Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Fyrsta superpac-auglýsingin gegn Bernie

Fyrsta superpac-auglýsingin gegn Bernie

Eftir jafna baráttu í Iowa og stórsigur á móti Hillary í New Hampshire hefur sósíaldemókratinn Bernie skyndilega jafnað fylgi Hillary á landsvísu. Það verður virkilega spennandi að sjá hver ber sigur úr býtum í Nevada núna á Laugardaginn en þau eru hnífjöfn. (Bernie Sanders hefur forystu á meðal þeirra sem eru yngri en 55, en það má hafa í huga að þótt hans stuðningsmenn séu almennt ákafari þá eru eldri kjósendur líklegri til að skila sér á kjörstað).

Nevada er „caucus“ fylki eins og Iowa svo að kjósa er þolinmæðisverk. 

Ég spái því að Hillary vinni naumlega. (Má kalla það jafntefli ef fólk vill, þetta verður svipaður sigur og Iowa þar sem hún fær nokkrum landsfundarfulltrúum meira en Bernie).

En það er athyglisvert að utangarðsmaðurinn Bernie er farinn að vera tekinn alvarlega af auglýsingasjóðum milljarðamæringa sem styðja repúblikana. Það bendir til þess að þeim þyki líklegt að hann verði andstæðingur þeirra í kosningunum.

Þessi auglýsing er reyndar býsna skondin. Hún hefst með þeim orðum að laun séu stöðnuð og hætt að hækka, en gagnrýnir svo frambjóðandann fyrir að styðja hækkun lágmarkslauna. Skoðanakannanir hafa reyndar sýnt að almennt styðji Bandaríkjamenn hærri lágmarkslaun svo ég veit ekki hvort þetta sé góð strategía (þótt að skatta-talið í lokin gæti skaðað framboðið eitthvað).

Það er óþarfi að eyða mörgum orðum í repúblikana. Hillary er enn líklegasti sigurvegari demókrata þótt Bernie sé kominn með ágætis líkur. Trump hinsvegar er búinn að vinna þetta. Hann er með yfirgnæfandi forystu í næsta fylki forvals repúblikana og hann er þegar farinn að hugsa út í almennar kosningar. Núna gagnrýnir hann síðasta forseta flokksins harðlega og ver Planned Parenthood (sem íhaldsmenn vestra hata sökum þess að hjálparsamtökin bjóða konum ódýra heilsugæslu og möguleika á fóstureyðingum).

Það myndi Trump ekki gera nema hann væri hættur að hafa áhyggjur af hinum. Hann er að undirbúa baráttu við Hillary og Bernie núna, og er þess vegna að færa sig inn á miðju bandarískra stjórnmála.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni