Þessi færsla er rúmlega 4 mánaða gömul.

Efnisorð: Kærleikur og góðvild eða reglugerð?

Efnisorð: Kærleikur og góðvild eða reglugerð?

Grátandi móðir, námfúsar systur, sonur í hjólastól, fylgdarlaust barn (nýorðið sjálfráða), lögregla, handtaka, gæsluvarðhald og leiguflug beint á götuna í Grikklandi, engin leið til baka. Fylgdarliðið er þó komið aftur í hlýjuna.

Dómsmálaráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu um málið. Efnisorð hennar eru tvö: Löggæsla. Útlendingar. Neðar stendur svo: Til baka. Já förum til baka.

Flestum ofbýður aðferðir löggæslunnar en dómsmálaráðherra virðist ekki næmur á sársauka annarra. Hann gerir tilraun til að setja sig í spor þeirra sem líður illa yfir aðförunum en tekst það bara ekki. Lögreglan virðist því miður eiga eftir að tileinka sér eigin siðareglur og telur að hlýðni sé æðsta dygðin (Hlýðni er ekki dygð).

Viljum við venjast þessu?

Í fréttatilkynningunni 4. nóvember berskjaldar dómsmálaráðuneytið sig. Þar er okkur sagt hvernig þetta er og ráðherra bætir svo við að svona sé þetta vikulega. Málið er þá bara að venjast þessu? Nei, takk.

Við keppumst við að kenna börnum góðvild og samkennd í skólum en búum svo við ráðherra sem setur önnur gildi ofar þegar þýðingarmiklar ákvarðanir eru teknar. Við erum alltaf ábyrg, hjá því verður ekki komist.

Í kaflanum í fréttatilkynningunni „Aðstæður í Grikklandi“ stendur ekkert um aðstæður fólks. (Enda kom í ljós í Kveikþætti á RÚV að enginn hefur farið út til að kanna þær). Í tilkynningunni stendur aðeins að það brjóti EKKI í bága við 42. gr. laga um útlendinga að endursenda.

Núþegar hefur UNICEF, Þroskahjálp, Rauði krossinn, Rektor FÁ, Tabú og ýmis mannréttindasamtök mótmælt þessari endursendingu harðlega og fólk safnast saman á Austurvelli til að mótmæla. En skilaboðin frá ráðuneytinu eru: Við brutum engin lög eða reglugerðir, við megum þetta. En efnisorðin sem vantar í fréttatilkynningu dómsmálaráðuneytisins eru: 

Mannúð. Góðvild. Vinsemd.
Samkennd. Virðing.

Nú er ekki tími til að ræða reglugerðir og leyfa „skynseminni“ að meta kalt rök með og á móti, ekki tími til að telja hausa og ekki tími til að skoða eitthvað í heildarsamhengi eins og oft er sagt þegar málum er klúðrað. Nú er tími til að fara til baka í merkingunni að vanda sig og að spyrja um mannréttindi fólks með nöfn sem stendur andspænis ógn. 

Efnisorð: Kærleikur

Við erum að tala um einstaklinga af holdi og blóði, einstaklinga með nöfn og fjölskyldu sem var stungið grátandi inn í lögreglubíla, fjölskyldu í áfalli og í hættu, fjölskyldu sem við höfum nú þegar skaðað. 

Efnisorðin eru ekki löggæsla og útlendingar heldur kærleikur og góðvild.

Já, förum til baka!

#ekkiímínunafni

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
MenningHús & Hillbilly

Fyr­ir­bæri: Mið­stöð lista­manna og áhuga­fólks um mynd­list

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.
Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Fréttir

Vel ger­legt að ná verð­bólgu­vænt­ing­un­um nið­ur – „Ég hef trú á því og við mun­um skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.
Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Fréttir

Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
Loftslagsráðherra og raunveruleikinn
Tryggvi Felixson
Aðsent

Tryggvi Felixson

Lofts­lags­ráð­herra og raun­veru­leik­inn

Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir að til að leysa lofts­lags­vand­ann sé nauð­syn­legt að beita meng­un­ar­bóta­regl­unni á alla geira at­vinnu­lífs­ins. Bæði OECD og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ít­rek­að bent á að skatt­ar og gjöld á meng­un séu skil­virk­asta leið­in til að ná mark­mið­um í um­hverf­is­mál­um. „Það er löngu tíma­bært að rík­is­stjórn­in og lofts­lags­ráð­herra við­ur­kenni hið aug­ljósa í þess­um mál­um.“
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Lygar, járnsprengjur og heitt blý
Flækjusagan

Lyg­ar, járn­sprengj­ur og heitt blý

Tveir gaml­ir menn bú­ast til brott­ferð­ar í Banda­ríkj­un­um, Daniel Ells­berg og Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti. Báð­ir reyndu að bæta heim­inn, hvor á sinn hátt.
Listræn sýn að handan
Viðtal

List­ræn sýn að hand­an

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.
Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Fréttir

Ausa sér yf­ir rík­is­stjórn­ina vegna vaxta­hækk­ana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.
Bókatíð
Friðgeir Einarsson
Pistill

Friðgeir Einarsson

Bóka­tíð

Frið­geir Ein­ars­son gerði heið­ar­lega til­raun til að lesa sig inn í sumar­ið. „Ég var bú­inn að upp­hugsa dá­góð­an lista, þeg­ar það fór snögg­lega aft­ur að kólna.“
Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Fréttir

Á bil­inu tveir til 166 leik­skóla­kenn­ar­ar hafa út­skrif­ast ár­lega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.