Þessi færsla er meira en ársgömul.

Hvað finnst vegagerðinni um Kötlu?

Nýverið birtist auglýsing í boði FÍFL (félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna) í morgunblaðinu. Það mætti í sjálfu sér velta fyrir sér hvers vegna jafn lítt lesið blað, með jafnháu auglýsingaverði verður ítrekað fyrir valinu hjá ríkisstofnunum þegar þær auglýsa eða kaupa sér áskriftir, en við skulum geyma þær pælingar í bili. Auglýsingin lítur í fyrstu út fyrir að vera forvarnar-auglýsing ætluð ungmennum því með henni fylgja varnaðarorð gegn kannabis-neyslu: Kannabisneysla ... byrjar oft með saklausu fikti, endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða.

Allt þetta er skrifað með hástöfum til að leggja áherslu á þunga orðanna. Í stíl og fagurfræði minnir auglýsingin á eitthvað sem maður hefði getað lesið í forvarnarbæklingi á fæðingarári mínu, 1984, fyrir þrjátíu og sjö árum síðan. Í það minnsta var það efni sem beint var gegn minni kynslóð töluvert fágaðra og meira sannfærandi, þó svo áróðurinn sem dundi á henni í grunnskólum hafi lítt snert við okkur. (Annars væri Ísland varla í hópi þeirra þjóða þar sem kannabisneysla er hvað mest).

Nú vil ég ekki gera lítið úr neinu ánetjandi vímuefni, hvort sem um áfengi, heróín, sykur, tóbak eða hvað annað sem mannskepnan sækir í þegar veruleikinn er full þungbær. Öll þessi efni ber að varast, þau geta öll leitt til geðrænna vandamála og ótímabærs dauða, og þrátt fyrir að sumir neytendur kannabis hafi tilhneigingu til að básúna ýmislegt um kosti þessa efnis, þá virkar sá áróður á mig oft á tíðum jafn hæpinn og það sem FÍFL fullyrða. Mörg hver könnumst við, við einhvern sem reykir töluvert og vill meina að efnið í plöntunni sem viðkomandi reykir gæti verið allra meina bót, en sannleikurinn liggur  því miður einhvers staðar mitt á milli. Iðnaðarhampur er nýtilegur í alls kyns hluti, og sem lyf, þá getur kannabis linað sársauka og bætt líðan fólks með ýmsa sjúkdóma. En líkt og fleiri hlutir sem geta linað sársauka og bætt líðan, þá er kannabis vitaskuld varasamt.

Þar eru ég og FÍFLin á sömu blaðsíðu, þó svo nafn mitt hafi ekki birst í morgunblaðinu í þessari rándýru opnu-auglýsingu. Ég vil að sjálfsögðu hindra ótímabær andlát, geðrof og aðra hluti sem vímuefni geta stuðlað að, en mér greinir á við FÍFLin um aðferðirnar. Ég tel að atburðir síðastliðinna ára sýni vel að fíkniefnalögreglan hefur lítil tök á því að hindra ræktun, framleiðslu eða innflutning á vímuefnum, og að átökin í undirheimum sem spretta reglulega upp á yfirborðið með fólskulegum morðum og ofbeldisverkum, sýni fram á ákveðna endastöð í þessum málaflokki. Þetta verður ekki lagað með fleiri tækjum, tólum eða auknum heimildum frá dómsmálaráðherra til að stunda persónunjósnir án þess að rökstuddur grunur liggi fyrir. Fjárhæðirnar sem eru í húfi ýta undir spillingu og freista óprúttinna, og meiri harka af hálfu löggæslunnar skapar bara vítahring þegar aukin harka færist í undirheimanna.

Þau sem hafa raunverulega náð að draga úr skaðanum sem vímuefni valda, eru skaðaminnkunarsinnar. Fagfólk og heilbrigðisfólk sem hafa mætt vímuefnaneytendum án fordóma og ótta, með þekkingu og kærleika að vopni, ekki lánbyssur frá norsku lögreglunni eða nýjustu bandarísku yfirheyrslutækni.

En aftur að auglýsingunni. Eins og áður sagði þá lítur hún út eins og forvarnar-auglýsing en það er ólíklegt að það hafi mikið upp á sig að vara lesendur morgunblaðsins sem flestir eru á sjötugsaldri, við saklausu fikti. Á þessum aldri er fólk flest hætt að fikta, en því miður getur verið að þessi hræðsluáróður verði til þess að sumir missa af tækifæri til að nýta sér náttúrulegt lyf sem gæti linað sársauka sem gigt, krabbamein eða sjaldgæfir augnsjúkdómar eru að valda þeim. Ef fíkniefnalögreglan ætlaði sér að ávarpa ungt fólk hefði hún sennilega gert eins og Ísraelsher og fengið yngstu meðlimi sína til þess að dansa tiktok-dansa, eða keypt einhvern áhrifavald á instagram til að fullyrða að eina rökrétta vímuefnið fyrir þau væru dýrasta kampavínið sem boðið væri upp á Hotel Nordica. Sá áróður myndi kannski skila meiri árangri, en ungt fólk er ekki sá hópur sem stendur vörð um stefnuna sem tryggir fíkniefnalögreglunni fjármagn og valdheimildir.

Sá hópur sem gerir það eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins, og það er sennilega akkúrat sá hópur sem FÍFL ætlaði sér að ávarpa í auglýsingunni. Skilaboðin eru skýr, ekki hlusta á VG þótt þau séu í ríkisstjórn, þó svo afglæpavæðing sé í stjórnarsáttmálanum, ýtum á að þingmenn okkar berjist gegn miskunnsemi, fordómaleysi og skynsemi í þessum málaflokki, og beitum í stað þess ótta, ofbeldi og kostnaðarsamri valdbeitingu gegn veikasta og mest jaðarsettasta fólki samfélagsins.

FÍFL hefur áður birt auglýsingu sína í Morgunblaðið, og það stjórnmálaafl sem hlustar á Morgunblaðið hefur fylgt þessum auglýsingum eftir og barist gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar. Svo þrátt fyrir að þetta virki eins og yfirmáta bjánaleg, (ég leyfi mér að kalla hana fíflalega jafnvel), auglýsing, þá er hún að virka fyrir þann hóp sem hún beinist að.

Til að ítreka svo orð sín fékk FÍFL með sér í lið alls kyns samtök. Við sjáum stór fyrirtæki sem eflaust héldu að þau væru að leggja forvarnarstarfi lið, en ekki að beita pólitískum þrýstingi í málsgagn Sjálfstæðisflokksins stuttu eftir prófkjör, en líka samtök á borð við Rauða Krossinn sem nú fullyrða að nafn þeirra og merki hafi verið tekin í óleyfi.

Spurning hvort að hér sé á ferð lögbrot sem lögreglunni beri að rannsaka?

Svo eru það stofnanir sem hafa ágætis vægi í umræðunni á öðrum sviðum sem eru látin leggja málstaðnum lið. Við höfum Árnastofnun, stofnun sem ætti að hafa skoðanir á varðveislu fornhandrita og mögulega úthlutun rannsóknarstyrkja, en vandséð er að hafi nokkuð vit á vímuefnamálum. Vissulega eru dæmi um berserki í Íslendingasögunum sem mögulega innbyrtu einhver vímuefni til að geta barist óttalausir, og einhverjir menn sem frömdu glæpi í ölæði, en sá lærdómur sem má draga af þeim sögnum er ekki auðveldlega yfirfærður á nútímasamfélag.

Einnig furðar maður sig á að sjá sveitarfélög, bílastæðasjóð og vegagerðina? Hvers vegna hefur bílastæðasjóður skoðun á einhverju öðru en stæðum? Hvers vegna er vegagerðin að tjá sig um eitthvað annað en gæði á malbiki eða lagningu vega?

Það skýtur svolítið skökku við að sjá þessar ágætu stofnanir eyða almenningsfé í jafn galna auglýsingu og þessa. Kynningarfulltrúar hjá þeim ættu kannski að velta fyrir sér hvort að stofnunin sem þeir vinni fyrir hafi fleiri skoðanir.

Hefur vegagerðin einhverja skoðun á evróputilskipunum um innflutning á kjöti eða ostum? Hefur vegagerðin einhverja skoðun á aðalnámskrá grunnskólanna? Sá Vegagerðin Kötlu á Netflix, og hvað finnst vegagerðinni eiginlega um þann þátt? Með hverjum heldur Vegagerðin í enska boltanum?

Vonandi sjá þessar stofnanir að sér og henda næst peningum sínum eitthvað sem er inn á þeirra sérsviði. Því ef þær halda áfram að hafa skoðanir á þessum stefnum þá legg ég til að þær móti sér skoðun á öllu hinu líka, svo við fáum loksins úr því skorið hver sé uppáhalds Marvel-ofurhetja Árnastofnunar og hver sé uppáhalds litur bílastæðasjóðs. (Sennilega grár).

Ég hef hins vegar meiri skilning á því af hverju Fíkniefnalögreglan og Vínbúðin vilja halda áfram að borga fyrir hræðsluáróður í mest lesna blað ellilífeyrisþega á Íslandi. Vínbúðin er stærsti fíkniefnasali Íslands og er skiljanlega illa við samkeppni. Og innan fíkniefnalögreglunnar eru menn sem hafa byggt frama sinn og ævistarf á baráttunni gegn vímunni. Árangurinn sem þeir hafa náð er ágætur þegar kemur að fjármagni og heimildum til þess að rannsaka, en frekar lélegur í ljósi þess að hún hefur í öll þessi ár aldrei náð að minnka framboð af fíkniefnum né draga úr ofbeldi. Kannski ætti hún að finna sér aðra uppljóstrara og heimildarmenn?

Kannski ætti hún jafnvel að snúa sér að einhverju öðru. Á sínum tíma voru það skattrannsóknaryfirvöld sem felldu Al Capone áður en áfengið var aftur lögleitt. Ef við legðum niður FÍFL og fjölguðum til jafns stöðugildum hjá skattinum, myndum sennilega góma fleiri dópsala. Í leiðinni gætum við svo tekið upp mannúðlegri stefnu sem í stað útskúfunar og áróðurs, læknar sár fíkniefnastríðsins með opinskárri umræðu, rannsóknum og fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
1
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
4
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
5
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Áhrif langvarandi togstreitu eru mikil á samfélagið
Fréttir

Áhrif langvar­andi tog­streitu eru mik­il á sam­fé­lag­ið

Fram­kvæmda­leyfi í einu yngsta ár­gljúfri heims var fellt úr gildi. Að­spurð hvort Hnútu­virkj­un í Hverf­is­fljóti sé end­an­lega úr sög­unni, seg­ir Ingi­björg Ei­ríks­dótt­ir: „Það er auð­vit­að ekk­ert bú­ið fyrr en það er bú­ið.“ Hún er formað­ur Eld­vatna – sam­taka um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi og hef­ur ásamt hópi fólks bar­ist gegn virkj­un­inni í vel á ann­an ára­tug.
Ótti og eftirsjá
Ólafur Páll Jónsson
Pistill

Ólafur Páll Jónsson

Ótti og eft­ir­sjá

Hug­leið­ing­ar um hug­ann, geðs­hrær­ing­ar, ótt­ann og eft­ir­sjána.
Mannasiðir
Bíó Tvíó#222

Mannasið­ir

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Maríu Reyn­dal frá 2018, Mannasiði.
Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga
Fréttir

Vill að eldsneyt­is­birgð­ir dugi í 90 daga

Ráð­herra hef­ur kynnt áform um frum­varp til laga um neyð­ar­birgð­ir eldsneyt­is í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.
Verðbólgudraugurinn gengur aftur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Verð­bólgu­draug­ur­inn geng­ur aft­ur

Verð­bólg­an mæl­ist um þess­ar mund­ir 10% á ári. Hvers vegna? Hvað er til ráða?
Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna í sektir vegna mengunar
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg hef­ur þurft að greiða hundruð millj­óna í sekt­ir vegna meng­un­ar

Starf­semi þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­bergs er um­deild víða um heim. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt fyr­ir­tæk­ið fyr­ir að starfa á her­numd­um svæð­um, bæði í Palestínu og Vest­ur-Sa­hara. Fyr­ir­tæk­ið hyggst byggja möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn þar sem mó­berg verð­ur unn­ið í sement.
Blár punktur undir gráum himni
Bergur Ebbi Benediktsson
PistillKjaftæði

Bergur Ebbi Benediktsson

Blár punkt­ur und­ir grá­um himni

Það sem upp­lýs­ing­ar nú­tím­ans veita okk­ur ekki er ein­mitt ná­kvæm­lega þetta síð­asta: dóm­ur um hvað skipt­ir máli. Sú ábyrgð ligg­ur alltaf á okk­ur sjálf­um.
Hvað er hæfileg neysla?
Fréttir

Hvað er hæfi­leg neysla?

Um­mæli fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra Dan­merk­ur um hlut­verk áfeng­is, einkum bjórs, hvað sé hæfi­leg neysla og til­gang­ur­inn með neysl­unni, hafa vak­ið mikla at­hygli í Dan­mörku. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi er nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­taka bjór- og gos­fram­leið­enda.
Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal
Flækjusagan

Jörð­in eft­ir 250 millj­ón ár: Reykja­vík í næsta ná­grenni við Dak­ar í Senegal

Fyr­ir 250 millj­ón­um ára voru öll meg­in­lönd Jarð­ar sam­an­kom­in í einni tröllauk­inni heims­álfu sem við köll­um Pangeu. Sú hafði ver­ið við lýði í tæp 100 millj­ón ár og var reynd­ar byrj­uð að trosna svo­lít­ið í sund­ur. Enn liðu þó tug­ir millj­óna ára áð­ur en Pangea klofn­aði end­an­lega í tvær minni risa­álf­ur, Láras­íu og Gondwana­land, sem löngu síð­ar leyst­ust upp í...
Áfengi og kókaín: Banvæn blanda
Aðsent

Helena Líndal Baldvinsdóttir og Hjalti Már Björnsson

Áfengi og kókaín: Ban­væn blanda

Þótt kókaín og áfengi sé hættu­legt hvort fyr­ir sig er kóka­etý­len mun hættu­legra en sam­an­lögð áhrif hinna tveggja fíkni­efn­anna, vara sér­fræð­ing­ar við.
Fiskari eða sjómaður? Orð eru ekki bara orð
Ólína Þorvarðardóttir
Aðsent

Ólína Þorvarðardóttir

Fisk­ari eða sjómað­ur? Orð eru ekki bara orð

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir svar­ar grein Ei­ríks Rögn­valds­son­ar þar sem hann fjall­aði um gagn­rýni þeirra sem hafa lát­ið í sér heyra vegna þess að orð­ið „fisk­ari“ var tek­ið upp í lög­gjöf í stað orðs­ins „fiski­mað­ur“.
Hvað þýða róttækar kerfisbreytingar?
Guðrún Schmidt
Aðsent

Guðrún Schmidt

Hvað þýða rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar?

Guð­rún Schmidt, sér­fræð­ing­ur hjá Land­vernd, skrif­ar um kerf­is­breyt­ing­ar á tím­um lofts­lags­vanda. „Breyt­ing­ar sem mann­kyn­ið, sér­stak­lega hinn vest­ræni heim­ur, þarf að fara í eru mikl­ar, rót­tæk­ar og djúp­ar,“ skrif­ar Guð­rún.