Þessi færsla er rúmlega 3 mánaða gömul.

Ábyrgðin á bak við frétt um vínbúð

Ábyrgðin á bak við frétt um vínbúð

Greining á frétt á jóladag um hvernig hægt sé að útvega sér vín samdægurs:

Fréttablaðið birtir á vefnum frétt um vínbúð. Fyrirsögnin er Einkarekin vínbúð opin um jólin og birt sunnudagurinn 25. desember 2022 kl. 11.45.

Tvær myndir fylgja fréttinni. Önnur er af eiganda búðarinnar með lógói og nafni hennar, rituðu stórum stöfum. Á hinni myndinni er texti þar sem stendur meðal annars „Ekki örvænta – það er opið hjá okkur um jólin – sendum heim samdægurs.“ 

Fréttin er flokkuð sem innlend frétt og sérstaklega er tekið fram að það sé opið á jóladag til 22. Í texta fréttarinnar stendur til dæmis „Eigandi búðarinnar telur það mikilvægt að geta verið með opið yfir hátíðirnar. Við teljum þetta bara mjög gott og jákvætt og við finnum fyrir mikilli ánægju með þetta og hamingju. Það gleymist alltaf eitthvað og það er gott að geta orðið sér út um rauðvínsflösku á þessum degi,“ segir eigandinn. Upplýsingar um opnunartíma koma fram í fréttinni, einnig um hraðsendingar búðarinnar og heimilisfang hennar vilji viðskiptavinir ná í vínið sjálfir.

Fréttablaðið höndlar búðina og vöruna eins og hverja aðra fullgilda verslun og vöruna eins og um jólabók eða súkkulaði væri að ræða. Verslunareigendur yrðu flestir glaðir að fá svona umfjöllun sem flokkuð er sem innlend frétt.

Staðreyndir máls og ábyrgð

Ábyrgð? Fréttablaðið talar við eigandann og allar upplýsingar sem hann vill koma á framfæri eru birtar.  Ábyrgðarfólk þessa fjölmiðils getur eflaust sagt að hér séu einungis birtar staðreyndir og skoðanir eins söluaðila. Ef einhver gleymdi að kaupa rauðvínsflösku á jóladag, þá megi redda því  og blaðið upplýsir nákvæmlega hvernig það er gert. Fjölmiðillinn tekur þá ekki ábyrgð á viðbrögðum eða afleiðingum, hann sé ekki að hvetja til drykkju á jóladag eða hampa einni búð umfram aðra - enda séu aðrar vínbúðir lokaðar á jóladag. Einnig mætti halda því fram að fréttin hafi átt að vera merkt sem kynning eða samstarf við nýju vínbúina.  Það eru margar þekktar leiðir til að skorast undan ábyrgð.

En það fylgir ekki gleði að blóta Bakkus:

Hvað er áfengi? Etanól, etýlalkóhól eða vínandi er eldfimt, litarlaust og eitrað lífrænt efnasamband, nánar tiltekið alkóhól, táknað með efnajöfnunni C2H5OH. Etanól er einkum notað í áfenga drykki, sem eldsneyti á bíla og sprengihreyfla.

Aðgengi? Niðurstaðan í rannsóknum varðandi aðgengi er ótvíræð eða að aukið aðgengi að áfengi skilar sér beint í aukna neyslu. Sjá: Áfengisnotkun - tölur.

Fjölskyldur? Áfengi skaðaðar ekki aðeins neytandann sjálfan, heldur líka aðra einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt, til dæmis eyðilagt jólin hjá barnafjölskyldum og aukið tíðni heimilisofbeldis.

Heilsa? Áfengi dregur úr svefngæðum, deyfir dómgreind, dreifir eiturefnum um líkamann, truflar minnið, dregur úr dugnaði, deyfir framheila, sköpunargáfuna, skemmir lifrina og truflar hjarta, heila, maga, þvagfæri, lungu og bris. Neyslan kostar eykur stórlega kostnað heilbrigðiskerfis.

Krabbamein? Áfengi getur valdið að minnsta kosti sjö tegundum krabbameina. Áfengi getur meðal annars valdið krabbameini með skemmdum á DNA.

Niðurstaða greiningar

  • Miðað við hversu umdeild söluvaran í fréttinni er, hversu skaðleg og hvað neyslan hefur eyðilagt líf margra, verður að teljast vanhugsað að upplýsa á jóladag að hægt sé að panta hana heim að dyrum samdægurs. 
  • Fjölmiðlunin er einnig umdeilanleg út frá því að ekki er augljóst hvort þetta sé keypt umfjöllun en önnur myndin sem fylgir er mynd af auglýsingu búðarinnar. 

Mynd með pistli: Mósaíkmynd af Díonýsosi, guð vínsins í gríski goðafræði.

Pistill um breytingu á lögum sem leyfir ÁTVR að selja alkóhol á sunnudögum

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Bárður Jónsson skrifaði
    Hjartans þakkir fyrir að vekja athygli á þessu.
    2
  • Bjarney Blöndal skrifaði
    Fráhvörf frá áfengi geta bókstaflega drepið fólk. Það er hægt að tremma í hel.

    Áfengissala er lögleg og mér þykir það ekki óábyrgt að hún sé þá lögleg á hvaða degi sem er, dauðinn gerir jú ekki dagamun.

    Það er sorglegt að geta ekki sleppt því að drekka í einn dag (jóladag!) en það er enn sorglegra ef einhver bara deyr af því að hann komst ekki í ríkið í tæka tíð.

    Í það minnsta ætti vínbúðin að setja banner á heimasíðuna og skilti í læstar glerhurðirnar með leiðbeiningum um hvað á að gera ef einhver er langt leiddur. Leita á bráðamóttökuna býst ég við?

    Kannski er þetta ekki svo mikil hætta, hótelbarir selja áfengi, og veitingastaðir. En fyrst þeir mega það finnst mér ekkert verra að það sé líka hægt að panta áfengið á netinu. Kannski dregur það úr líkunum á ölvunarakstri eða eitthvað.

    Hvað varðar fréttina sjálfa finnst mér pínu sus að hún standi ein? Mér finnst afskaplega þægilegt þegar að blöðin hafa tekið saman opnunartíma þjónustu og verslana yfir hátíðirnar en þá er maður með marga lista yfir fullt af búðum, það er ekki bara ein stór frétt um að bónus sé opið, það væri auglýsing.

    Hinsvegar er þetta eitthvað nýtt, það hefur ekki (að mér vitandi) verið hægt að panta áfengi á jóladag áður. Að það sé núna í boði telst til tíðinda, og ef að "fréttin" fjallaði einu orði um eitthvað annað en kynningu á þessari einu verslun myndi ég segja ok þetta sleppur sem frétt en nei.

    Ég held líka að heimkaup (sem selur líka áfengi) hafi sent heim á jóladag og það er ekkert um það sem meikar ekki sens í frétt um þennan nýja verslunarmáta eða upplýsinga um opnunartíma -en meikar sens í auglýsingu. Auðvitað er ekki minnst á samkeppnisaðila í auglýsingunni.

    Niðurstaða: Sponsored content eða frændi einhvers.

    ps. Það er líka frekar leim að normalísera það að örvænta af því að ríkið er lokað í einn dag.
    2
    • Gunnar Hersveinn Sigursteinsson skrifaði
      Góðar pælingar. Það er mikill harmleikur að vera svo langt leiddur alkóhólisti að hætt sé á að drekka sig í hel. En já, þetta er "frétt" sem fellur á hlutleysisprófinu.
      0
  • Lilja Jónsdóttir skrifaði
    Takk fyrir góða greiningu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
MenningHús & Hillbilly

Fyr­ir­bæri: Mið­stöð lista­manna og áhuga­fólks um mynd­list

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.
Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Fréttir

Vel ger­legt að ná verð­bólgu­vænt­ing­un­um nið­ur – „Ég hef trú á því og við mun­um skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.
Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Fréttir

Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
Loftslagsráðherra og raunveruleikinn
Tryggvi Felixson
Aðsent

Tryggvi Felixson

Lofts­lags­ráð­herra og raun­veru­leik­inn

Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir að til að leysa lofts­lags­vand­ann sé nauð­syn­legt að beita meng­un­ar­bóta­regl­unni á alla geira at­vinnu­lífs­ins. Bæði OECD og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ít­rek­að bent á að skatt­ar og gjöld á meng­un séu skil­virk­asta leið­in til að ná mark­mið­um í um­hverf­is­mál­um. „Það er löngu tíma­bært að rík­is­stjórn­in og lofts­lags­ráð­herra við­ur­kenni hið aug­ljósa í þess­um mál­um.“
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Lygar, járnsprengjur og heitt blý
Flækjusagan

Lyg­ar, járn­sprengj­ur og heitt blý

Tveir gaml­ir menn bú­ast til brott­ferð­ar í Banda­ríkj­un­um, Daniel Ells­berg og Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti. Báð­ir reyndu að bæta heim­inn, hvor á sinn hátt.
Listræn sýn að handan
Viðtal

List­ræn sýn að hand­an

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.
Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Fréttir

Ausa sér yf­ir rík­is­stjórn­ina vegna vaxta­hækk­ana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.
Bókatíð
Friðgeir Einarsson
Pistill

Friðgeir Einarsson

Bóka­tíð

Frið­geir Ein­ars­son gerði heið­ar­lega til­raun til að lesa sig inn í sumar­ið. „Ég var bú­inn að upp­hugsa dá­góð­an lista, þeg­ar það fór snögg­lega aft­ur að kólna.“
Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Fréttir

Á bil­inu tveir til 166 leik­skóla­kenn­ar­ar hafa út­skrif­ast ár­lega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.