Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Það sem Alþingi gleymdi að ræða

Í síðustu viku létu lífið þrjár manneskjur í bruna sem hefði verið hægt að komast hjá.

Engin hefði þurft að stökkva út um glugga í örvæntingu ef hlustað hefði verið á þær raddir sem fyrir fjórum árum bentu á að engar útgönguleiðir aðrar væru. Auðvitað hefði enginn átt að hírast þarna inni til að byrja með, hvað þá greiða okurverð fyrir þá ömurlegu vist.

Þetta mál er því miður ekkert einsdæmi. Hundruðir barna búa í óöruggu húsaskjóli sem ekki uppfyllir þær lágmarkskröfur sem við hin höfum efni á að gera. Slökkviliðið og eftirlitsaðilar vita af þeim í Hafnarfirði, í Kópavogi, og Reykjavík, jafnvel bara í næsta nágrenni við húsið sem brann.

Við höfum horft á Kveik fjalla um þessi mál. Um arðrán, launastuld sem starfsmannaleigur (sem réttilega mætti kalla þrælaleigur) stunda, um tugi eða hundruðir manna sem hírast í húsnæði sem er langt frá því að teljast viðunandi þar sem þeir greiða leigu sem hirðir frá þeim alltof stóran hluta af alltof litlum launaseðli.

Þegar Kveikur sjokkeraði fyrir tveimur eða þremur árum fóru fram umræður á þingi, sem leiddu til nefnda og samráðs, og eflaust starfshópa og samráðnefnda, og loforða án efnda. Það eina sem kom út úr því var örstutt upprifjun á að félags og atvinnumálaráðherra ætti sjálfur hlut í fyrirtæki sem hefði snuðað erlendan verkamann, og ekki mikið meira en það.

Aðgerða var þörf. Löggjafar var þörf. En ekkert gerðist. Enda kannski ekki í hag þeirra sem sitja í ráðherrastólum að gera eitthvað.

Nú er Groundhog-day hafinn á ný. Nema í þetta sinn vöknum við með andfælum við það að ekki er nóg með að hafi verið svindlað á fólki, skeytingarleysi okkar hefur í þetta sinn kostað mannslíf.

Þegar ég skrifaði pistil minn á sunnudaginn átti ég raunverulega von á því að málið yrði tekið til umræðu. Ég átti ekki von á aðgerðum. Ég átti von á nefnd eða starfshóp, nefnd um starfshóp eða starfshóp um nefnd, sem hugsanlega myndi skila tillögu inn í ráðuneyti eða skýrslu handa þingi.

Auðvitað býst enginn við því að þessi stjórn geri það sem stéttarfélögin leggja til og skilgreini þjófnað á launum sem þjófnað. Eða að hún líti á það sem hlutverk sitt að tryggja verkafólki öruggt húsaskjól.

En það er stórfurðulegt að enginn þingmaður eða þingkona hafi stigið upp í pontu og a.m.k. sagt einhver samúðarorð, eitthvað til að minnast manneskja sem að vísu höfðu ekki atkvæðisrétt en þó voru hluti af samfélaginu.

Það er skammarlegt og opinberandi.

Eitt af því sem það opinberar er viðhorfið til þeirra sem ekki eru áhrifafólk í þessu samfélagi. Þeirra sem ekki eiga greiðan aðgang að valdinu, geta ekki tjáð sig með peningagjöfum í prófkjöri, áhrifavaldi í fjölmiðlum og miklu atkvæðamagni í kosningum. Erlent verkafólk sem er sá hópur sem verður verst úti á hinum stórhættulega íslenska leigumarkaði hefur engin áhrif í samfélaginu. Sama gildir um þá fíkla sem þjást vegna þess að veikindi þeirra hafa gert þá að skotmarki fyrir refsikerfið og stríðið gegn fíkniefnum. Hagsmunir og staða þessara hópa fer ekki alltaf saman, en viðhorfið er svipað, alþingismenn þurfa ekki að óttast reiði þeirra og sýna þess vegna velferð þessara hópa algjört skeytingarleysi.

Þegar fiskeldisfyrirtæki var gert að hlíta úrskurði sem náttúruverndarsinnar höfðu fengið í gegn fyrir tveimur árum tók þingheimur sig til og afgreiddi í flýti frumvarp sem sá til þess að fiskeldið þurfti ekki að missa svo mikið sem hálfan aur eða krónu úr markaðsvirði sínu. Það tók ekki nema sólarhring að ræða.

Það sýnir að þegar vilji er fyrir hendi er ekkert mál að hrista úr ermi sinni frumvarp sem er kannski gallað, en getur verið sótthreinsandi eða plástur á svöðusár.

Engin bjóst við dugnaði, elju, framsýni eða skilningi.

En ég er samt undrandi á þessari þögn. Var í alvöru engan lærdóm hægt að draga af brunanum á Bræðraborgarstíg? Var engin ástæða til að fara í naflaskoðun og spyrja sig hvernig við komum fram við fólkið sem vinnur erfiðustu og lægstlaunuðustu vinnuna?

Í stað þess fór fram nokkurra klukkustunda málþóf sem snerist um misskilning á því hvað fælist í almenningssamgöngum, og hálftíma umræðu um það hvort karlmenn á þingi ættu að vera í jakka eða ekki. Mér hefði þótt það sóun á tíma hvenær sem er, en núna er fjölda-atvinnuleysi, húsnæðiskrísa, varhugaverðir farsóttartímar og hugsanlega stærsta efnahagskreppa í manna minni fram undan, fyrir utan fílinn í herberginu, reykskýið sem sveif yfir höfuðstaðnum í síðustu viku.

Verðskuldaði hið íslenska Grenfell ekki nokkur orð um að þetta mætti ekki gerast aftur?

Eða er hugmyndin sú að spara umræðuna þar til þetta gerist í annað sinn?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
1
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
4
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
5
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Áhrif langvarandi togstreitu eru mikil á samfélagið
Fréttir

Áhrif langvar­andi tog­streitu eru mik­il á sam­fé­lag­ið

Fram­kvæmda­leyfi í einu yngsta ár­gljúfri heims var fellt úr gildi. Að­spurð hvort Hnútu­virkj­un í Hverf­is­fljóti sé end­an­lega úr sög­unni, seg­ir Ingi­björg Ei­ríks­dótt­ir: „Það er auð­vit­að ekk­ert bú­ið fyrr en það er bú­ið.“ Hún er formað­ur Eld­vatna – sam­taka um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi og hef­ur ásamt hópi fólks bar­ist gegn virkj­un­inni í vel á ann­an ára­tug.
Ótti og eftirsjá
Ólafur Páll Jónsson
Pistill

Ólafur Páll Jónsson

Ótti og eft­ir­sjá

Hug­leið­ing­ar um hug­ann, geðs­hrær­ing­ar, ótt­ann og eft­ir­sjána.
Mannasiðir
Bíó Tvíó#222

Mannasið­ir

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Maríu Reyn­dal frá 2018, Mannasiði.
Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga
Fréttir

Vill að eldsneyt­is­birgð­ir dugi í 90 daga

Ráð­herra hef­ur kynnt áform um frum­varp til laga um neyð­ar­birgð­ir eldsneyt­is í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.
Verðbólgudraugurinn gengur aftur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Verð­bólgu­draug­ur­inn geng­ur aft­ur

Verð­bólg­an mæl­ist um þess­ar mund­ir 10% á ári. Hvers vegna? Hvað er til ráða?
Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna í sektir vegna mengunar
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg hef­ur þurft að greiða hundruð millj­óna í sekt­ir vegna meng­un­ar

Starf­semi þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­bergs er um­deild víða um heim. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt fyr­ir­tæk­ið fyr­ir að starfa á her­numd­um svæð­um, bæði í Palestínu og Vest­ur-Sa­hara. Fyr­ir­tæk­ið hyggst byggja möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn þar sem mó­berg verð­ur unn­ið í sement.
Blár punktur undir gráum himni
Bergur Ebbi Benediktsson
PistillKjaftæði

Bergur Ebbi Benediktsson

Blár punkt­ur und­ir grá­um himni

Það sem upp­lýs­ing­ar nú­tím­ans veita okk­ur ekki er ein­mitt ná­kvæm­lega þetta síð­asta: dóm­ur um hvað skipt­ir máli. Sú ábyrgð ligg­ur alltaf á okk­ur sjálf­um.
Hvað er hæfileg neysla?
Fréttir

Hvað er hæfi­leg neysla?

Um­mæli fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra Dan­merk­ur um hlut­verk áfeng­is, einkum bjórs, hvað sé hæfi­leg neysla og til­gang­ur­inn með neysl­unni, hafa vak­ið mikla at­hygli í Dan­mörku. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi er nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­taka bjór- og gos­fram­leið­enda.
Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal
Flækjusagan

Jörð­in eft­ir 250 millj­ón ár: Reykja­vík í næsta ná­grenni við Dak­ar í Senegal

Fyr­ir 250 millj­ón­um ára voru öll meg­in­lönd Jarð­ar sam­an­kom­in í einni tröllauk­inni heims­álfu sem við köll­um Pangeu. Sú hafði ver­ið við lýði í tæp 100 millj­ón ár og var reynd­ar byrj­uð að trosna svo­lít­ið í sund­ur. Enn liðu þó tug­ir millj­óna ára áð­ur en Pangea klofn­aði end­an­lega í tvær minni risa­álf­ur, Láras­íu og Gondwana­land, sem löngu síð­ar leyst­ust upp í...
Áfengi og kókaín: Banvæn blanda
Aðsent

Helena Líndal Baldvinsdóttir og Hjalti Már Björnsson

Áfengi og kókaín: Ban­væn blanda

Þótt kókaín og áfengi sé hættu­legt hvort fyr­ir sig er kóka­etý­len mun hættu­legra en sam­an­lögð áhrif hinna tveggja fíkni­efn­anna, vara sér­fræð­ing­ar við.
Fiskari eða sjómaður? Orð eru ekki bara orð
Ólína Þorvarðardóttir
Aðsent

Ólína Þorvarðardóttir

Fisk­ari eða sjómað­ur? Orð eru ekki bara orð

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir svar­ar grein Ei­ríks Rögn­valds­son­ar þar sem hann fjall­aði um gagn­rýni þeirra sem hafa lát­ið í sér heyra vegna þess að orð­ið „fisk­ari“ var tek­ið upp í lög­gjöf í stað orðs­ins „fiski­mað­ur“.
Hvað þýða róttækar kerfisbreytingar?
Guðrún Schmidt
Aðsent

Guðrún Schmidt

Hvað þýða rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar?

Guð­rún Schmidt, sér­fræð­ing­ur hjá Land­vernd, skrif­ar um kerf­is­breyt­ing­ar á tím­um lofts­lags­vanda. „Breyt­ing­ar sem mann­kyn­ið, sér­stak­lega hinn vest­ræni heim­ur, þarf að fara í eru mikl­ar, rót­tæk­ar og djúp­ar,“ skrif­ar Guð­rún.