Þessi færsla er meira en ársgömul.

Beint lýðræði en bara þegar hentar

Beint lýðræði en bara þegar hentar

Lýðræðið hefur ekkert listrænt gildi. Lýðræðið er jafnvel smekklaust. Skoði maður niðurstöður í kosningum sem fóru fram í Vesturbænum veturinn 2020 væri auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, en þá greiddu um það bil 772 manns atkvæði með því að reist væri brjóstmynd af Kanye West skammt frá Vesturbæjarlaug.

Þessi tillaga virðist þrátt fyrir þessar vinsældir hafa farið fyrir brjóstið á ókjörnum embættismönnum og meintum sérfræðingum, sem telja tillöguna ótæka. Þó svo þeir segi það ekki með berum orðum í bréfi sínu til hugmyndahöfundar þá telja þeir hana greinilega of flippaða.

Flippuð er hugmyndin vissulega og heitustu stuðningsmenn hennar eru ungir gaurar sem eru eflaust frekar flippaðar týpur, eða telja sig vera það, en það má segja það um mörg góð útilistaverk líka. Í einu af úthverfum Seattle borgar má finna styttu af Lenín til dæmis, sem marg oft hefur verið reynt að fjarlægja en nýtur samt sem áður meiri hylli en óvildar, enda eitthvað svo skrítið og heillandi við að í borg sem hýsir Boeing, Microsoft og fjölmörg önnur stórfyrirtæki sé risavaxin stytta af stofnanda Sovétríkjanna. Mér allavega fannst taka því að fara þangað, taka mynd af mér með Lenín og fá mér kaffi þarna.

Að reisa styttu af Kanye West er ekki mikið flippaðri hugmynd. Hún er t.d. varla eins flippuð og að reisa risavaxin glerhylki utan um pálmatré í hverfi sem á eftir að reisa. Bæði pálmatrén og West eru umdeildar hugmyndir, ótal kommentarar æstu sig í kommentakerfunum yfir því að planta ætti pálmatrjám í listrænum tilgangi, og það er auðvitað ekki víst að hugmyndin gangi upp. Persónulega finnst mér hún tilraunarinnar virði, sérstaklega þegar ég ímynda mér pálmatrén standa tígullega upplýst og umlukin móðu innan í glersúlu meðan við hin erum úti í kuldanum að þramma í gegnum slyddu og skafrenning. Ef hugmyndin hefði komið upp í Betri Reykjavík hefði ég kosið með henni, en það er alveg öruggt að margir hefðu kosið á móti. Svipað og með West. Fjölmargir kusu með því að reisa styttu af rapparanum, og margir, meira en hundrað manns kusu gegn honum.

En stóri munurinn á pálmatrjáar-pælingunni, og styttunni af rapparanum er sú að ein hugmynd var valin af kjörnum fulltrúum og sérfræðingum, og hin af fólkinu sem býr í hverfinu. Það er því ljóst að styttan af Kanye West er með mun skýrara lýðræðislegt umboð. Hvað svo sem embættismönnum kann að finnast um listrænt gildi.

Þannig virðast embættismenn hjá borginni þó ekki skilja málið. Í svari til hugmyndahöfundarins Aron Kristins Jónassonar, (sem iðulega titlar sig Geitin sjálf), þá segja þeir hugmyndina ekki hafa neitt listrænt gildi. Þeir vísa til þess að brjóstmyndir séu sjaldgæfar núorðið, sem er í sjálfu sér rétt, en breytir ekki því hver niðurstaða kosninganna var. Listrænt gildi er álitamál. Huglægt mat. Í mínum huga er styttan af Kanye West einmitt ögrandi af því tenging hans við Vesturbæ er svo lítil. Svipað og Lenín í Seattle og fjölmörg önnur útilistaverk víða um heim. Ekki öll útilistaverk eru með djúpstæða sögulega tengingu við borgarlandslagið. Sum þeirra eru hugsuð sem brandari, og ég held að það megi nokkuð örugglega fullyrða um þessa tillögu.

En þó svo brjóstmynd af Kanye West sé kannski ekki eins hátíðleg hugmynd að reisa styttu af fyrstu alþingiskonunni fyrir framan inngang Alþingis, eða styttan af Ingólfi upp á Arnarhóli, þá getur verkið engu að síður veitt fólki gleði, skapað umræður.

Og ef fólk fílar hana ekki þá má alltaf setja þá tillögu inn í Betri Reykjavík að fjarlægja styttuna, og ef 700 manns vilja losna við styttuna og setja í staðinn brjóstmynd af Björk Guðmundsdóttur og 100 manns vilja halda henni, þá verður hún fjarlægð.

Aðalatriðið er að virða lýðræðislegar niðurstöður úr íbúakosningum, því annars er hætt við því að sjálft kosningaferlið verði brandarinn. Ekki Kanye West.

Ég skora því á Reykjavíkurborg að gera eftirfarandi:

Kanna hvort að Kanye West væri samþykkur því að stytta af honum verði reist í Vesturbæ.

Gefi hann samþykki sitt, ætti hugmyndin að fara á næsta stig í ferlinu sem er að kanna hvort íbúar í Vesturbæ vilji eyða útsvarspeningum sínum í að borga fyrir styttuna.

Ef að niðurstöður íbúakosninga eru einungis virtar þegar embættismönnum hentar þá munu íbúar á endanum missa áhugann á að taka þátt í þeim. Sem væri synd því að Betri Reykjavík er frábær vettvangur. Það hafa aldrei fleiri kosið og aldrei fleiri sent inn hugmyndir. Niðurstöður kosninga í Betri Reykjavík gefa okkur miklu betri mynd af lýðræðislegum vilja íbúa í Reykjavík heldur kosningar á fulltrúum sem svo dreifa ábyrgð sinni til misgáfulegra embættismanna í kerfinu. Og þessir íbúar sem tóku þátt hafa raunverulegan áhuga á því að gera borgina sína betri, ekki bara með því að kjósa um gangstéttarviðgerðir eða lagfæringar á ljósastaurum, heldur með því að hafa raunveruleg áhrif á umhverfi sitt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni
Skýring

Not­end­ur sam­fé­lags­miðla hvatt­ir til að nota syk­ur­sýk­is­lyf í megr­un­ar­skyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.
Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Fréttir

Tel­ur þörf á póli­tísku sam­tali um birt­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“
Vinir skipta sköpum fyrir hamingju okkar
Ingrid Kuhlman
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Vin­ir skipta sköp­um fyr­ir ham­ingju okk­ar

Al­þjóða­dag­ur ham­ingju er hald­inn há­tíð­leg­ur í dag, mánu­dag­inn 20. mars. Með­fylgj­andi er grein um vináttu en hún spil­ar stór­an þátt í ham­ingju og vellíð­an okk­ar.
Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
Fréttir

Segja vinnu­brögð lög­reglu hafa ein­kennst af van­þekk­ingu og van­virð­ingu

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.
Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum
Fréttir

Ekki sett af stað vinnu við til­raun­ir með hug­víkk­andi efni á föng­um

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.
Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Fréttir

Rio Tinto greið­ir millj­arða­sekt vegna mútu­brota

Rio Tinto sam­þykkti að greiða jafn­virði 2,2 millj­arða króna í sekt.
Ég tala oft um að missa vitið við þessar aðstæður
Viðtal

Ég tala oft um að missa vit­ið við þess­ar að­stæð­ur

Elva Björk Ág­ústs­dótt­ir sál­fræði­kenn­ari seg­ir að næst­um all­ir gangi í gegn­um ástarsorg ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni, svo sem á unglings­ár­un­um eða á full­orð­ins­ár­un­um. Eða bæði. Og hún hef­ur reynslu af því.
Netsvikarar höfðu 372 milljónir af Íslendingum í fyrra: Einn tapaði 80 milljónum
Fréttir

Netsvik­ar­ar höfðu 372 millj­ón­ir af Ís­lend­ing­um í fyrra: Einn tap­aði 80 millj­ón­um

Lög­regl­unni bár­ust 119 til­kynn­ing­ar um netsvik í fyrra. Fjár­hæð svik­anna nem­ur rúm­um 372 millj­ón­um króna. Eitt mál sker sig úr þar sem netsvik­ar­ar höfðu 80 millj­ón­ir af ein­um ein­stak­lingi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Að sigra eða sigra ekki heiminn
Menning

Að sigra eða sigra ekki heim­inn

Í litl­um bæ, um 50 kíló­metr­um frá Berlín, er göm­ul mylla þar sem unn­ið hef­ur ver­ið hörð­um hönd­um við að ryðja út 13 tonn­um af stáli til að breyta­henni í lista­stúd­íó. Mað­ur­inn á bak við verk­efn­ið er ís­lenski mynd­list­ar­mað­ur­inn, Eg­ill Sæ­björns­son, sem hef­ur hasl­að sér völl í lista­sen­unni víða um heim. Hann seg­ir að þrátt fyr­ir langa dvöl er­lend­is þá sé teng­ing­in við Ís­land mik­il – enda séu ræt­urn­ar, þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft, þar.
Sagði skilið við kjánalegar gamanhrollvekjur fyrir sveppasýkta uppvakninga
Fréttir

Sagði skil­ið við kjána­leg­ar gaman­hroll­vekj­ur fyr­ir sveppa­sýkta upp­vakn­inga

Fyr­ir nokkr­um ár­um voru helstu af­rek Craig Maz­in að skrifa hand­rit að Scary Movie 4 og Hango­ver Part III. Hann ákvað að veita sér frelsi til að losna úr viðj­um gaman­hand­rita­höf­und­ar­ins og það virk­aði eins og sjón­varps­serí­urn­ar Cherno­byl og The Last of Us sýna.
Skjálfti
Bíó Tvíó#229

Skjálfti

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Tinnu Hrafns­dótt­ur frá 2022, Skjálfti.
Loka auglýsingu