Þessi færsla er meira en ársgömul.

Beint lýðræði en bara þegar hentar

Beint lýðræði en bara þegar hentar

Lýðræðið hefur ekkert listrænt gildi. Lýðræðið er jafnvel smekklaust. Skoði maður niðurstöður í kosningum sem fóru fram í Vesturbænum veturinn 2020 væri auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, en þá greiddu um það bil 772 manns atkvæði með því að reist væri brjóstmynd af Kanye West skammt frá Vesturbæjarlaug.

Þessi tillaga virðist þrátt fyrir þessar vinsældir hafa farið fyrir brjóstið á ókjörnum embættismönnum og meintum sérfræðingum, sem telja tillöguna ótæka. Þó svo þeir segi það ekki með berum orðum í bréfi sínu til hugmyndahöfundar þá telja þeir hana greinilega of flippaða.

Flippuð er hugmyndin vissulega og heitustu stuðningsmenn hennar eru ungir gaurar sem eru eflaust frekar flippaðar týpur, eða telja sig vera það, en það má segja það um mörg góð útilistaverk líka. Í einu af úthverfum Seattle borgar má finna styttu af Lenín til dæmis, sem marg oft hefur verið reynt að fjarlægja en nýtur samt sem áður meiri hylli en óvildar, enda eitthvað svo skrítið og heillandi við að í borg sem hýsir Boeing, Microsoft og fjölmörg önnur stórfyrirtæki sé risavaxin stytta af stofnanda Sovétríkjanna. Mér allavega fannst taka því að fara þangað, taka mynd af mér með Lenín og fá mér kaffi þarna.

Að reisa styttu af Kanye West er ekki mikið flippaðri hugmynd. Hún er t.d. varla eins flippuð og að reisa risavaxin glerhylki utan um pálmatré í hverfi sem á eftir að reisa. Bæði pálmatrén og West eru umdeildar hugmyndir, ótal kommentarar æstu sig í kommentakerfunum yfir því að planta ætti pálmatrjám í listrænum tilgangi, og það er auðvitað ekki víst að hugmyndin gangi upp. Persónulega finnst mér hún tilraunarinnar virði, sérstaklega þegar ég ímynda mér pálmatrén standa tígullega upplýst og umlukin móðu innan í glersúlu meðan við hin erum úti í kuldanum að þramma í gegnum slyddu og skafrenning. Ef hugmyndin hefði komið upp í Betri Reykjavík hefði ég kosið með henni, en það er alveg öruggt að margir hefðu kosið á móti. Svipað og með West. Fjölmargir kusu með því að reisa styttu af rapparanum, og margir, meira en hundrað manns kusu gegn honum.

En stóri munurinn á pálmatrjáar-pælingunni, og styttunni af rapparanum er sú að ein hugmynd var valin af kjörnum fulltrúum og sérfræðingum, og hin af fólkinu sem býr í hverfinu. Það er því ljóst að styttan af Kanye West er með mun skýrara lýðræðislegt umboð. Hvað svo sem embættismönnum kann að finnast um listrænt gildi.

Þannig virðast embættismenn hjá borginni þó ekki skilja málið. Í svari til hugmyndahöfundarins Aron Kristins Jónassonar, (sem iðulega titlar sig Geitin sjálf), þá segja þeir hugmyndina ekki hafa neitt listrænt gildi. Þeir vísa til þess að brjóstmyndir séu sjaldgæfar núorðið, sem er í sjálfu sér rétt, en breytir ekki því hver niðurstaða kosninganna var. Listrænt gildi er álitamál. Huglægt mat. Í mínum huga er styttan af Kanye West einmitt ögrandi af því tenging hans við Vesturbæ er svo lítil. Svipað og Lenín í Seattle og fjölmörg önnur útilistaverk víða um heim. Ekki öll útilistaverk eru með djúpstæða sögulega tengingu við borgarlandslagið. Sum þeirra eru hugsuð sem brandari, og ég held að það megi nokkuð örugglega fullyrða um þessa tillögu.

En þó svo brjóstmynd af Kanye West sé kannski ekki eins hátíðleg hugmynd að reisa styttu af fyrstu alþingiskonunni fyrir framan inngang Alþingis, eða styttan af Ingólfi upp á Arnarhóli, þá getur verkið engu að síður veitt fólki gleði, skapað umræður.

Og ef fólk fílar hana ekki þá má alltaf setja þá tillögu inn í Betri Reykjavík að fjarlægja styttuna, og ef 700 manns vilja losna við styttuna og setja í staðinn brjóstmynd af Björk Guðmundsdóttur og 100 manns vilja halda henni, þá verður hún fjarlægð.

Aðalatriðið er að virða lýðræðislegar niðurstöður úr íbúakosningum, því annars er hætt við því að sjálft kosningaferlið verði brandarinn. Ekki Kanye West.

Ég skora því á Reykjavíkurborg að gera eftirfarandi:

Kanna hvort að Kanye West væri samþykkur því að stytta af honum verði reist í Vesturbæ.

Gefi hann samþykki sitt, ætti hugmyndin að fara á næsta stig í ferlinu sem er að kanna hvort íbúar í Vesturbæ vilji eyða útsvarspeningum sínum í að borga fyrir styttuna.

Ef að niðurstöður íbúakosninga eru einungis virtar þegar embættismönnum hentar þá munu íbúar á endanum missa áhugann á að taka þátt í þeim. Sem væri synd því að Betri Reykjavík er frábær vettvangur. Það hafa aldrei fleiri kosið og aldrei fleiri sent inn hugmyndir. Niðurstöður kosninga í Betri Reykjavík gefa okkur miklu betri mynd af lýðræðislegum vilja íbúa í Reykjavík heldur kosningar á fulltrúum sem svo dreifa ábyrgð sinni til misgáfulegra embættismanna í kerfinu. Og þessir íbúar sem tóku þátt hafa raunverulegan áhuga á því að gera borgina sína betri, ekki bara með því að kjósa um gangstéttarviðgerðir eða lagfæringar á ljósastaurum, heldur með því að hafa raunveruleg áhrif á umhverfi sitt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
1
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
4
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
5
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Áhrif langvarandi togstreitu eru mikil á samfélagið
Fréttir

Áhrif langvar­andi tog­streitu eru mik­il á sam­fé­lag­ið

Fram­kvæmda­leyfi í einu yngsta ár­gljúfri heims var fellt úr gildi. Að­spurð hvort Hnútu­virkj­un í Hverf­is­fljóti sé end­an­lega úr sög­unni, seg­ir Ingi­björg Ei­ríks­dótt­ir: „Það er auð­vit­að ekk­ert bú­ið fyrr en það er bú­ið.“ Hún er formað­ur Eld­vatna – sam­taka um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi og hef­ur ásamt hópi fólks bar­ist gegn virkj­un­inni í vel á ann­an ára­tug.
Ótti og eftirsjá
Ólafur Páll Jónsson
Pistill

Ólafur Páll Jónsson

Ótti og eft­ir­sjá

Hug­leið­ing­ar um hug­ann, geðs­hrær­ing­ar, ótt­ann og eft­ir­sjána.
Mannasiðir
Bíó Tvíó#222

Mannasið­ir

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Maríu Reyn­dal frá 2018, Mannasiði.
Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga
Fréttir

Vill að eldsneyt­is­birgð­ir dugi í 90 daga

Ráð­herra hef­ur kynnt áform um frum­varp til laga um neyð­ar­birgð­ir eldsneyt­is í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.
Verðbólgudraugurinn gengur aftur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Verð­bólgu­draug­ur­inn geng­ur aft­ur

Verð­bólg­an mæl­ist um þess­ar mund­ir 10% á ári. Hvers vegna? Hvað er til ráða?
Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna í sektir vegna mengunar
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg hef­ur þurft að greiða hundruð millj­óna í sekt­ir vegna meng­un­ar

Starf­semi þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­bergs er um­deild víða um heim. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt fyr­ir­tæk­ið fyr­ir að starfa á her­numd­um svæð­um, bæði í Palestínu og Vest­ur-Sa­hara. Fyr­ir­tæk­ið hyggst byggja möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn þar sem mó­berg verð­ur unn­ið í sement.
Blár punktur undir gráum himni
Bergur Ebbi Benediktsson
PistillKjaftæði

Bergur Ebbi Benediktsson

Blár punkt­ur und­ir grá­um himni

Það sem upp­lýs­ing­ar nú­tím­ans veita okk­ur ekki er ein­mitt ná­kvæm­lega þetta síð­asta: dóm­ur um hvað skipt­ir máli. Sú ábyrgð ligg­ur alltaf á okk­ur sjálf­um.
Hvað er hæfileg neysla?
Fréttir

Hvað er hæfi­leg neysla?

Um­mæli fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra Dan­merk­ur um hlut­verk áfeng­is, einkum bjórs, hvað sé hæfi­leg neysla og til­gang­ur­inn með neysl­unni, hafa vak­ið mikla at­hygli í Dan­mörku. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi er nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­taka bjór- og gos­fram­leið­enda.
Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal
Flækjusagan

Jörð­in eft­ir 250 millj­ón ár: Reykja­vík í næsta ná­grenni við Dak­ar í Senegal

Fyr­ir 250 millj­ón­um ára voru öll meg­in­lönd Jarð­ar sam­an­kom­in í einni tröllauk­inni heims­álfu sem við köll­um Pangeu. Sú hafði ver­ið við lýði í tæp 100 millj­ón ár og var reynd­ar byrj­uð að trosna svo­lít­ið í sund­ur. Enn liðu þó tug­ir millj­óna ára áð­ur en Pangea klofn­aði end­an­lega í tvær minni risa­álf­ur, Láras­íu og Gondwana­land, sem löngu síð­ar leyst­ust upp í...
Áfengi og kókaín: Banvæn blanda
Aðsent

Helena Líndal Baldvinsdóttir og Hjalti Már Björnsson

Áfengi og kókaín: Ban­væn blanda

Þótt kókaín og áfengi sé hættu­legt hvort fyr­ir sig er kóka­etý­len mun hættu­legra en sam­an­lögð áhrif hinna tveggja fíkni­efn­anna, vara sér­fræð­ing­ar við.
Fiskari eða sjómaður? Orð eru ekki bara orð
Ólína Þorvarðardóttir
Aðsent

Ólína Þorvarðardóttir

Fisk­ari eða sjómað­ur? Orð eru ekki bara orð

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir svar­ar grein Ei­ríks Rögn­valds­son­ar þar sem hann fjall­aði um gagn­rýni þeirra sem hafa lát­ið í sér heyra vegna þess að orð­ið „fisk­ari“ var tek­ið upp í lög­gjöf í stað orðs­ins „fiski­mað­ur“.
Hvað þýða róttækar kerfisbreytingar?
Guðrún Schmidt
Aðsent

Guðrún Schmidt

Hvað þýða rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar?

Guð­rún Schmidt, sér­fræð­ing­ur hjá Land­vernd, skrif­ar um kerf­is­breyt­ing­ar á tím­um lofts­lags­vanda. „Breyt­ing­ar sem mann­kyn­ið, sér­stak­lega hinn vest­ræni heim­ur, þarf að fara í eru mikl­ar, rót­tæk­ar og djúp­ar,“ skrif­ar Guð­rún.