Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Listamannalaun eru of lág og of fá

Listamannalaun eru of lág upphæð. Þau eru hlægilega lág og það er einhvern veginn réttlætt með fullyrðingu um að þau séu bara 70%. Sorrý, en hvorki Kjarval né Laxness unnu 70% að list sinni, þeir unnu 100% og ömmur þeirra sáu fyrir rest.

Listamannalaun eru líka hlægilega fá. Jón Kalman fær bara í níu mánuði! Hvað þarf maður að áorka ef Jón Kalman fær þau bara í níu mánuði? (Ég er enginn sérstakur aðdáandi fagurfræðilega, en hann er búinn að vinna til alþjóðlegrar viðurkenningar sem er óneitanleg).

Það er kominn tími á að samtök listamanna fari í alvöru stéttabaráttu. Ef listamannalaun myndu þróast í takt við samfélagið þá myndu þau heita verkefnastyrkir, þau myndu vera í það minnsta þrefalt hærri upphæð og þau myndu ganga til þrefalt fleiri.

Við þurfum líka að berjast fyrir þessu. Listamönnum skortir aðallega að vera stoltir af vinnu sinni, sýna hvor öðrum samstöðu, og vera reiðubúnir að berjast fyrir því að fleiri listamenn fái hærri upphæðir.

Eins og við verðskuldum.

En listamenn verða að berjast fyrir því. Listamenn verða að beita sér fyrir því. Það sem er í húfi er Ísland sem er annað hvort með listum, menningu, fegurð, hugmyndum, eða ekki. Kannski bara Ísland án þess að við skrifum bækur, kvikmyndir, málum málverk, klippum vídjó, dönsum eða hönnum föt, húsgögn eða eitthvað sem ekki ennþá er til.

Framtíðin er sú sem við sköpum okkur sjálfum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu