Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Þegar Covid19 bjargaði íslenskunni

Þegar þessi orð eru skrifuð er enn ekki ljóst hvers eðlis efnahagskrísan sem tekur við af Covid-krísunni verður. Verðbréfamarkaðurinn vestanhafs hefur tekið stærri dýfur en árið 1929 þegar heimskreppan mikla hófst, en það er sem betur fer ekki eini mælikvarðinn sem við höfum, blessuð landframleiðslan og hagvöxturinn eru ekki algildir mælikvarðar á hagsæld fólks, og kannski verður vöxturinn hraður þegar óvissu og einangrunartímabilum lýkur. Munum að heilsan skiptir mestu máli.

Þetta er óhefðbundin krísa og hún mun kannski krefjast óhefðbundinna lausna. Vestanhafs er verið að skoða að frysta húsnæðislán og námslán, og jafnvel kynna til leiks tímabundin borgaralaun. Þökk sé forsetaframboði Andrew Yang hefur hugtakið borgaralaun verið mikið í umræðunni í fyrsta sinn síðan 1972 þegar báðir forsetaframbjóðendurnir voru að skoða útfærslur af þeim.

Stundum er talað um pólitík sem list hins mögulega. En möguleikarnir velta oftar en ekki á ímyndunarafli okkar. Þegar Bjarni Benediktsson kynnti til leiks hugtakið pólitískur ómöguleiki þá meinti hann ekki að það væri fýsískur ómöguleiki að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni, hann meinti bara að hann og samstarfsaðilum hans langaði ekki til þess. Við þurfum því ekki að festa okkur í kreddum eða naumhyggju frekar en við viljum.

Stundum er viljinn allt sem þarf. Pólitíkin er list hins mögulega ef viljinn er fyrir hendi.

Þess vegna biðla ég til stjórnmálafólks og sérfræðingana sem ráðleggja því að hugsa út fyrir boxið. Er t.d. sjálfsagt mál að húsnæðislán þurfi að hækka ef það kemur verðbólga eða eru þetta tölur ákvarðaðar af mönnum og því breytanlegar af mönnum? Er sjálfsagt mál að námslán þurfi að greiðast? Er sjálfsagt mál að leigusalar muni geta hækkað leigur? Er sjálfsagt mál að efnahagsaðgerðir þurfi að miðast að þörfum stórfyrirtækja, eða geta efnahagsaðgerðir kannski falist í hækkun barnabóta, hækkun fæðingarorlofs, hækkuðum örorkubótum, fleiri listamannalaunum, einhvers konar borgaralaunakerfi, neikvæðum persónuafslætti eða öðrum aðgerðum sem auka neysluna sem fyrirtækin þurfa til að halda velli.

Hér skrifa ég án þess að vita hversu hátt atvinnuleysið verður, hvort það verði verðbólga eða verðhjöðnun, hversu lengi Covid19 mun hrjá heimsbyggðina og hvort það verði alþjóðleg fjármálakreppa, eða bara skammvinn efnahagslægð.

Ef það er lítið annað að gera getum við nýtt tækifærið og styrkt innviði, sett fókusinn á nýsköpun og reynt að enduruppfinna hagkerfi með nýjum og fleiri stoðum. Svo gætum við líka í leiðinni ráðið hóp hundrað háskólanema til að þýða færslur af wikipedia þannig að íslenska wikipedia myndi fara úr því að vera alfræði-vefrit við hæfi smáþjóðar, yfir í að vera raunverulegur gagnabanki. Á einu sumri gætum við kortlagt almennilega sögu okkar sem þjóðar, og þýtt meirihluta færsla sem til eru á enskri tungu þannig að námsfólk og grúskarar framtíðarinnar geti flett upplýsingum upp á eigin tungumáli. Það væri góð fjárfesting í framtíð íslenskunnar, og stór hópur fólks gæti unnið þessa vinnu að heiman án þess að nokkurn tímann þurfa að leita út. Kannski myndi fólk þá árið 2097 rifja upp tímanna þegar kórónan gekk yfir og varð til þess að íslenskunni var bjargað, af því fólk hafði ekkert betra að gera.

Þetta eru vangaveltur mínar, og ég þykist vita að efnahagskerfinu yrði ekki bjargað með þessu átaki, en það bæri þó vott um metnað og hugmyndaauðgi að leita lausna úr öllum áttum og sjá tækifæri í krísunni, önnur en að lauma vegatollum framhjá almenningi sem er ekki á leiðinni eftir neinum vegum eins og er.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.
„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

„Kannski er lögg­an að fara að mæta á skrif­stof­ur Efl­ing­ar“

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar ber ekki traust til Að­al­steins Leifs­son­ar rík­is­sátta­semj­ara seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur. Hún fagn­ar nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms en seg­ir úr­skurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur rang­an og ósann­gjarn­an.
Brot á stjórnarskránni?
Gunnar Alexander Ólafsson
Aðsent

Gunnar Alexander Ólafsson

Brot á stjórn­ar­skránni?

Gunn­ar Al­ex­and­er Ólafs­son furð­ar sig á því af hverju laga­ráð starfar ekki á Al­þingi, ráð sem mun skoða öll frum­varps­drög sem lögð eru fyr­ir Al­þingi og meta hvort þau stand­ist stjórn­ar­skrá eða ekki.
Verkföll Eflingar lögleg
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Verk­föll Efl­ing­ar lög­leg

Fé­lags­dóm­ur féllst ekki á mála­til­bún­að Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Að óbreyttu munu verk­föll um 300 Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á sjö hót­el­um Ís­lands­hót­ela því hefjast á há­degi á morg­un.
Efling þarf að afhenda félagatalið
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Efl­ing þarf að af­henda fé­laga­tal­ið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.
Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Fréttir

Þóra Arn­órs­dótt­ir hætt í Kveik

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.
Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis
FréttirLaxeldi

Veik­burða og brota­kennd stjórn­sýsla ekki í stakk bú­in til að tak­ast á við auk­in um­svif sjókvía­eld­is

Stefnu­laus upp­bygg­ing og rekst­ur sjókvía á svæð­um hef­ur fest sig í sessi og stjórn­sýsla og eft­ir­lit með sjókvía­eldi er veik­burða og brota­kennd að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem ger­ir at­huga­semd­ir í 23 lið­um í ný­út­kom­inni skýrslu um sjókvía­eldi
Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Fréttir

Ham­far­ir í Tyrklandi og Sýr­landi – Tala lát­inna hækk­ar

Jarð­skjálfti 7,8 að stærð sem átti upp­tök sín í suð­ur­hluta Tyrk­lands reið yf­ir í nótt með af­drifa­rík­um af­leið­ing­um. Yf­ir 1.700 eru lát­in – bæði í Tyrklandi og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.
Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?
Fréttir

Nýr Laug­ar­dalsvöll­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut?

Formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands seg­ir margt mæla með því að nýr þjóð­ar­leik­vang­ur knatt­spyrnu verði byggð­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut og gamli Laug­ar­dalsvöll­ur­inn standi sem þjóð­ar­leik­vang­ur frjálsra íþrótta. Hug­mynd­in kom frá arki­tekt sem sit­ur í mann­virkja­nefnd KSÍ.