Þessi færsla er rúmlega 4 mánaða gömul.

Barnamálaráðherra vs. dómsmálaráðherra

Barnamálaráðherra vs. dómsmálaráðherra

Forvarnir styðjast við lög og reglugerðir um hvað er leyfilegt og bannað og hvar mörkin liggja. Tilslökun á reglum sem tengjast alkóhóli geta þurrkað út árangur sem hefur fengist með forvörun. Nefna má að í könnun árið 1995 kom fram að 80% tíundu bekkinga höfðu smakkað áfengi. Ný könnun sýnir að 30% tíundu bekkinga hafa smakkað áfengi.

Þessi árangur getur gengið til baka meðal annars vegna þess að ákefð fullorðinna í áfengi virðist vaxa með árunum og hefur farið úr 4,5 lítra árið 1988 í 7,5 á kjaft árið 2021. Einnig eru áform um tilslakanir á Alþingi í þessum málaflokki.

Verst fyrir börn og eldri borgara

Slæm áhrif áfengis á heilsu og hugarstarf eru óumdeild. Það er staðreynd að áfengi er eitur (etanól) sem líkaminn reynir að hafna með því að vekja ógleði og valda uppköstum. Áfengi er verst fyrir börn og eldri borgara og af þeim sökum er takmarkað aðgengi að áfengi góð forvörn, því sú aðgerð dregur úr neyslu.

WHO í Evrópu hefur hvatt ríki til að draga úr heildnotkun áfengis um 10% á næstu tveimur árum með öllum tiltækum ráðum. Hvernig ætlar Ísland að standa að því?

Opinber Lýðheilsustefna og -markmið snúast um að draga úr skaðlegum áhrifum og afleiðingum áfengisdrykkju. En á Alþingi veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri gerir í þessum efnum.

Áform um farsæld barna en ekki foreldra

Barnamálaráðherra hefur sett í samráðsgátt áform um gagnasöfnun um farsæld barna á sama tíma og dómsmálaráðherra setur í samráðsgáttina áform um að leggja til afnám banns við heimabruggun.

Barnamálaráðherra vill skapa barnvænt Ísland sem skal byggja á markvissri söfnun gagna. Stjórnvöld vilja hlusta á börn og tala við börn. Svo verður sett fram heildstæð stefna í málefnum barna og unglinga. En dómsmálaráðherra vill ekki að byggja á gögnum í áformum sínum um afnám banns við heimabruggun, hann vísar fremur í það sem heyrst hefur.

Alþjóðleg ritrýnd gögn sýna að ef dregið er úr takmörkunum á aðgengi að alkóhóli þá eykst neyslan og heilsa þjóðarinnar versnar og það þarf væntanlega að hækka skatta í kjölfarið til að styrkja heilbrigðiskerfið. Þetta staðfesta vísindaleg gögn.

Ljóst er að um leið og heimabruggun er leyfð þá fjölgar söluaðilum á brugggræjum og efnum, markaðssetning hefst og þetta breiðist út. Brugg á heimilum barna mun aukast. Börn munu venjast bruggtækjum, tilhlökkun foreldra um hvernig lögunin muni heppnast, hvenær megi smakka og bjóða í veislu. Slysatíðni og heimilisofbeldi mun aukast o.s.frv.

Áform um frumvarp um heimabruggun er í hróplegri andstöðu við áform um frumvarp um farsæld barna. Ekkert lýðheilsumat liggur fyrir um áhrif á heilsu og velsæld, ekki um áhrif á farsæld barna. 

Hverjir eru taldir upp sem helstu hagsmunaaðilar sem eiga að segja skoðun sína á áforum um heimbruggun? Það eru ekki börn eða foreldrar heldur framleiðendur og söluaðilar: Fágun, félag áhugafólks um gerjun, Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda, Samtök iðnaðarins, auk Embættis Landlæknis og Neytendasamtökin.

Söfnum heldur gögnum og könnum líðan, velferð og farsæld barna, fáum yfirsýn og tökum svo ákvarðanir út frá mælikvörðum um barnvænt Ísland. Metum stöðuna og spáum svo í hvort ástæða er til að leyfa bruggun bjórs og víns á heimilum.

Önnur áform án gagnasöfnunar

Í endurfluttu frumvarpi (135. mál, lagafrumvarp. 153. löggjafarþing 2022–2023) er lögð til ein lítil breyting á áfengislögum eða að 5. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 12. gr. laganna falli brott. Hún snýst um að afnám afgreiðslubanns á frídögum.

Rökin sem færð eru fyrir þessu er að að hjálpa ÁTVR í samkeppni við aðra söluaðila. Vínbúðin fær þá leyfi til að selja vín á sunnudögum og á almennum frídögum landsmanna, rauðum dögum á mánaðatalinu. Tæpir foreldrar geta þá látið undan freistingunni og brugðið sér í ríkið.

Barnvænt Ísland getur ekki leyft sér að slaka á lögum og reglugerðum sem varða heimabrugg og sölu áfengis. Gögn og rannsóknir mæla stórlega gegn því. Eða hvernig ætlar Ísland að draga úr heildnotkun áfengis um 10% á næstu tveimur árum eins og WHO í Evrópu mælir fyrir um?

Fleiri greinar

Að drekka ekki áfengi

Að takmarka aðgengi

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Fréttir

Hafn­ar sáttaum­leit­un­um Sam­herja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.
Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Gervigreind í hernaðarprófi reyndi að drepa stjórnanda sinn
Flækjusagan

Gervi­greind í hern­að­ar­prófi reyndi að drepa stjórn­anda sinn

Gervi­greind­ar­kerfi sem banda­ríski flug­her­inn próf­aði „tók upp á mjög óvænt­um hlut­um“ til að ná mark­mið­um sín­um — að við segj­um ekki uggvæn­leg­um
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Svöl stemning og melódískt popppönk
Gagnrýni

Svöl stemn­ing og mel­ó­dískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.
Loka auglýsingu