Þessi færsla er rúmlega 4 mánaða gömul.

Tilfinningamál fyrir langreyðar

Tilfinningamál fyrir langreyðar

Umræða um aflífun hvala í landhelgi Íslands fór fram í Vikulokunum á Rás 1, laugardaginn 13. maí 2023. Þar voru ræddar sláandi niðurstöður í skýrslu Matvælastofnunar um meðferð á langreyðum, hvort réttlætanlegt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Velferð þeirra er augljóslega fórnað fyrir óljósa hagsmuni en dauðastríðið er oft verulega langvinnt og sársaukafullt.

Stjórn Dýralæknafélagsins hefur sent ráðherrum, meðal annarra Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, afdráttarlaust bréf með kröfu um að hagsmunir dýranna verði skilyrðislaust settir ofar öðrum takmörkuðum hagsmunum manna.

Sú tækni sem notuð er við veiðar á stórhvelum uppfyllir ekki þau viðmið sem teljast ásættanleg út frá dýravelferð en nefna má að lágt hlutfall þeirra dýra sem drepst samstundis eða fljótt er um 67%. Það er staðreynd að um 33% dýranna heyja langt dauðastríð. Þessar upplýsingar hreyfa við mörgum og er undirskriftasöfnunin Stoppum hvalveiðar í fullum gangi, þar sem ómannúðleg meðferð þeirra er tiltekin sérstaklega sem ástæða.

Leyfir skynsemin dráp á hvölum?

Í umræðum á Rás 1 sagði utanríkisráðherra Íslands að málið væri einfaldlega ekki tilfinningamál, hvorki til að færa rök með eða á móti. Þetta væri okkar réttur, þetta væru veiðar sem eru byggðar á ákveðnum leyfum og þessi leyfi væru í gildi.

„Ekki tilfinningamál,“ sagði hún, en hins vegar þyrfti að vega það og meta efnahagslega hvort það væri lógískt fyrir Ísland að halda áfram að veiða hvali, kanna eftirspurnina eftir kjöti og áhrif veiðanna á geira eins og ferðaþjónustuna.“ Hún sagði að heilt yfir byggjum við ákvarðanir okkar á rétti fólks til að stunda atvinnurekstur. Við þyrftum að fylgja okkar lögum og reglum, veiðarnar væru hluti af okkar sögu og við værum að stunda þær út frá vísindum og útgefnum leyfum.

Þar með var rökfærslu ráðherrans lokið.

Samantekt á rökum ráðherra

Þetta er okkar réttur, við eru búin að gefa út leyfin og við hættum ekki að veiða hvali fyrr en hægt verður að færa efnahagsleg rök fyrir því. Þetta er ekki tilfinningamál, þetta er skynsemdarmál. Ef viðmið skynseminnar bresta þá getum við hætt að drepa hvali eða þegar eftirspurnin verður lítil, þegar áhrifin á ferðaþjónustuna verða of mikil, þegar leyfin renna út.

Utanríkisráðherra hefur greinilega ekki lagt það á sig að endurskoða viðhorf sín og skoðanir út frá rannsóknum á vistkerfinu og sjónarmiðum vísindafólks á hinum ýmsum sviðum. Einnig efast enginn lengur um að dýr búi yfir tilfinningum, þau gleðjast, syrgja, óttast, annast ungviði, tala saman, sýna kærleika og samkennd.

Meðferðin er mikið tilfinningamál fyrir langreyðar. 

Mannhverf sjónarmið ráðherra

Sjónarmið utanríkisráðherra flokkast sem mannhverf en samkvæmt þeim felst verðmæti náttúrunnar í nýtingu og þjónustu við manninn. Ekki er tekið tillit til þess að langreyður og aðrir hvalir hafi eigingildi sem merkir að hafa gildi í sjálfum sér og dýrin þarfnast þar af leiðandi engra réttlætinga til að lifa. Dráp á þeim krefjast aftur á móti gildra raka og sjónarmiða. Utanríkisráðherra færir ekki gild rök fyrir skoðun sinni heldur beitir fyrir sig sjónarmiði sem leið undir lok á 20. öld. Þessi rök eru ótæk og ekki boðleg á okkar tímum, þau eru of sjálfhverf og opinbera skort á innsýn í vistkerfið og á samhengi hlutanna.

Annað val á skoðun nefnist lífhverf náttúrusýn sem metur ekki langreyðar út frá nytjagildi þeirra fyrir manninn heldur vegna þess að þær eru stórfenglegar lífverur í eigin rétti, sem hafa þróast samhliða mannkyni á þessari jörð. Hér dugar hvorki útgefið mannlegt leyfi til að réttlæta dráp eða efnahagsleg rök til að útiloka lífhverfa náttúrusýn.

Þriðja val á skoðun er visthverf náttúrusýn. Vistkerfi og lífverur jarðarinnar eru í öndvegi þegar meta á verðmæti náttúru og tímabundnar þarfir og tilbúin leyfi mannsins víkja fyrir þörfum hinnar lifandi náttúru þar sem allt er tengt. 

Skyldan við lífkerfið

Við höfum skyldur gagnvart hverju öðru og gagnvart lífinu í kringum okkur. Við getum reynt að réttlæta hvalveiðar við Ísland með sögulegum rökum, skynsemisrökum, efnahagslegum, litlum áhrifum á ferðaþjónustu, en það vegur bara alls ekki þungt. 

Utanríkisráðherra sagði að hvalveiðar við Ísland væru stundaðar út frá vísindum. Ég spyr hvers konar vísindum og fræðum? Ekki líffræði, ekki heimspeki eða siðfræði, ekki loftslagsvísindum, ekki læknisvísindum, ekki vísindum um líffræðilega fjölbreytni ... 

Nýlega var haldið málþing um náttúrusýn á 21. öld í tilefni af hátíð líffræðilegrar fjölbreytni, þar lagði vísindafólk áherslu á þverfaglega nálgun en mannhverf sjónarmið eru greinilega ekki hátt skrifuð um þessar mundir í þeirra fræðum.

Stoppum hvalveiðar!

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Hin varkára gagnsókn Úkraínu
MyndirÁ vettvangi í Úkraínu

Hin var­kára gagn­sókn Úkraínu

Gagn­sókn Úkraínu gegn Rúss­um hófst ekki sem skyldi. Áhlaup á varn­ar­lín­ur Rússa mis­fórst og mik­ið af bún­aði tap­að­ist. Í kjöl­far­ið var grip­ið til vara­áætl­un­ar, sem er var­færn­ari. Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar í Úkraínu hef­ur þrætt sig með­fram víg­lín­unni und­an­far­ið.
Froskmenn með skutulbyssur að sulla í ám ekki glæsileg framtíðarsýn
FréttirLaxeldi

Frosk­menn með skut­ul­byss­ur að sulla í ám ekki glæsi­leg fram­tíð­ar­sýn

Mat­væla­ráð­herra seg­ir það „þyngra en tár­um taki“ að fylgj­ast með slysaslepp­ingu úr sjókvía­eldi af þeirri stærð­ar­gráðu eins og átti sér stað í Pat­reks­firði. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar seg­ir dap­ur­leg­ast við frétt­ir eins og þess­ar að þær eiga ekki að koma nein­um á óvart.
Eins manns harmleikur er annars afþreying
Viðtal

Eins manns harm­leik­ur er ann­ars af­þrey­ing

Inga Kristjáns­dótt­ir er ókrýnd saka­mála­hlað­varps­drottn­ing Ís­lands. Í sum­ar fór hún til Banda­ríkj­anna og stund­aði myrka ferða­mennsku þeg­ar hún heim­sótti með­al ann­ars heim­ili Ted Bun­dy og var við­stödd fyr­ir­töku í máli grun­aðs morð­ingja í Ida­ho. Hún seg­ist skilja þau sem furða sig á því hvernig hún geri af­þrey­ingu úr harm­leik annarra en seg­ir þetta allt snú­ast um for­vitni og að segja sög­ur.
Þrjár 19 ára stelpur stofnuðu eitt efnilegasta fótboltalið landsins
Fréttir

Þrjár 19 ára stelp­ur stofn­uðu eitt efni­leg­asta fót­boltalið lands­ins

„Við höfð­um ekki eft­ir neinu að bíða,“ seg­ir knatt­spyrnu­kon­an og lög­fræð­ing­ur­inn Jór­unn María Bachmann Þor­steins­dótt­ir, ein þeirra ungu kvenna sem krafð­ist þess að stofn­að­ur yrði meist­ara­flokk­ur kvenna í fót­bolta hjá Gróttu. Lið­ið keppti ný­ver­ið í úr­slita­leik um sæti í Bestu deild kvenna, að­eins átta ár­um eft­ir stofn­un.
Er „draugurinn“ fundinn? – Áður óþekkt tegund manna leyndist í helli í Kína
Flækjusagan

Er „draug­ur­inn“ fund­inn? – Áð­ur óþekkt teg­und manna leynd­ist í helli í Kína

Sú var tíð að for­saga manns­ins virt­ist ein­föld. Frá suðuröp­um þró­að­ist homo habil­is og síð­an kom fram homo erect­us og þeg­ar hann hafði geng­ið sitt skeið birt­ist homo sapiens með hlið­ar­grein Ne­and­er­dals­manna. En vís­inda­menn hafa nú fyr­ir all­nokkru af­skrif­að þessa ein­földu mynd eft­ir að hafa kom­ist á snoð­ir um að mann­teg­und­irn­ar voru í raun mun fleiri. Og nú er „ný“ teg­und fund­in í Kína sem ekki er gott að segja hvar pass­ar inn í mynd­ina.
„Ég held að það sé mikilvægt að sveitarfélagið standi ekki í skuld við fyrirtæki“
FréttirLaxeldi

„Ég held að það sé mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lag­ið standi ekki í skuld við fyr­ir­tæki“

Ásrún Mjöll Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­kona VG í Múla­þingi, seg­ir að það sé mik­il­vægt að sett­ar verði regl­ur á sveita­stjórn­arstig­inu um gjaf­ir frá fyr­ir­tækj­um. Ný­lega gaf Fisk­eldi Aust­fjarða 6 til 8 millj­óna króna gjöf í formi meng­un­ar­varna til Seyð­is­fjarð­ar­bæj­ar. Yf­ir­hafn­ar­vörð­ur seg­ir mál­ið ver­ið storm í vatns­glasi þar sem höfn­in hafi upp­haf­lega ætl­að að kaupa bún­að­inn af Fisk­eldi Aust­fjarða.
Fögnum ágæti og fjölbreytileika í tæknigeiranum okkar
Alondra Silva Muñoz
Aðsent

Alondra Silva Muñoz

Fögn­um ágæti og fjöl­breyti­leika í tækni­geir­an­um okk­ar

For­stjóri Women Tech Ice­land skrif­ar um mik­il­vægi þess að kon­ur knýi fram fram­far­ir í tækni­drifn­um heimi nú­tím­ans, þrátt fyr­ir við­v­arn­andi kynjamun í geir­an­um.
Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
FréttirNeytendamál

Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.
Samkeppniseftirlitið hættir og byrjar aftur í fjórða sinn að kanna eignatengsl í sjávarútvegi
Fréttir

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hætt­ir og byrj­ar aft­ur í fjórða sinn að kanna eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið mun halda áfram könn­un á eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi, en án samn­ings og fjár­magns úr ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála. Þetta ger­ist í kjöl­far þess að áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála taldi það ekki sam­rýmast hlut­verki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að gera slíka rann­sókn, að beiðni og með fjár­mögn­un ráðu­neyt­is.
Lesa stundum en eiga erfitt með að minnka tíma á samfélagsmiðlum
Viðtal

Lesa stund­um en eiga erfitt með að minnka tíma á sam­fé­lags­miðl­um

Fjór­ir nem­end­ur í Haga­skóla svara sömu spurn­ing­um og lagð­ar eru fyr­ir í Ís­lensku æsku­lýðs­rann­sókn­inni og skýra hvað ligg­ur að baki svör­un­um. Ragný Þóra Guðjohnsen, fag­leg­ur stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar og lektor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar af­ger­andi.
„Munum aldrei mæta allri orkuþörf allra“
Viðtal

„Mun­um aldrei mæta allri orku­þörf allra“

Ef ekki verða sett lög um for­gang al­menn­ings að orku verð­ur hon­um smám sam­an þrýst út af orku­borð­inu og þá stund­um of­an í ol­íu­tunnu. Því þótt borð­ið svigni vissu­lega af end­ur­nýj­an­legri orku verð­ur það alltaf tak­mark­að að stærð. Nú þeg­ar eft­ir­spurn­in hef­ur marg­fald­ast og sal­an auk­ist er gott að hugsa um „orku­skort hverra“ og þá stað­reynd að al­menn­ing­ur not­ar að­eins um 5 pró­sent raf­orkunn­ar, seg­ir Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri. „Því þetta verð­ur alltaf val – hversu mik­ið þú ætl­ir að selja og í hvað.“
Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf
FréttirLaxeldi

Fisk­eldi Aust­fjarða gaf Seyð­is­firði 6 til 8 millj­óna króna gjöf

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Múla­þingi hafa spurt spurn­inga um gjöf­ina frá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Fisk­eldi Aust­fjarða þarf að fá íbúa Múla­þings í lið með sér ef það á að verða af lax­eld­is­áform­um fyr­ir­tæk­is­ins í Seyð­is­firði.