Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).

Hin raun­veru­lega stjórn­ar­skrá Ís­lands

Það var kom­inn tími á að ein­hver birti hina óskráðu stjórn­ar­skrá, þessa sem við höf­um í raun og mun­um aldrei losna við. I. 1. Ís­land er lýð­veldi með ráð­herra­bund­inni stjórn. 2. Ráðu­neyti og sam­tök at­vinnu­lífs­ins fara með lög­gjaf­ar­vald­ið. Ráð­herr­ar ráða (fram­kvæmd­ar­vald­ið). Dóm­end­ur fara með dómsvald­ið og dæma í hag þess sem greið­ir hærri upp­hæð fyr­ir lög­fræði­þjón­ustu. 3. A)For­seti Ís­lands skal...
Selurinn Snorri-minningargrein

Sel­ur­inn Snorri-minn­ing­ar­grein

Sel­ur­inn Snorri er all­ur. Það er ekki Sel­ur­inn Snorri í allegór­ísku barna­bók­inni sem hvatti til við­náms gegn nas­ist­um og var bönn­uð í Nor­egi. Sú bók lif­ir enn góðu lífi. Ég er að skrifa um sel­inn Snorra sem bjó í Hús­dýra­garð­in­um og sem ég man glögg­lega eft­ir að heim­sækja þeg­ar ég var í barna­skóla. Í sels­ár­um og manns­ár­um vor­um við senni­lega...

Skáld­skap­ur

Ef skáld­skap­ur­inn er sann­ur þá verð­ur hið skáld­aða að sann­leik. En hvað verð­ur þá um sann­leik­ann? Verð­ur hann að skáld­skap?   Ég þekkti einu sinni höf­und sem vildi skrifa um allt í heim­in­um. Þetta hljóm­ar eins og verk­efni af stærð­ar­gráðu sem mað­ur les ein­ung­is um í smá­sög­um eft­ir Bor­ges, en skáld­inu var ólíkt arg­entínska bóka­verð­in­um, al­gjör al­vara. Það ætl­aði sér...
Pírati í Prag ögrar Peking

Pírati í Prag ögr­ar Pek­ing

Þeir eru orð­ið ekki marg­ir sem þora að öðra drek­an­um í austri. Þess vegna vakti það at­hygli mína um dag­inn þeg­ar borg­ar­stjórn Prag ákvað að bjóða Kína birg­inn og slíta vináttu­samn­ing milli Prag og Beij­ing til þess að sýna Taiw­an og Hong Kong-bú­um sam­stöðu. Þetta er svo sjald­gæft orð­ið að það minn­ir helst á sög­urn­ar um Ást­rík og Stein­rík...

Vegatoll­ar í um­boði hverra?

Í síð­ustu kosn­ing­um lof­uðu all­ir flokk­ar því að ekki yrðu sett­ir á vega­gjöld. Nei, sagði nú­ver­andi sam­göngu­ráð­herra, nei, sögðu öll þing­manna­efni suð­ur­lands, og nei, sögðu hér um bil all­ir póli­tík­us­ar sem voru spurð­ir. Í ljósi þess að eng­in háði kosn­inga­bar­áttu sem gekk út á að fjár­magna sam­göngu­bæt­ur með vegatoll­um mætti hæg­lega spyrja sig hvort ein­hver hafi um­boð til að gera...

Ís­lenskt in­terrail

Í fyrra til­kynnti evr­ópu­sam­band­ið að það hyggð­ist gefa ung­menn­um ókeyp­is lest­ar­ferð­ir til að heim­sækja heims­álf­una. Hér er link­ur um það. Nú þeg­ar er til­tölu­lega ódýrt að kom­ast milli staða í Evr­ópu­sam­band­inu og ná­granna­lönd­um þess. Það eru mögu­leik­ar á ódýr­um rútumið­um og in­terrail-pass­inn sem ESB var nú þeg­ar góð leið til að heim­sækja marga staði ódýrt. En ung­menni sem eru...

Þau senda ekki sína bestu

Þeg­ar Banda­rík­in senda vara­for­seta sína hing­að þá senda þau ekki sína bestu. Þeir eru ekki að senda þig. Þeir eru ekki að senda þig. Þau eru að senda fólk með vanda­mál og þau taka vanda­mál­in sín með sér. Þau koma með stríð, þau koma með for­dóma, þau koma trú­arofsa. Og sum, geri ég ráð fyr­ir eru góð­ar mann­eskj­ur. Mike Pence...

Póli­tískt hæli fyr­ir öku­þóra

Fyr­ir um mán­uði síð­an kom upp hneykslis­mál í Nor­egi. Þing­kona hafði of­rukk­að fyr­ir ferða­kostn­að. "Við höf­um skoð­að þetta al­var­lega mál. Við biðj­um nú lög­regl­una um að hefja rann­sókn til að fá á hreint hvað hef­ur gerst. Við vilj­um líka fá að vita hvort þetta sé refsi­vert, sagði Mari­anne Andreassen for­stöðu­kona í stjórn­sýslu­deild norska Stór­þings­ins." Ástæð­an var sú að rök­studd­ur...

Frjáls­ir ein­stak­ling­ar, Frjáls­ir lík­am­ar

Frelsi, frelsi, frelsi. Eitt orð, marg­ar merk­ing­ar. Sum­ir vilja meina að mað­ur­inn sé frjáls til að fjár­festa í vopna­fram­leiðslu-fyr­ir­tækj­um, en ekki frjáls til að kaupa sér bjór eft­ir klukk­an sex á kvöld­in. Að hann sé frjáls til að reka manssals­hringi svo lengi sem hann kalli þá starfs­manna­leig­ur, en ekki frjáls til að sækja um at­vinnu ef hann er flótta­mað­ur. Stund­um...

Galdra­menn­irn­ir þrír

Einu sinni var galdra­mað­ur sem stýrði ríki með harðri hendi. Stór og mik­ill turn hans gnæfði yf­ir land­ið og það­an sá galdra­mað­ur­inn allt sem gerð­ist í rík­inu. Sá hæng­ur var þó á að galdra­mað­ur­inn sá ein­ung­is þá hluti sem gerð­ust í rign­ingu eða þoku. Þess­vegna varð þetta ríki þekkt sem Regn­landi, því það rigndi nærri alla daga með stöð­ug­um flóð­um,...
Markaðsbrestirnir í miðborginni

Mark­aðs­brest­irn­ir í mið­borg­inni

Það var einu sinni torg. Hjarta­torg. Og það má segja að í stutt­an tíma, með­an það var til hafi það ver­ið hjart­að í borg­inni. (Ólíkt flug­vell­in­um í Vatns­mýr­inni sem er í þess­ari lík­ingu senni­lega bólgni botn­lang­inn). Saga mið­borg­ar Reykja­vík­ur síð­ustu ár hef­ur ver­ið saga mik­ill­ar upp­bygg­ing­ar. Túrism­inn hef­ur breytt bæn­um til hins betra. Það er núna líf á Lauga­veg­in­um jafn­vel...

Ís­land án þræla­halds 2019?

Það er eng­in refs­ing og eng­in við­ur­lög við launa­þjófn­aði. Þetta kom fram í máli Við­ars Þor­steins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Efl­ing­ar, í sam­tali við frétta­stofu RÚV um dag­inn. Í sjálfu sér eru þetta ekki nýj­ar frétt­ir. All­ir þing­menn sem sitja í at­vinnu­vega­nefnd eins og ég gerði þeg­ar ég kom inn sem vara­mað­ur í októ­ber síð­ast­liðn­um eru full­kom­lega með­vit­að­ir um þessa hluti, því...
Tepran sem stal byltingunni

Tepr­an sem stal bylt­ing­unni

Það krafð­ist ef­laust mik­ils hug­rekk­is að við­ur­kenna að mynd­in sem hékk á veggn­um inn á vinnu­staðn­um olli manni óþæg­ind­um. Ef­laust gerðu sum­ir grín að mann­eskj­unni sem ját­aði að sér þætti þetta verk ekki við hæfi þarna. En það er allt í lagi. Sum­ir hafa tek­ið þenn­an slag yf­ir klám-daga­töl­um, aðr­ir vegna mál­verka með eró­tísk­um und­ir­tón­um.  Nú eru marg­ir bún­ir að...

Katrín Macron

Fyr­ir ör­stuttu síð­an var ný­kjör­inn for­seti Frakka, Emm­anu­el Macron, bjarg­vætt­ur­inn frá brjál­uðu hægri-po­púl­ist­un­um, víð­sýnn og sann­gjarn nú­tíma­mað­ur, vin­sæl­asti stjórn­mála­mað­ur Frakk­lands. Nú hafa götu­mót­mæli og óeirð­ir gulu vest­anna nið­ur­lægt hann og Macron er óvin­sæl­asti for­seti í sögu Frakk­lands. (Met sem for­veri hans Franco­is Hollande hafði áð­ur í skoð­ana­könn­un­um, og for­veri hans þar á und­an Nicolas Sar­kozy, allt eins kjör­tíma­bils for­set­ar). Að...
Þegar forsetinn keypti krakk!

Þeg­ar for­set­inn keypti krakk!

Nokkr­ir les­end­ur og vin­ir hafa haft sam­band og spurt mig hvort ég vilji ekki skrifa minn­ing­ar­grein um Geor­ge H. W. Bush í svip­uð­um anda og pist­ill­inn sem ég lét frá mér um John McCain. Eng­inn pist­ill hjá mér hef­ur ver­ið jafn­heitt elsk­að­ur og jafn­heitt hat­að­ur, og ég hef gam­an af því að vekja upp sterk til­finn­inga­leg við­brögð, en að þessu...
Sex þingmenn ganga inn á bar

Sex þing­menn ganga inn á bar

Sex þing­menn ganga inn á bar. Hljóm­ar næst­um eins og byrj­un á brand­ara. Nema að í brand­ar­an­um þá væru þetta þrír þing­menn og einn þeirra frá Hafnar­firði, svo gleym­ið því. Sex rík­is­starfs­menn sett­ust á klaust­ur­bar á vinnu­tíma og byrj­uðu að baktala sam­starfs­fólk sitt. Klúrt orð­bragð eins og húrr­andi klikk­að­ar hór­ur, hel­vít­is tík­ur og ým­is­legt fékk að fljúga, að­al­lega í átt...

Mest lesið undanfarið ár

 • Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
  1
  Eigin Konur#71

  Lýs­ir and­legu of­beldi fyrr­ver­andi sem hót­aði að dreifa nekt­ar­mynd­um

  Edda Pét­urs­dótt­ir grein­ir frá and­legu of­beldi í kjöl­far sam­bands­slita þar sem hún sætti stöð­ugu áreiti frá fyrr­ver­andi kær­asta sín­um. Á fyrsta ár­inu eft­ir sam­bands­slit­in bár­ust henni fjölda tölvu­pósta og smá­skila­boða frá mann­in­um þar sem hann ým­ist lof­aði hana eða rakk­aði nið­ur, krafð­ist við­ur­kenn­ing­ar á því að hún hefði ekki ver­ið heið­ar­leg í sam­band­inu og hót­aði að birta kyn­ferð­is­leg­ar mynd­ir og mynd­bönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræð­ir um reynslu sína í hlað­varps­þætt­in­um Eig­in Kon­ur í um­sjón Eddu Falak og í sam­tali við Stund­ina. Hlað­varps­þætt­irn­ir Eig­in Kon­ur verða fram­veg­is birt­ir á vef Stund­ar­inn­ar og lok­að­ir þætt­ir verða opn­ir áskrif­end­um Stund­ar­inn­ar.
 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  2
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
  3
  Fréttir

  Ótt­að­ist fyrr­ver­andi kær­asta í tæp­an ára­tug

  Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  4
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  5
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  6
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  7
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  8
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  9
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
  10
  Fréttir

  Kári svar­ar færslu Eddu um vændis­kaup­anda: „Ekki ver­ið að tala um mig“

  Kári Stef­áns­son seg­ist ekki vera mað­ur­inn sem Edda Falak vís­ar til sem vændis­kaup­anda, en seg­ist vera með tár­um yf­ir því hvernig kom­ið sé fyr­ir SÁÁ. Hann hafi ákveð­ið að hætta í stjórn sam­tak­anna vegna að­drótt­ana í sinn garð. Edda seg­ist hafa svar­að SÁÁ í hálf­kær­ingi, enda skuldi hún eng­um svör.