprófi reyndi að drepa stjórnanda sinn
Flækjusagan

Gervi­greind í hern­að­ar­prófi reyndi að drepa stjórn­anda sinn

Gervi­greind­ar­kerfi sem banda­ríski flug­her­inn próf­aði „tók upp á mjög óvænt­um hlut­um“ til að ná mark­mið­um sín­um — að við segj­um ekki uggvæn­leg­um
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Svöl stemning og melódískt popppönk
Gagnrýni

Svöl stemn­ing og mel­ó­dískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.
„Kláravín feiti og mergur með mun þar til rétta veitt“
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

„Klára­vín feiti og merg­ur með mun þar til rétta veitt“

Er sál­ar­kreppa of­urauð­kýf­ing­anna leyst með ein­stak­lings­fram­taki frjáls­hyggj­unn­ar þar sem hinum hólpnu er boð­ið upp á veislu í silf­urgljá­andi loft­belg?
Loka auglýsingu