Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.
Leki innan úr kosningaskrifstofu framsóknar
Mér var rétt í þessu að berast tölvupóstssending frá manni sem gaf ekki upp nafn og vill láta kalla sig „John Doe.“ Líkast til er hann þó innanbúðarmaður úr framsóknarflokkinum því hann hefur í höndunum trúnaðarskjöl frá kosningaskrifstofu framsóknarmanna. Rýni maður vel í gögnin má sjá hversu mikið af 50 milljónunum sem framsóknarhúsið í Reykjavík var veðsett fyrir munu fara í kaup á sjónvarpsauglýsingum, einnig ýmsa styrki sem koma frá aflandsfélögum víða um heim. Ýmsir málpunktar koma fram, sem og kosningaloforð. Gögnin tala sínu máli og ég leyfi því lesendum að rýna í þau.
Það þarf væntanlega ekki að taka það fram en framsókn eru bláir og sækja hart fram að Brussel.
Athugasemdir