Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Þegar Covid19 bjargaði íslenskunni

Þegar þessi orð eru skrifuð er enn ekki ljóst hvers eðlis efnahagskrísan sem tekur við af Covid-krísunni verður. Verðbréfamarkaðurinn vestanhafs hefur tekið stærri dýfur en árið 1929 þegar heimskreppan mikla hófst, en það er sem betur fer ekki eini mælikvarðinn sem við höfum, blessuð landframleiðslan og hagvöxturinn eru ekki algildir mælikvarðar á hagsæld fólks, og kannski verður vöxturinn hraður þegar óvissu og einangrunartímabilum lýkur. Munum að heilsan skiptir mestu máli.

Þetta er óhefðbundin krísa og hún mun kannski krefjast óhefðbundinna lausna. Vestanhafs er verið að skoða að frysta húsnæðislán og námslán, og jafnvel kynna til leiks tímabundin borgaralaun. Þökk sé forsetaframboði Andrew Yang hefur hugtakið borgaralaun verið mikið í umræðunni í fyrsta sinn síðan 1972 þegar báðir forsetaframbjóðendurnir voru að skoða útfærslur af þeim.

Stundum er talað um pólitík sem list hins mögulega. En möguleikarnir velta oftar en ekki á ímyndunarafli okkar. Þegar Bjarni Benediktsson kynnti til leiks hugtakið pólitískur ómöguleiki þá meinti hann ekki að það væri fýsískur ómöguleiki að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni, hann meinti bara að hann og samstarfsaðilum hans langaði ekki til þess. Við þurfum því ekki að festa okkur í kreddum eða naumhyggju frekar en við viljum.

Stundum er viljinn allt sem þarf. Pólitíkin er list hins mögulega ef viljinn er fyrir hendi.

Þess vegna biðla ég til stjórnmálafólks og sérfræðingana sem ráðleggja því að hugsa út fyrir boxið. Er t.d. sjálfsagt mál að húsnæðislán þurfi að hækka ef það kemur verðbólga eða eru þetta tölur ákvarðaðar af mönnum og því breytanlegar af mönnum? Er sjálfsagt mál að námslán þurfi að greiðast? Er sjálfsagt mál að leigusalar muni geta hækkað leigur? Er sjálfsagt mál að efnahagsaðgerðir þurfi að miðast að þörfum stórfyrirtækja, eða geta efnahagsaðgerðir kannski falist í hækkun barnabóta, hækkun fæðingarorlofs, hækkuðum örorkubótum, fleiri listamannalaunum, einhvers konar borgaralaunakerfi, neikvæðum persónuafslætti eða öðrum aðgerðum sem auka neysluna sem fyrirtækin þurfa til að halda velli.

Hér skrifa ég án þess að vita hversu hátt atvinnuleysið verður, hvort það verði verðbólga eða verðhjöðnun, hversu lengi Covid19 mun hrjá heimsbyggðina og hvort það verði alþjóðleg fjármálakreppa, eða bara skammvinn efnahagslægð.

Ef það er lítið annað að gera getum við nýtt tækifærið og styrkt innviði, sett fókusinn á nýsköpun og reynt að enduruppfinna hagkerfi með nýjum og fleiri stoðum. Svo gætum við líka í leiðinni ráðið hóp hundrað háskólanema til að þýða færslur af wikipedia þannig að íslenska wikipedia myndi fara úr því að vera alfræði-vefrit við hæfi smáþjóðar, yfir í að vera raunverulegur gagnabanki. Á einu sumri gætum við kortlagt almennilega sögu okkar sem þjóðar, og þýtt meirihluta færsla sem til eru á enskri tungu þannig að námsfólk og grúskarar framtíðarinnar geti flett upplýsingum upp á eigin tungumáli. Það væri góð fjárfesting í framtíð íslenskunnar, og stór hópur fólks gæti unnið þessa vinnu að heiman án þess að nokkurn tímann þurfa að leita út. Kannski myndi fólk þá árið 2097 rifja upp tímanna þegar kórónan gekk yfir og varð til þess að íslenskunni var bjargað, af því fólk hafði ekkert betra að gera.

Þetta eru vangaveltur mínar, og ég þykist vita að efnahagskerfinu yrði ekki bjargað með þessu átaki, en það bæri þó vott um metnað og hugmyndaauðgi að leita lausna úr öllum áttum og sjá tækifæri í krísunni, önnur en að lauma vegatollum framhjá almenningi sem er ekki á leiðinni eftir neinum vegum eins og er.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með."
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.
Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Fréttir

Tals­menn háð­ir Út­lend­inga­stofn­un fjár­hags­lega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, ætl­ar að biðja um út­tekt rík­is­end­ur­skoð­un­ar á tals­manna­þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en tals­menn­irn­ir eru fjár­hags­lega háð­ir Út­lend­inga­stofn­un, stofn­un­inni sem úr­skurð­ar í mál­um skjól­stæð­inga þeirra. Ung­ur mað­ur frá Venesúela lenti í því ný­ver­ið að heyra ekki frá tals­mann­in­um sín­um vik­um sam­an með þeim af­leið­ing­um að hann vissi ekki af nei­kvæð­um úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar fyrr en of seint var orð­ið að kæra úr­skurð­inn.
Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Fréttir

Dag­ur úti­lok­ar ekki þing­fram­boð – Ekk­ert skrýt­ið að um­ferð­in sé treg á morgn­ana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­ur­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.
Heimilin borguðu 22,5 milljörðum krónum meira í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins
Greining

Heim­il­in borg­uðu 22,5 millj­örð­um krón­um meira í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins

Mikl­ar vaxta­hækk­an­ir á síð­ast­liðnu ári hafa gert það að verk­um að vaxta­greiðsl­ur ís­lenskra heim­ila hafa auk­ist um 62 pró­sent. Þau borg­uðu sam­tals 59 millj­arða króna í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins 2023. Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur nú dreg­ist sam­an fimm árs­fjórð­unga í röð. Við fá­um ein­fald­lega mun minna fyr­ir pen­ing­anna okk­ar.
248 íslensk fyrirtæki hafa þegar yfirgefið íslensku krónuna
Greining

248 ís­lensk fyr­ir­tæki hafa þeg­ar yf­ir­gef­ið ís­lensku krón­una

Stór fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, hug­bún­að­ar­gerð og ferða­þjón­ustu gera ekki upp í ís­lensk­um krón­um held­ur öðr­um gjald­miðl­um. Við það geta þau feng­ið fjár­mögn­un hjá er­lend­um bönk­um á mun skap­legri kjör­um en bjóð­ast hér inn­an­lands og verða að mestu ónæm fyr­ir ís­lensk­um stýri­vaxta­hækk­un­um. Þær hækk­an­ir bíta hins veg­ar fast á minni fyr­ir­tækj­um, heim­il­um og hinu op­in­bera.
„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka
FréttirOrkumál

„Al­veg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka

Þús­und lítr­ar af heitu vatni kosta um 153 krón­ur í Ár­borg. „Og það er svip­að og verð á hálf­um lítra af gosi,“ seg­ir Sig­urð­ur Þór Har­alds­son hjá Sel­fossveit­um. Sí­fellt lengra og dýpra þurfi að sækja heitt vatn til að anna eft­ir­spurn í takti við hraða íbúa­fjölg­un. Verð­breyt­ing­ar hljóti að vera í far­vatn­inu.
Fer á puttanum um firðina
Viðtal

Fer á putt­an­um um firð­ina

Jamie Lee, sem er fædd og upp­al­in í Hong Kong, féll kylli­flöt fyr­ir Ís­landi þeg­ar hún kom hing­að í ferða­lag. Nú rek­ur hún fyr­ir­tæk­ið Fine Food Islandica sem rækt­ar belt­is­þara í Stein­gríms­firði og synd­ir stund­um út að lín­un­um til að at­huga með þara­börn­in sín.
And Björk of Course
Bíó Tvíó#243

And Björk of Cour­se

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Lárus­ar Ým­is Ósk­ars­son­ar og Bene­dikts Erl­ings­son­ar frá 2004, And Björk of Cour­se. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Milljarðar upp um skorsteininn  á okkar kostnað – eða: Mun skynsemin ráða?
Páll Hermannsson
Aðsent

Páll Hermannsson

Millj­arð­ar upp um skor­stein­inn á okk­ar kostn­að – eða: Mun skyn­sem­in ráða?

Páll Her­manns­son skoð­ar hvaða mögu­leik­ar eru í boði til að minnka þann auka­kostn­að sem los­un­ar­gjöld leggja á sigl­ing­ar gáma­skipa.
Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu
Fréttir

Gervi­greind sem­ur leiktexta fyr­ir óperu

Óperu­söngv­ar­inn og tón­skáld­ið Hrólf­ur Sæ­munds­son er á fullu um þess­ar mund­ir að semja tónlist við leiktexta gervi­greind­ar­inn­ar Chat­G­PT 4.
Greiðslubyrðin hefur rúmlega tvöfaldast á rúmum tveimur árum
Fréttir

Greiðslu­byrð­in hef­ur rúm­lega tvö­fald­ast á rúm­um tveim­ur ár­um

Lán­taki með með­al­lán á óverð­tryggð­um vöxt­um borg­ar nú að minnsta kosti um 346 þús­und krón­ur á mán­uði af því. Það er 103,5 pró­sent meira en við­kom­andi gerði fyr­ir einu ári síð­an.