Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Alþingisbrestur

Í dag er víst svartur fössari.

En í gær var niðamyrkur fimmtudagur í sögu lýðræðis á Íslandi.

Það var framið lögbrot. Atkvæði voru geymd óinnsigluð og án eftirlits, og af einhverjum ástæðum sem ég fæ ekki skilið eyddi yfirmaður kjörstjórnar dágóðum tíma með þeim einsamall áður en hann svo ákvað að endurtelja, án lagaheimildar og eftirlits.

Það var kolólöglegt og þetta lögbrot breytti niðurstöðum kosninga.

Meirihlutinn á Alþingi komst að þeirri niðurstöðu að það skipti engu máli. Framkvæmdin sjálf hafi verið aukaatriði svo lengi sem niðurstaðan var meirihlutanum að skapi.

Þetta þing er umboðslaust og ólögmætt. Allir þingmenn sem það sitja verða ætíð vafaþingmenn í mínum huga.

Og nú höfum við fordæmi fyrir því að ef menn brjóta kosningalög, þá eru viðurlögin þau að Alþingi staðfestir niðurstöðuna ef henni lýst á útkomuna.

Sem er galið.

Algjör Alþingisbrestur. Og meðan þetta þing er brostið lýsi ég tímabundið yfir sjálfstæði mínu. Enginn sem situr á þessu þingi er minn fulltrúi í þessu fulltrúa-lýðræði fyrr en kosið er aftur.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu