Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna

Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna

Hunangsveiði
Soffía Bjarnadóttir
Angústúra 2019.

Ef til vill er vandasamt að lýsa því nákvæmlega yfir um hvað bókin, Hunangsveiði eftir Soffíu Bjarnadóttur, er.  En þó er óhætt að fullyrða að áhrifin af lestrinum eru djúp og áhrifarík fyrir lesandann. Aðalsöguhetjan Silva stefndi sennilega einhvern tíma á dæmigert borgarlíf  í skilgreindri atvinnu og í sambandi við týpískan karlmann. Innra með henni knýja þó á mikilvægar spurningar úr fortíðinni sem þarfnast svara og skilnings. En er hún tilbúin til að taka áhættuna í leitinni?

Silva Saudade gerir sér grein fyrir að svörin kalla á ferðalag, sem getur ekki verið hættulaust, því hún þarf að losna úr viðjum vanans og fara á stað sem hjartað óskar sér en óttast samt. Ef við strokum yfir þá félagsfræði að hver persóna sé mótuð afurð tíðarandans og félagsmótunar þá opnast leið inn í fortíðina þar sem jafnvel kúgun, óhamingja og áföll í fjölskyldusögunni geta endurtekið sig og kallað á uppgjör, hefnd eða fyrirgefningu.

Soffía Bjarnadóttir spinnir vef í bókinni þar sem atburðir eru ekki drifnir áfram af skynsemi (logos) eða nútíma vísindum heldur kröftum (mythos) sem eru eldri í mannkynssögunni, þar sem hvorki mannleg náttúra né nein önnur verður hamin. Áfangastaðurinn framundan er að komast aftur heim en ekki fyrr en kannski sálrænt niðurbrot eða nýjan skilning á sjálfum sér. Söguhetjan er reiðubúin til að þjást til að skilja og gista svo á heisluhæli sorgmæddra.

„Öll leitum við að leiðinni heim. Það er eina leiðin.“ (6). 

Hugarflug og hæfileikar

Silva söguhetja hefur hugarflug og hæfileika til að skapa goðsögn úr lífi ömmu sinnar sem hún vill síðan rannsaka á eigin skinni. Hún vill draga fram þekkingu með því að endurtaka og endurspegla þætti úr lífi hennar. Hún veit að í manneskjunni og efnisheiminum er ekki allt sem sýnist. Það er eitthvað fleira á seiði, áhrifaþættir sem oftast eru duldir, sérstaklega ef það er ekki talið æskilegt að rannsaka hið hættulega.

Goðsögn getur verið sönn ef hún hefur áhrif sem skipta sköpum og gefur okkur innsýn í dýpri merkingu tilverunnar. Saga ömmunnar og geymdur vitnisburður hennar sem Silva geymir í bréfi við brjóst sér verður leiðarljós hennar og knýr hana til að lifa af meiri ákafa en áður, bæði af sál og líkama.

Silva er hetja í dirfskuför vegna þess að hún hættir öllu til, öryggi, vinnu, elskhuga og orðspori. Hún veit að hún þarf að fórna til að öðlast. Hún svífur upp í ljósið og hún stígur niður í myrkrið sem er nauðsynlegt því án einhvers konar dauða verður ekki til neitt líf. Kannski er líka nauðsynlegt að snú aftur til að finna svo leiðina heim. Goðsögnin sem fylgt er eftir þarf ekki að tákna von og sátt eða eitthvað fallegt, hún getur líka táknað grimmd og dauða. 

Endurnýjun jafnvægis og samræmis verður þó aðeins eftir fyrirgefningu.

„Það þarf sérstakt hugrekki til að halda á vit fyrirgefningar.“ (70).

Vegur alls sem lifir

Silva fer í pílagrímsferð til Portúgal með öðrum helstu persónum bókarinnar, Rónaldi rithöfundi og Tómasi tengslafræðingi, ferð sem tekur á andlega og holdlega. Þau heimsækja sjamankonu sem hafði gert skurðaðgerð á sálarlífi Tómasar fyrir aldarfjórðungi en hann býst sennilega við að hún fari svipuðum höndum um förunauta sína. Örlög Silvu felast einnig í því að spegla sig í ömmu sinni, þjáningu hennar, ást, ofbeldi og dauða.

„Tómas horfði tómum augum á sofandi líkama Silvu sem var blóðrisa á stöku stað. Dökkt mar að framkallast gegnum þunna húð á úlnliðnum. Storknað blóð í litlu sári við kinnbein ... með lokuð augun strauk hún skapabarmana sem voru bólgnir.“ (175) 

Hver og einn lesandi þarf auðvitað að túlka bókina. Eins og gott verk býður hún upp á fleiri en eina túlkunarleið. Ég veit ekki ennþá hvað aðrir lesendur munu hugsa eða hvernig sambandi þeir ná við verkið. Mín nálgun hér er bara tilraun til að skilja. Mér fannst bókin vera handan dæmigerðra skýringa á hlutunum og leita fremur í aðferðir forna kynslóða til að öðlast skilning á tilveru okkar hér og nú. Tilgátan í bókinni er:

„En ef grannt er skoðað er vegur alls sem lifir kannski bara einn.“ (KÓ, 194)

En vegurinn liggur alla leið til baka, höfundurinn leitar m.a. til ársins 1939 og segir sögur af ömmunni, og vegurinn liggur alla leið fram á við. Vissulega lýkur vegi lífsins annað hvort með dauða eða nýrri fæðingu. Í bókinni kallast dauðinn og fæðingin á og einnig guðlegir kraftar á við kynhvötina. 

Hungangsveiðin er mjög vel heppnað verk, það er vel hugsað og skrifað, það er gott samhengi og söguhetjan breytist svo sannarleg á ferðalagi sínu. Einnig er bókin dularfull, sár og óræð sem er kostur og á samtal við goðsöguna, að mínu mati. Þetta er ágeng og krefjandi bók sem knýr lesandann til að hugsa um sjálfan sig á annan hátt en hraðasamfélagið leyfir. 

Það felst líka hugrekki í því að skrifa svona sögu.

Eftir lesturinn þarf lesandinn aðeins að hugsa um efnið og ganga með það. Það tekur kannski þrjá daga að mynda sér skoðun á verkinu og leyfa því að framkallast í huganum.  Þrír dagar eru liðnir og skoðun mín felst án hiks í meðmælum. Ég ætla ekki að rekja söguþráðinn, söknuðinn og þrána heldur hvetja til lesturs. 

Það sem framkallast í huga mínum er ferð burt úr yfirborðskenndum tíðaranda 21. aldarinnar á fund umbreytandi goðsagna. „Bak við augnlokin er heimur, mennskur og dýrslegur í senn." (195). 

 „Það var slík kyrrð  í andrúmsloftinu að það var eins og fæðing hefði átt sér stað. Himnesk stilla. Eins og nýfallinn snjór um mitt sumar og undrið er enn að framkallast í skynjun þinni.“ (159).

https://www.angustura.is/

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Draga úr launahækkun ráðamanna og hækka lífeyri almannatrygginga
Fréttir

Draga úr launa­hækk­un ráða­manna og hækka líf­eyri al­manna­trygg­inga

Rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt að­gerð­ir sem sporna eiga við verð­bólgu og draga úr þenslu. Auka á við stuðn­ing til leigj­enda og stuðn­ing við upp­bygg­ingu í íbúða á leigu­mark­aði. Þá verða launa­hækk­an­ir æðstu ráða­manna 2,5% í stað 6%. Laun for­sæt­is­ráð­herra hækka því um 62 þús­und krón­ur á mán­uði í stað 148 þús­und króna.
Formaður Viðreisnar um verðbólguaðgerðir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“
Fréttir

Formað­ur Við­reisn­ar um verð­bólgu­að­gerð­ir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“

Rík­is­stjórn­in kom sam­an á auka­fundi í dag vegna stöð­unn­ar í efna­hags­mál­um. „Þótt fyrr hefði ver­ið,“ seg­ir formað­ur Við­reisn­ar, sem gagn­rýn­ir þó að for­mönn­um stjórn­mála­flokka hafi ekki ver­ið kynnt­ar nein­ar til­lög­ur á fundi með for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.
Stefán Ingvar Vigfússon
Stefán Ingvar Vigfússon
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Hvers virði eru orð­in?

Bæk­ur eru lang­ar og það tek­ur lang­an tíma að skrifa bók. Það er líka mik­il vinna, ég veit það af því að ég hef gef­ist upp á að skrifa bæk­ur, al­veg fullt af þeim.
Matvælaráðuneyti og Fiskistofa hafa ekki brugðist við úrbótatillögum
Fréttir

Mat­væla­ráðu­neyti og Fiski­stofa hafa ekki brugð­ist við úr­bóta­til­lög­um

Mat­væla­ráðu­neyti og Fiski­stofa hafa ekki brugð­ist með við­un­andi hætti við úr­bóta­til­lög­um Rík­is­end­ur­skoð­un­ar frá 2018 varð­andi eft­ir­lit stofn­un­ar­inn­ar með vigt­un sjáv­ar­afla, brott­kasti og sam­þjöpp­un afla­heim­ilda.
„Það sem þarf að breytast er menningin“
Úttekt

„Það sem þarf að breyt­ast er menn­ing­in“

Banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ist telja að sé ákveð­inn kunn­ingjakúltúr í fjár­fest­inga- og fjár­mála­heim­in­um sem illa hafi tek­ist að upp­ræta.
Yfirlýsingar lögmanns Samherja í mótsögn við forstjóra
FréttirSamherjaskjölin

Yf­ir­lýs­ing­ar lög­manns Sam­herja í mót­sögn við for­stjóra

For­svars­menn Sam­herja, þar á með­al Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri, hafa hald­ið því fram að Namib­íu­mál­ið hafi eng­in áhrif haft á við­skipti sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins. Lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins sagði hins veg­ar fyr­ir dómi í Bretlandi í síð­asta mán­uði að stór­ir við­skipta­vin­ir hefðu stöðv­að við­skipti sín við fyr­ir­tæk­ið í kjöl­far um­fjöll­un­ar um mál­ið.
Fjármögnuðu myndband í Rúmfatalagernum – og sýna nú á Berlin Music Video Awards
Viðtal

Fjár­mögn­uðu mynd­band í Rúm­fa­tala­gern­um – og sýna nú á Berl­in Music Vi­deo Aw­ards

Á dög­un­um var frum­sýnt tón­list­ar­mynd­band, verk­ið Devil never kil­led! – sem telst til tíð­inda enda er það, satt að segja, frek­ar stutt­mynd en hefð­bund­ið tón­list­ar­víd­eó. Í mynd­band­inu eru hvorki meira né minna en fimm­tíu auka­leik­ar­ar og tutt­ugu manns unnu við það, svo sam­tals komu að því sjö­tíu manns. At­hygli vek­ur að bæði tón­list­ar­mað­ur­inn Theó Paula og leik­stjór­inn, Tóm­as Nói Em­ils­son, eru ný­skriðn­ir úr mennta­skóla og Theó fjár­magn­aði verk­ið að stór­um hluta með því að vinna í Rúm­fa­tala­gern­um.
Af hverju hefur stjórnmálatraust minnkað í þróuðum lýðræðisríkjum?
Samtal Við Samfélagið#2

Af hverju hef­ur stjórn­mála­traust minnk­að í þró­uð­um lýð­ræð­is­ríkj­um?

Gest­ur vik­unn­ar er Vikt­or Orri Val­garðs­son, nýdoktor í stjórn­mála­fræði við há­skól­ann í Sout­hampt­on í Bretlandi. Vikt­or lauk doktors­prófi frá sama há­skóla en í doktor­s­verk­efni sínu skoð­aði hann hvers vegna kosn­inga­þátt­taka hef­ur minnk­að í mörg­um þró­uð­um lýð­ræð­is­ríkj­um, með sér­staka áherslu á hvort og hvernig stjórn­mála­legt sinnu­leysi og firr­ing geti út­skýrt þessa þró­un. Þessa stund­ina tek­ur hann þátt í al­þjóð­legu rann­sókn­ar­verk­efni, Trust­Gov, en það skoð­ar eðli, or­sak­ir, af­leið­ing­ar og mynstur stjórn­mála­trausts á heimsvísu. Hann hef­ur einnig beint sjón­um að því hvernig stjórn­mála­traust skipt­ir máli á tím­um heims­far­ald­urs COVID-19, til að mynda hvaða hlut­verki slíkt traust gengdi í van­trausti til bólu­efna. Í þætti vik­unn­ar seg­ir hann Sigrúnu frá doktor­s­verk­efni sínu en einnig frá þeim verk­efn­um sem hann er að vinna í þessa stund­ina, sem með­al ann­ars tengj­ast stjórn­mála­trausti á Ís­landi í al­þjóð­legu sam­hengi.
Leyndardómar mötuneytis Alþingis - Slegist um kótilettur í raspi
Vettvangur

Leynd­ar­dóm­ar mötu­neyt­is Al­þing­is - Sleg­ist um kótilett­ur í raspi

Mötu­neyti Al­þing­is er hjart­að í hús­inu, griðastað­ur þar sem all­ir eru vin­ir, svona yf­ir­leitt. Starfs­fólk­ið hugs­ar vel um alla, líka mat­vanda þing­mann­inn sem borð­ar helst ekki græn­meti en elsk­ar græn­met­is­rétt­ina. Ann­ar seg­ist íhuga að fá bann við því að hvít­ur Mon­ster orku­drykk­ur sé seld­ur þar, drykk­ur sem fékkst fyrst í sjopp­unni eft­ir form­legt er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar Al­þing­is.
Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.