Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Orkubloggið kvatt

Orkubloggið kvatt

Í dag tilkynnti orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson að hann hyggðist hætta að blogga um orkumál á Íslandi.

Hann skrifar:

Það er engu að síður svo að ég hef orðið sífellt meira var við það að bæði í orkugeiranum hér, fjármálageiranum og víðar þrífst víða mikil undirgefni gagnvart Norðuráli og öðrum stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa. Enda eru þessi útlendu stóriðjufyrirtæki með mikla veltu og kaupa hér margvíslega þjónustu. Og það eitt og sér skapar þeim völd. Hvað viðvíkur mér, þá er þarna um að ræða þvílíka yfirburðarstöðu að einstaklingur getur ekki til lengdar verið í því hlutverki að upplýsa um hið sanna um viðskiptaumhverfi og starfsaðferðir þessara fyrirtækja.

Í tilefni af ákvörðun hans, sem Kjarninn fjallar nánar um hér ætla ég að rifja upp nokkur gullkorn af orkublogginu, sem var að leggja upp laupana. Það verður að segjast eins og er að það er frekar skítt að þegar álverin geti ekki mútað fólki með verkefnum þá reyni það að skemma fyrir því með því að hóta samstarfsfólki

Frá mikilvægi réttra og hlutlausra upplýsinga, þriðja mars 2016.

Hið rétta í málinu er að flest bendir til þess að meðalverð á raforku til álvera hér er og hefur um langt skeið almennt verið töluvert undir heimsmeðaltali. Og það var rangt eða a.m.k. mjög villandi hjá Hagfræðistofnun að segja að orkuverðið hér „virðist því vera á sama bili og annars staðar að jafnaði“Þetta var auðvitað miður, því réttar og hlutlausar upplýsingar eru ákaflega mikilvægar. Við getum svo spurt okkur af hverju það var svo lengi almennur skilningur á Íslandi, að meðalverð á raforkunni hér til álvera væri alls ekki lágt?

Frá: þó fyrr hefði verið, 29 apríl 2008.

En þegar kom að hugmyndum um fulla aðild Íslands að EB var viðkvæði andstæðinganna oftast að það mætti ekki, því þá myndum við ekki lengur ráða yfir fiskimiðunum. Þetta var hræðsluáróður - um þetta var í raun engin vissa. Og niðurstaðan hefði einfaldlega eingöngu fengist með samningaviðræðum. En það mátti ekki skoða málið.

Frá: Hr. Álver og bert fólk, um álverið í Helguvík, sjötta júní 2008.

Aftur á móti hef ég ekki neinstaðar séð staðfestingu þess efnis að álverið hafi þann losunarkvóta, sem það hlýtur að þurfa. Hafa stjórnvöld yfir slíkum kvóta að ráða? Og ef svo er; ætla þau þá að gefa þessu ágæta fyriræki kvótann? Nei - þau hljóta að selja þeim kvótann. I presume. Eins og þau ætla að láta bifreiðanotendur greiða fyrir sína kolefnislosun. 

Um uppgang vindorku á Norðurlöndunum frá því í seinustu viku.

Uppbygging í vindorku hefur verið nokkuð hröð í Noregi síðustu árin. Og nú er svo komið að Norðmenn framleiða um 2,5 TWst af raforku með þessum hætti árlega. Það er ámóta eins og helmingurinn af allri raforkuframleiðslu Kárahnjúkavirkjunar (sem er langstærsta virkjun á Íslandi). Til samanburðar er einnig áhugavert að þetta er miklu meiri raforka en HS Orka framleiðir. Og jafngildir um 3/4 af allri raforkuframleiðslu ON/OR. Norsk vindorka er því sannarlega umtalsverð, þó svo hún sé einungis lítið hlutfall af allri raforkuframleiðslu í Noregi.

Og smá frá þeim tækifærum sem blasa við norsku Landsvirkjun þegar sú stofnun losnar úr núgildandi orkusamningum við stóriðju. Frábært tækifæri Statkraft frá Febrúar síðastliðnum.

Þessir samningar hafa hentað Statkraft prýðilega, þ.e. tryggt fyrirtækinu góðar stöðugar tekjur. En á móti kemur að þessir stóriðjusamningar halda aftur af arðsemi Statkraft. Mögulega verður endursamið um eitthvað af þessari orku við stóriðju - á hærra verði en verið hefur. En svo er líka mögulegt að talsvert af þessari orku verði fremur seld á almenna raforkumarkaðnum. Þar sem verðið er almennt töluvert hærra en stóriðjan greiðir.

 Að lokum þess að hafa rifjað nokkra af helstu blogg-slögurum Orkubloggsins vil ég óska öllum álversforstjórum landsins til hamingju. Þetta er væntanlega sú niðurstaða sem þið vilduð þegar þið byrjuðuð að ógna fólki úr viðskiptalífinu og ráða almannatengla til að rægja eina af þeim fáu skynsemisröddum sem við höfum í orkumálum á Íslandi.

P.S.
Að því sögðu þá þurfa menn ekki að vera sammála um allt. Er í lagi að bjóða sumum lágt verð á orku innanlands? 

Væri í lagi að stefna að rafbílavæðingu með innlendri orku á næstu áratugum? Forgangsraða í þágu hátækni-iðnaðar í anda CCP? Selja orkuna hræódýrt til bænda í skiptum fyrir aukna grænmetisframleiðslu?

Ódýr orka er ekki endilega slæm, það er ekki endilega sjálfgefið að við seljum hana alla til hæstbjóðanda í gegnum sæstreng.

En það sem er mikilvægt er að fólk sem tekur þátt í umræðunni sé ekki ógnað. Þöggun er versta samfélagsmeinið, því hún lokar á að hægt sé að laga öll önnur mein.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
FréttirSjávarútvegur

Stór­ar út­gerð­ir ráði óeðli­lega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“