Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Hvernig fór þetta framhjá okkur?

Sumir segja að fjölmiðlar séu handónýtir á Íslandi.

Ég er ekki á því áliti. Mér finnst t.d. Stundin sem ég skrifa hjá nokkuð góð. Svo er Kjarninn frekar vandaður. Og hvert sem við lítum þá starfar vandað fjölmiðlafólk.

(Það sem er í tótal fokki, er ritstjórnin og eignarhaldið).

Ef við skoðum eignarhald 365 fáum við góðar ástæður til að efast um að þeir séu rétti aðilinn til að fást við umfjöllun um aflandsfélög.

(Mynd er sótt til Kristins Hrafnssonar).

Ég veit í sjálfu sér ekki hver eignarstaðan er á 365 núna. Blaðamennirnir um borð eru fínir, útvarpsstöðvarnar eru með margt ágætt, elska Harmageddon, finnst flestir sem skrifa á vísi góðir (og veit að margir þeirra eru stálheiðarlegir).

Mér finnst leiðinlegt þegar málið fer að snúast um einstaka blaðamenn í stað þess sem er raunverulega vandamálið.

Rétt eins og 365 þá er framsókn ekki sjálfrátt. Flokkurinn er kominn í eignarhald sömu klíku og einkavæddi Kögun. (Já, pabbi Sigmundar keypti handa honum flokk af því að sonur hans flosnaði upp úr námi, getum við núna hætt að debatera um doktorsgráðu hjá patólógískum lygara?)

Ég hef bara eina einfalda spurningu til allra fjölmiðla Íslands, núna nýverið var fésbókar-færsla hjá gamla atvinnupólitíkusinum Össur Skarphéðinssyni að flakka um félags-veggi fésbókar minnar:

Ef ríkisstjórnin segir að skattur upp á 862 milljarða haldi fyrir dómstólum, en er svo reiðubúin að gefa ríflega 400 milljarða afslátt þá þarf hún að skýra fyrir þinginu, þjóðinni, forseta Íslands og Indefence, hver ávinningurinn er af þeirri eftirgjöf.

Skrifar þingmaðurinn. 

En þurfti einhvern tímann, nokkurn tímann að útskýra þetta?

Það er meira en bara trúverðugleiki Sigmundar Davíðs í húfi. Meira en bara trúverðugleiki InDefence.

Þarna er trúverðugleiki 365 miðla, morgunblaðsins og allra hinna í húfi.

Öll umræða á Íslandi snerist um Icesave í heil þrjú ár. Að réttu. Þeir upphæðir voru stjarnfræðilegar. Enda er bankakerfið orðið ofvaxið í nærri öllum vestrænum samfélögum, og það ógnar velferð okkar allra.

Það er grundvallar-siðferðislegt spursmál hvort það sé í lagi að skuldbinda börn til að greiða skuldir milljarðamæringa. Hvort hægt sé að ábyrgjast bankareikninga fortíðarinnar á kostnað framtíðarinnar.

Hingað til hefur afstaðan verið sú að fortíðin fær slegið lán hjá framtíðinni.

En ég er frekar efins, ekki bara um siðferðið þarna að baki.

Ég er efins um að þetta geti haldið áfram svona án þess að stór-hörmungar ríði yfir.

Ekki hörmungar eins og landflótti 13% Íslendinga úr landi, og umbreyting skuldasúpu X-kynslóðarinnar í húsnæðiskrísu Y-krísunnar. (Já, 20-39 ára fólk er að greiða fyrir húsnæði 40-60 ára fólks í dag með sköttum sínum ... ekki hrægammar, þeir fengu afsláttinn!).

Stórhörmungarnar verða viðbrögð okkar við næstu krísu. Þegar við förum frá Davíð Oddsson-Sigmund Davíð yfir í næsta vanhæfa demagóg, rétt eins og Bandaríkin eru á leið frá George Bush til Donald Trump.

Það eru stórhörmungarnar sem gerast þegar við bregðumst ekki við á réttlátan máta.

En já, segið mér kæru fjölmiðlar. Hvernig stendur á því að við erum ekki búin að ræða þessa 862.000.000.000 sem þarna eru í húfi? Sem að Tortólagreifarnir fengu gefins!

Ef við erum að miða við Icesave upphæðina, þá ættum við að eyða næstu fimm árum í diskútera Tortóla-afslátt Sigmundar Davíðs.

 

P.S.
Íslenska ríkið gaf kröfuhöfum sem geymdu peninga á Tortóla skatta-afslátt. Sigmundur Davíð verðlaunaði fólk fyrir skattsvik. 

Ég skora á þig Frosti Sigurjónsson að réttlæta þetta.

P.P.S.
Indefence: Þið eruð fökking aumingjar að hafa ekki krafist stöðugleikaskatts.

Við hin treystum á ykkur. Af hverju að gefa 400 milljarða sem íslenska ríkið mátti taka?
Var það kannski af því sumir ykkar eru Tortóla-greifar?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni