Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Þegar Covid19 bjargaði íslenskunni

Þegar þessi orð eru skrifuð er enn ekki ljóst hvers eðlis efnahagskrísan sem tekur við af Covid-krísunni verður. Verðbréfamarkaðurinn vestanhafs hefur tekið stærri dýfur en árið 1929 þegar heimskreppan mikla hófst, en það er sem betur fer ekki eini mælikvarðinn sem við höfum, blessuð landframleiðslan og hagvöxturinn eru ekki algildir mælikvarðar á hagsæld fólks, og kannski verður vöxturinn hraður þegar óvissu og einangrunartímabilum lýkur. Munum að heilsan skiptir mestu máli.

Þetta er óhefðbundin krísa og hún mun kannski krefjast óhefðbundinna lausna. Vestanhafs er verið að skoða að frysta húsnæðislán og námslán, og jafnvel kynna til leiks tímabundin borgaralaun. Þökk sé forsetaframboði Andrew Yang hefur hugtakið borgaralaun verið mikið í umræðunni í fyrsta sinn síðan 1972 þegar báðir forsetaframbjóðendurnir voru að skoða útfærslur af þeim.

Stundum er talað um pólitík sem list hins mögulega. En möguleikarnir velta oftar en ekki á ímyndunarafli okkar. Þegar Bjarni Benediktsson kynnti til leiks hugtakið pólitískur ómöguleiki þá meinti hann ekki að það væri fýsískur ómöguleiki að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni, hann meinti bara að hann og samstarfsaðilum hans langaði ekki til þess. Við þurfum því ekki að festa okkur í kreddum eða naumhyggju frekar en við viljum.

Stundum er viljinn allt sem þarf. Pólitíkin er list hins mögulega ef viljinn er fyrir hendi.

Þess vegna biðla ég til stjórnmálafólks og sérfræðingana sem ráðleggja því að hugsa út fyrir boxið. Er t.d. sjálfsagt mál að húsnæðislán þurfi að hækka ef það kemur verðbólga eða eru þetta tölur ákvarðaðar af mönnum og því breytanlegar af mönnum? Er sjálfsagt mál að námslán þurfi að greiðast? Er sjálfsagt mál að leigusalar muni geta hækkað leigur? Er sjálfsagt mál að efnahagsaðgerðir þurfi að miðast að þörfum stórfyrirtækja, eða geta efnahagsaðgerðir kannski falist í hækkun barnabóta, hækkun fæðingarorlofs, hækkuðum örorkubótum, fleiri listamannalaunum, einhvers konar borgaralaunakerfi, neikvæðum persónuafslætti eða öðrum aðgerðum sem auka neysluna sem fyrirtækin þurfa til að halda velli.

Hér skrifa ég án þess að vita hversu hátt atvinnuleysið verður, hvort það verði verðbólga eða verðhjöðnun, hversu lengi Covid19 mun hrjá heimsbyggðina og hvort það verði alþjóðleg fjármálakreppa, eða bara skammvinn efnahagslægð.

Ef það er lítið annað að gera getum við nýtt tækifærið og styrkt innviði, sett fókusinn á nýsköpun og reynt að enduruppfinna hagkerfi með nýjum og fleiri stoðum. Svo gætum við líka í leiðinni ráðið hóp hundrað háskólanema til að þýða færslur af wikipedia þannig að íslenska wikipedia myndi fara úr því að vera alfræði-vefrit við hæfi smáþjóðar, yfir í að vera raunverulegur gagnabanki. Á einu sumri gætum við kortlagt almennilega sögu okkar sem þjóðar, og þýtt meirihluta færsla sem til eru á enskri tungu þannig að námsfólk og grúskarar framtíðarinnar geti flett upplýsingum upp á eigin tungumáli. Það væri góð fjárfesting í framtíð íslenskunnar, og stór hópur fólks gæti unnið þessa vinnu að heiman án þess að nokkurn tímann þurfa að leita út. Kannski myndi fólk þá árið 2097 rifja upp tímanna þegar kórónan gekk yfir og varð til þess að íslenskunni var bjargað, af því fólk hafði ekkert betra að gera.

Þetta eru vangaveltur mínar, og ég þykist vita að efnahagskerfinu yrði ekki bjargað með þessu átaki, en það bæri þó vott um metnað og hugmyndaauðgi að leita lausna úr öllum áttum og sjá tækifæri í krísunni, önnur en að lauma vegatollum framhjá almenningi sem er ekki á leiðinni eftir neinum vegum eins og er.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Heimildin í vikulega útgáfu
Fréttir

Heim­ild­in í viku­lega út­gáfu

Frá og með 21. apríl kem­ur prentút­gáfa Heim­ild­ar­inn­ar út viku­lega.
Héraðsdómur neitar að afhenda dóminn
Fréttir

Hér­aðs­dóm­ur neit­ar að af­henda dóm­inn

Bæði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur og embætti rík­is­lög­manns neita að af­henda dóm­inn í máli Jó­hanns Guð­munds­son­ar. Hann starf­aði sem skrif­stofu­stjóri í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og lét fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi um sumar­ið en var sagt upp í kjöl­far­ið og kærð­ur til lög­reglu.
Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Fréttir

Tóm­ar rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins – „Mér líð­ur hörmu­lega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.
Segir nýja fjármálaáætlun geyma engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða
Fréttir

Seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un geyma eng­ar raun­veru­leg­ar að­gerð­ir til að hagræða

Þing­mað­ur Við­reisn­ar gagn­rýndi fimm ára fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi í dag á með­an þing­mað­ur Vinstri grænna mærði hana og sagði að í áætl­un­inni væri með skýr­um hætti for­gangsrað­að í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins þar sem ekki væri gerð að­haldskrafa.
Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum
Fréttir

Frétta­blað­ið hætt­ir að koma út og Hring­braut hætt­ir út­send­ing­um

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.
Mölunarverksmiðjan í Þorlákshöfn yrði allt að 60 metrar á hæð
Fréttir

Möl­un­ar­verk­smiðj­an í Þor­láks­höfn yrði allt að 60 metr­ar á hæð

Sex til tíu síló sem rúma 4.000 tonn hvert yrðu reist við möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg í Þor­láks­höfn ef af fram­kvæmd­inni verð­ur. Tvær stað­setn­ing­ar eru reif­að­ar í nýrri matsáætl­un fram­kvæmd­ar­inn­ar, önn­ur við höfn­ina og skammt frá íbúa­byggð en hin fjær byggð þar sem byggja þyrfti höfn.
Grínið orðið að veruleika
ViðtalAllt af létta

Grín­ið orð­ið að veru­leika

Bríet Blær Jó­hanns­dótt­ir grín­að­ist með það við vin­kon­ur sín­ar eft­ir að hún skráði sig á bið­lista fyr­ir kyn­leið­rétt­ing­ar­að­gerð að bið­list­inn væri ör­ugg­lega svo lang­ur að hún kæm­ist ekki í að­gerð­ina fyrr en hún yrði þrí­tug. Hún var nýorð­in 26 ára þeg­ar hún skráði sig og verð­ur 29 ára á þessu ári. „Grín­ið er orð­ið að veru­leika,“ seg­ir hún.
Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Fréttir

Ásmund­ur: Ástand­ið á Suð­ur­nesj­um að verða „ógn­væn­legt og óbæri­legt“ vegna fjölda hæl­is­leit­enda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.
Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins
Fréttir

Hall­dór Benja­mín hætt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son sem hef­ur stað­ið í ströngu í kjara­bar­átt­unni að und­an­förnu hef­ur ákveð­ið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í sum­ar hef­ur hann störf sem for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags.
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson
Aðsent

Kjartan Páll Sveinsson

Lísa í Sjáv­ar­út­vegslandi

Kjart­an Páll Sveins­son seg­ir að þau sem reyna að fylgj­ast með stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegs­mál­um á Ís­landi þessi miss­er­in tengi ef­laust við raun­ir Lísu í Undralandi þar sem ekk­ert var sem sýnd­ist.
Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Greining

Áfram­hald­andi halli, mild­ur hval­reka­skatt­ur, banka­sala og lít­ið að­hald

Fimm ára fjár­mála­áætl­un er ætl­að að hjálpa til við að berja nið­ur verð­bólgu og slá á þenslu. Þar eru boð­að­ar skatta­hækk­an­ir, sem sum­ar eru út­færð­ar og aðr­ar alls ekki, að­halds­að­gerð­ir og eigna­sala. Heim­ild­in greindi það helsta sem er að finna í áætl­un­inni.
BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Fréttir

BSRB-fé­lög und­ir­rita kjara­samn­inga til eins árs

Fjór­tán að­ild­ar­fé­lög BSRB, sam­tals með um fjór­tán þús­und fé­lags­menn, hafa náð sam­komu­lagi um gerð skamm­tíma­kjara­samn­inga við rík­ið og Reykja­vík­ur­borg. At­kvæða­greiðslu um samn­ing­ana mun ljúka 14. apríl.
Loka auglýsingu