Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
Tilfinningaþrungið andrúmsloft í Brussel

Það er tilfinningaþrungin stemning í Brussel þennan föstudaginn langa. Myndirnar sem eiginkona mín, Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson, tók rétt í þessu tala sínu máli. Þær eru teknar fyrir framan Beurs-höllina í miðbæ Brussel þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna er minnst af syrgjendum, sem eru umkringdir af sjónvarpsfólki og ljósmyndurum frá öllum hliðum.
Athugasemdir