Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Orkubloggið kvatt

Orkubloggið kvatt

Í dag tilkynnti orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson að hann hyggðist hætta að blogga um orkumál á Íslandi.

Hann skrifar:

Það er engu að síður svo að ég hef orðið sífellt meira var við það að bæði í orkugeiranum hér, fjármálageiranum og víðar þrífst víða mikil undirgefni gagnvart Norðuráli og öðrum stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa. Enda eru þessi útlendu stóriðjufyrirtæki með mikla veltu og kaupa hér margvíslega þjónustu. Og það eitt og sér skapar þeim völd. Hvað viðvíkur mér, þá er þarna um að ræða þvílíka yfirburðarstöðu að einstaklingur getur ekki til lengdar verið í því hlutverki að upplýsa um hið sanna um viðskiptaumhverfi og starfsaðferðir þessara fyrirtækja.

Í tilefni af ákvörðun hans, sem Kjarninn fjallar nánar um hér ætla ég að rifja upp nokkur gullkorn af orkublogginu, sem var að leggja upp laupana. Það verður að segjast eins og er að það er frekar skítt að þegar álverin geti ekki mútað fólki með verkefnum þá reyni það að skemma fyrir því með því að hóta samstarfsfólki

Frá mikilvægi réttra og hlutlausra upplýsinga, þriðja mars 2016.

Hið rétta í málinu er að flest bendir til þess að meðalverð á raforku til álvera hér er og hefur um langt skeið almennt verið töluvert undir heimsmeðaltali. Og það var rangt eða a.m.k. mjög villandi hjá Hagfræðistofnun að segja að orkuverðið hér „virðist því vera á sama bili og annars staðar að jafnaði“Þetta var auðvitað miður, því réttar og hlutlausar upplýsingar eru ákaflega mikilvægar. Við getum svo spurt okkur af hverju það var svo lengi almennur skilningur á Íslandi, að meðalverð á raforkunni hér til álvera væri alls ekki lágt?

Frá: þó fyrr hefði verið, 29 apríl 2008.

En þegar kom að hugmyndum um fulla aðild Íslands að EB var viðkvæði andstæðinganna oftast að það mætti ekki, því þá myndum við ekki lengur ráða yfir fiskimiðunum. Þetta var hræðsluáróður - um þetta var í raun engin vissa. Og niðurstaðan hefði einfaldlega eingöngu fengist með samningaviðræðum. En það mátti ekki skoða málið.

Frá: Hr. Álver og bert fólk, um álverið í Helguvík, sjötta júní 2008.

Aftur á móti hef ég ekki neinstaðar séð staðfestingu þess efnis að álverið hafi þann losunarkvóta, sem það hlýtur að þurfa. Hafa stjórnvöld yfir slíkum kvóta að ráða? Og ef svo er; ætla þau þá að gefa þessu ágæta fyriræki kvótann? Nei - þau hljóta að selja þeim kvótann. I presume. Eins og þau ætla að láta bifreiðanotendur greiða fyrir sína kolefnislosun. 

Um uppgang vindorku á Norðurlöndunum frá því í seinustu viku.

Uppbygging í vindorku hefur verið nokkuð hröð í Noregi síðustu árin. Og nú er svo komið að Norðmenn framleiða um 2,5 TWst af raforku með þessum hætti árlega. Það er ámóta eins og helmingurinn af allri raforkuframleiðslu Kárahnjúkavirkjunar (sem er langstærsta virkjun á Íslandi). Til samanburðar er einnig áhugavert að þetta er miklu meiri raforka en HS Orka framleiðir. Og jafngildir um 3/4 af allri raforkuframleiðslu ON/OR. Norsk vindorka er því sannarlega umtalsverð, þó svo hún sé einungis lítið hlutfall af allri raforkuframleiðslu í Noregi.

Og smá frá þeim tækifærum sem blasa við norsku Landsvirkjun þegar sú stofnun losnar úr núgildandi orkusamningum við stóriðju. Frábært tækifæri Statkraft frá Febrúar síðastliðnum.

Þessir samningar hafa hentað Statkraft prýðilega, þ.e. tryggt fyrirtækinu góðar stöðugar tekjur. En á móti kemur að þessir stóriðjusamningar halda aftur af arðsemi Statkraft. Mögulega verður endursamið um eitthvað af þessari orku við stóriðju - á hærra verði en verið hefur. En svo er líka mögulegt að talsvert af þessari orku verði fremur seld á almenna raforkumarkaðnum. Þar sem verðið er almennt töluvert hærra en stóriðjan greiðir.

 Að lokum þess að hafa rifjað nokkra af helstu blogg-slögurum Orkubloggsins vil ég óska öllum álversforstjórum landsins til hamingju. Þetta er væntanlega sú niðurstaða sem þið vilduð þegar þið byrjuðuð að ógna fólki úr viðskiptalífinu og ráða almannatengla til að rægja eina af þeim fáu skynsemisröddum sem við höfum í orkumálum á Íslandi.

P.S.
Að því sögðu þá þurfa menn ekki að vera sammála um allt. Er í lagi að bjóða sumum lágt verð á orku innanlands? 

Væri í lagi að stefna að rafbílavæðingu með innlendri orku á næstu áratugum? Forgangsraða í þágu hátækni-iðnaðar í anda CCP? Selja orkuna hræódýrt til bænda í skiptum fyrir aukna grænmetisframleiðslu?

Ódýr orka er ekki endilega slæm, það er ekki endilega sjálfgefið að við seljum hana alla til hæstbjóðanda í gegnum sæstreng.

En það sem er mikilvægt er að fólk sem tekur þátt í umræðunni sé ekki ógnað. Þöggun er versta samfélagsmeinið, því hún lokar á að hægt sé að laga öll önnur mein.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Af málamyndalýðræði og þjóðaröryggi
AðsentLaxeldi

Af mála­mynda­lýð­ræði og þjóðarör­yggi

Þrír af for­svars­mönn­um nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna VÁ, sem berj­ast fyr­ir því að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tæk­ið Ice Fish Farm hefji sjókvía­eldi í Seyð­is­firði, skrifa op­ið bréf til Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar inn­viða­ráð­herra. Mik­ill meiri­hluti íbúa á Seyð­is­firði vill ekki þetta lax­eldi en mál­ið er ekki í hönd­um þeirra leng­ur. Þau Bene­dikta Guð­rún Svavars­dótt­ir, Magnús Guð­munds­son og Sig­finn­ur Mika­els­son biðla til Sig­urð­ar Inga að koma þeim til að­stoð­ar.
Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.
Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Fréttir

Úr núll í þrjár – Kon­ur bæt­ast við í stjórn SFS

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi voru harð­lega gagn­rýnd í fyrra fyr­ir að hafa ein­ung­is karla í stjórn sam­tak­anna. Á að­al­fundi í morg­un bætt­ust við þrjár kon­ur en 20 eru í stjórn með for­manni.
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Greining

Rót­tæk­ur hug­sjóna­flokk­ur verð­ur að borg­ara­leg­um valda­flokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.
Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Fréttir

Ánægja kjós­enda VG með rík­is­stjórn­ina eykst

Óánægja með störf rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ekki mælst meiri frá kosn­ing­um. Karl­ar eru mun óánægð­ari en kon­ur og höf­uð­borg­ar­bú­ar eru óánægð­ari en íbú­ar á lands­byggð­inni.
Í lopapeysu á toppnum – Vinstri græn brýna sverðin
Greining

Í lopa­peysu á toppn­um – Vinstri græn brýna sverð­in

Lands­fund­ur Vinstri grænna, eins kon­ar árs­há­tíð flokks­ins, var sett­ur í skugga slæmra fylgisk­ann­ana og sam­þykkt út­lend­inga­frum­varps­ins. Við sögu koma stafaf­ura, breyt­inga­skeið­ið og söng­lag­ið „Það gæti ver­ið verra“. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.
Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
Fréttir

Sví­ar sitja uppi með ís­lenska raðnauðg­ar­ann Geir­mund

37 ára Ís­lend­ing­ur, sem ver­ið hef­ur bú­sett­ur í Sví­þjóð frá fæð­ingu, hef­ur fjór­um sinn­um ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um auk fleiri brota. Mál manns­ins, Geir­mund­ar Hrafns Jóns­son­ar, hef­ur vak­ið spurn­ing­ar um hvort hægt sé að vísa hon­um úr landi. Geir­mund­ur hélt 25 ára konu fang­inni í marga klukku­tíma síð­ast­lið­ið sum­ar og beitti hana grófu of­beldi.
Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig

Okk­ur stend­ur ekki ógn af flótta­fólki. Okk­ur stend­ur ógn af fólki sem el­ur á ótta með lyg­um, dylgj­um og mann­vonsku til að ná skamm­tíma­ár­angri í stjórn­mál­um, með mikl­um og al­var­leg­um af­leið­ing­um á ís­lenskt sam­fé­lag til lengri tíma.
Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni
Fréttir

Dóm­ur kveð­inn upp í máli blaða­manna gegn Páli Vil­hjálms­syni

Blaða­mað­ur og rit­stjóri stefndu blogg­ara fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir á síð­asta ári. Hann full­yrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.
Samband Bush og Blair og stríðið í Írak
Hlaðvarpið

Sam­band Bush og Bla­ir og stríð­ið í Ír­ak

Per­sónu­leg­ur vin­skap­ur Tony Bla­ir og Geor­ge W. Bush er ekki síst und­ir í um­fjöll­un Dav­id Dimble­by um að­drag­anda Ír­aks­stríðs­ins 2003. Hlað­varp­ið The Fault Line: Bush, Bla­ir and Iraq er vel þess virði að hlusta á, þótt þú telj­ir þig vita flest sem hægt er um stríð­ið.
Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Loka auglýsingu