Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands

Það var kominn tími á að einhver birti hina óskráðu stjórnarskrá, þessa sem við höfum í raun og munum aldrei losna við.

I.

1. Ísland er lýðveldi með ráðherrabundinni stjórn.

2. Ráðuneyti og samtök atvinnulífsins fara með löggjafarvaldið. Ráðherrar ráða (framkvæmdarvaldið). Dómendur fara með dómsvaldið og dæma í hag þess sem greiðir hærri upphæð fyrir lögfræðiþjónustu.

3.

A)Forseti Íslands skal þjóðkjörinn og ekki skipta máli. Hann má einnig kalla ígildi danadrottningar.
B)Túlki maður stjórnarskrá þessa á aðra vegu má skilja sem svo að forseti skipti öllu máli og ráði sem mestu. Það fer eftir forseta.

4. Kjörgengur til forseta Íslands er einhver týpa sem engan móðgar og hljómar gáfulega.

5. Þingmenn, ráðherrar og embættismenn eru með öllu ábyrgðarlausir á stjórnarathöfnum.

II.

6.
A)Á Íslandi ríkir málfrelsi nema það móðgi einhvern, særi einhvern, einhver tapi pening á því eða það sé þriðjudagur.
B)Dómsvaldinu er heimilt að líta svo á að bendi einhver á glæp geti það verið alvarlegra en að fremja glæpinn, birti blaðamenn frétt um glæpinn ber dómsvaldinu að refsa til fullnustu. Dagblöð njóta engrar verndar gagnvart lögbanni og blaðamenn njóta aldrei vafans birti þeir eitthvað. Blaðamenn bera ábyrgð á stjórnarathöfnum öllum.
C)Fjölmiðlanefnd skal úrskurða um hvað telst fjölmiðlun.

7. Auðlindir Íslands skulu vera í eigu fámennrar klíku manna sem sóttu sjóinn um 1980, og afkomenda þeirra um alla tíð. Veðsetja, framselja og eyðileggja má auðlindir að vild.

8. Fossar Íslands eru ætlaðir til að græða á. Komi ekki yfir þúsund ferðamenn að skoða fossa skal virkja þá erlendum auðhring til hagsbóta, ellegar girða af og selja laxveiðiréttindi.

9. Á Íslandi skal vera þjóðkirkja og skal ríkið greiða þeim leigu fyrir jarðir hennar sem kirkjan ákveður sjálf.

10. Óheimilt er að spyrja hvað þjóðkirkjan á og á ekki.

11. Öll löggjöf er varðar nútímaleg fyrirbrigði skal vera í höndum evrópskra sérfræðinga í Brussel og/eða lobbýista á meginlandi Evrópu.

12. Lögmynt á Íslandi er íslensk króna nema þú eigir pening, en þá hefurðu réttinn til að stofna aflandsfélag í suðurhafseyjum.

13. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekkert vægi nema um Reykjavíkurflugvöll sé að ræða.

III.

14. Á alþingi skulu kjörnir 63 velstæðir Íslendingar sem teljast óhæfir til annarra starfa. Kosning skal vera leynileg en án viðunandi öryggisstaðla.

15. Kosningarétt hafa allir Íslendingar yfir átján ára aldri, þó skulu íbúar Reykjavíkur hafa hálfan kjörseðil á við aðra Íslendinga.

16. Við upphaf hvers þingárs skal ungur sjálfstæðisþingmaður leggja fram frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á áfengi.

17. Alþingi er friðheilagt. Enginn skal raska frið þess, helgi, dagpeningum, aksturspeningum eða þriggja mánaða sumarleyfi.

IV.

18. Á Íslandi ríkir trúfrelsi. Þó er fólki ekki heimilt að hafa trú sína í friði fyrir yfirvaldinu og skulu þegnar landsins tilkynna yfirvaldinu um hana svo ríkið geti greitt trúfélögum samkvæmt lögum um trúarkvóta.

19. A) Á Íslandi eiga allir réttinn á menntun og heilbrigðisþjónustu. ATH. að ekki eru komugjöld, skráningargjöld, lyfjakostnaður, legugjald eða önnur gjöld innifalinn í annars ókeypis þjónustu.
B) Legu landspítalans má aldrei breyta óháð því hvernig borgarlandslagið þróast.

20. Engan má svipta frelsi, pynta eða niðurlægja án dóms og laga, nema viðkomandi þjáist af geðsjúkdóm, sé fátækur eða af erlendu bergi brotinn.

21. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs. ATH. símafyrirtæki, tölvuframleiðendur og samfélagsmiðlar njóta undanþágu og heimildar til að njósna um fólk að vild.

22. Allir eiga rétt á að stunda þá atvinnu sem þeir vilja nema almenningsálit snúist gegn þeirri grein, en þá má setja lög sem hefta það.

V.

23. Þessari stjórnarskrá má eigi breyta, en þurfirðu þess endilega skal alþingi Íslendinga í nánu samráði við eigendur sjávarútvegsauðlinda tefja fyrir annars langdregnu ferli. Ljúki því ferli einhvern tímann skal Alþingi Íslendinga kjósa um stjórnarskrárbreytingar, síðan skal halda þingkosningar og næsta þing skal samþykkja þær breytingar og gangi þér vel með það.

VI

24. Sá frekasti skal ráða.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.
Verkföllin farin að hafa töluverð áhrif
Allt af létta

Verk­föll­in far­in að hafa tölu­verð áhrif

Kjara­deila BSRB-fé­laga hring­inn í kring­um land­ið og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur ver­ið í hörð­um hnút, þó mál hafi þokast áfram í vik­unni. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir stend­ur í stafni hjá BSRB.
Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“
FréttirFernurnar brenna

Guð­laug­ur Þór: „Ég lít á þessa um­fjöll­un mjög al­var­leg­um aug­um“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra mun kalla for­svars­menn Sorpu og Úr­vinnslu­sjóðs á fund eft­ir helgi vegna frétt­ar Heim­ild­ar­inn­ar um skort á end­ur­vinnslu á fern­um.
Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Fréttir

Hafn­ar sáttaum­leit­un­um Sam­herja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.
Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023