Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).
Það var kominn tími á að einhver birti hina óskráðu stjórnarskrá, þessa sem við höfum í raun og munum aldrei losna við. I. 1. Ísland er lýðveldi með ráðherrabundinni stjórn. 2. Ráðuneyti og samtök atvinnulífsins fara með löggjafarvaldið. Ráðherrar ráða (framkvæmdarvaldið). Dómendur fara með dómsvaldið og dæma í hag þess sem greiðir hærri upphæð fyrir lögfræðiþjónustu. 3. A)Forseti Íslands skal...
Selurinn Snorri-minningargrein
Selurinn Snorri er allur. Það er ekki Selurinn Snorri í allegórísku barnabókinni sem hvatti til viðnáms gegn nasistum og var bönnuð í Noregi. Sú bók lifir enn góðu lífi. Ég er að skrifa um selinn Snorra sem bjó í Húsdýragarðinum og sem ég man glögglega eftir að heimsækja þegar ég var í barnaskóla. Í selsárum og mannsárum vorum við sennilega...
Skáldskapur
Ef skáldskapurinn er sannur þá verður hið skáldaða að sannleik. En hvað verður þá um sannleikann? Verður hann að skáldskap? Ég þekkti einu sinni höfund sem vildi skrifa um allt í heiminum. Þetta hljómar eins og verkefni af stærðargráðu sem maður les einungis um í smásögum eftir Borges, en skáldinu var ólíkt argentínska bókaverðinum, algjör alvara. Það ætlaði sér...
Pírati í Prag ögrar Peking
Þeir eru orðið ekki margir sem þora að öðra drekanum í austri. Þess vegna vakti það athygli mína um daginn þegar borgarstjórn Prag ákvað að bjóða Kína birginn og slíta vináttusamning milli Prag og Beijing til þess að sýna Taiwan og Hong Kong-búum samstöðu. Þetta er svo sjaldgæft orðið að það minnir helst á sögurnar um Ástrík og Steinrík...
Vegatollar í umboði hverra?
Í síðustu kosningum lofuðu allir flokkar því að ekki yrðu settir á vegagjöld. Nei, sagði núverandi samgönguráðherra, nei, sögðu öll þingmannaefni suðurlands, og nei, sögðu hér um bil allir pólitíkusar sem voru spurðir. Í ljósi þess að engin háði kosningabaráttu sem gekk út á að fjármagna samgöngubætur með vegatollum mætti hæglega spyrja sig hvort einhver hafi umboð til að gera...
Íslenskt interrail
Í fyrra tilkynnti evrópusambandið að það hyggðist gefa ungmennum ókeypis lestarferðir til að heimsækja heimsálfuna. Hér er linkur um það. Nú þegar er tiltölulega ódýrt að komast milli staða í Evrópusambandinu og nágrannalöndum þess. Það eru möguleikar á ódýrum rútumiðum og interrail-passinn sem ESB var nú þegar góð leið til að heimsækja marga staði ódýrt. En ungmenni sem eru...
Þau senda ekki sína bestu
Þegar Bandaríkin senda varaforseta sína hingað þá senda þau ekki sína bestu. Þeir eru ekki að senda þig. Þeir eru ekki að senda þig. Þau eru að senda fólk með vandamál og þau taka vandamálin sín með sér. Þau koma með stríð, þau koma með fordóma, þau koma trúarofsa. Og sum, geri ég ráð fyrir eru góðar manneskjur. Mike Pence...
Pólitískt hæli fyrir ökuþóra
Fyrir um mánuði síðan kom upp hneykslismál í Noregi. Þingkona hafði ofrukkað fyrir ferðakostnað. "Við höfum skoðað þetta alvarlega mál. Við biðjum nú lögregluna um að hefja rannsókn til að fá á hreint hvað hefur gerst. Við viljum líka fá að vita hvort þetta sé refsivert, sagði Marianne Andreassen forstöðukona í stjórnsýsludeild norska Stórþingsins." Ástæðan var sú að rökstuddur...
Frjálsir einstaklingar, Frjálsir líkamar
Frelsi, frelsi, frelsi. Eitt orð, margar merkingar. Sumir vilja meina að maðurinn sé frjáls til að fjárfesta í vopnaframleiðslu-fyrirtækjum, en ekki frjáls til að kaupa sér bjór eftir klukkan sex á kvöldin. Að hann sé frjáls til að reka manssalshringi svo lengi sem hann kalli þá starfsmannaleigur, en ekki frjáls til að sækja um atvinnu ef hann er flóttamaður. Stundum...
Galdramennirnir þrír
Einu sinni var galdramaður sem stýrði ríki með harðri hendi. Stór og mikill turn hans gnæfði yfir landið og þaðan sá galdramaðurinn allt sem gerðist í ríkinu. Sá hængur var þó á að galdramaðurinn sá einungis þá hluti sem gerðust í rigningu eða þoku. Þessvegna varð þetta ríki þekkt sem Regnlandi, því það rigndi nærri alla daga með stöðugum flóðum,...
Markaðsbrestirnir í miðborginni
Það var einu sinni torg. Hjartatorg. Og það má segja að í stuttan tíma, meðan það var til hafi það verið hjartað í borginni. (Ólíkt flugvellinum í Vatnsmýrinni sem er í þessari líkingu sennilega bólgni botnlanginn). Saga miðborgar Reykjavíkur síðustu ár hefur verið saga mikillar uppbyggingar. Túrisminn hefur breytt bænum til hins betra. Það er núna líf á Laugaveginum jafnvel...
Ísland án þrælahalds 2019?
Það er engin refsing og engin viðurlög við launaþjófnaði. Þetta kom fram í máli Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, í samtali við fréttastofu RÚV um daginn. Í sjálfu sér eru þetta ekki nýjar fréttir. Allir þingmenn sem sitja í atvinnuveganefnd eins og ég gerði þegar ég kom inn sem varamaður í október síðastliðnum eru fullkomlega meðvitaðir um þessa hluti, því...
Tepran sem stal byltingunni
Það krafðist eflaust mikils hugrekkis að viðurkenna að myndin sem hékk á veggnum inn á vinnustaðnum olli manni óþægindum. Eflaust gerðu sumir grín að manneskjunni sem játaði að sér þætti þetta verk ekki við hæfi þarna. En það er allt í lagi. Sumir hafa tekið þennan slag yfir klám-dagatölum, aðrir vegna málverka með erótískum undirtónum. Nú eru margir búnir að...
Katrín Macron
Fyrir örstuttu síðan var nýkjörinn forseti Frakka, Emmanuel Macron, bjargvætturinn frá brjáluðu hægri-popúlistunum, víðsýnn og sanngjarn nútímamaður, vinsælasti stjórnmálamaður Frakklands. Nú hafa götumótmæli og óeirðir gulu vestanna niðurlægt hann og Macron er óvinsælasti forseti í sögu Frakklands. (Met sem forveri hans Francois Hollande hafði áður í skoðanakönnunum, og forveri hans þar á undan Nicolas Sarkozy, allt eins kjörtímabils forsetar). Að...
Þegar forsetinn keypti krakk!
Nokkrir lesendur og vinir hafa haft samband og spurt mig hvort ég vilji ekki skrifa minningargrein um George H. W. Bush í svipuðum anda og pistillinn sem ég lét frá mér um John McCain. Enginn pistill hjá mér hefur verið jafnheitt elskaður og jafnheitt hataður, og ég hef gaman af því að vekja upp sterk tilfinningaleg viðbrögð, en að þessu...
Sex þingmenn ganga inn á bar
Sex þingmenn ganga inn á bar. Hljómar næstum eins og byrjun á brandara. Nema að í brandaranum þá væru þetta þrír þingmenn og einn þeirra frá Hafnarfirði, svo gleymið því. Sex ríkisstarfsmenn settust á klausturbar á vinnutíma og byrjuðu að baktala samstarfsfólk sitt. Klúrt orðbragð eins og húrrandi klikkaðar hórur, helvítis tíkur og ýmislegt fékk að fljúga, aðallega í átt...
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.