Þessi færsla er rúmlega 11 mánaða gömul.

Vináttan við náttúruna

Vináttan við náttúruna

Vinátta er hugtak sem spannar mikla vídd og dýpt. Á skala vináttu er ég, aðrir, samfélagið, náttúran og jörðin.

Mig langar til að lýsa vináttu við náttúruna, því það er mikilvægt vegna þess að þetta samband hefur raskast.

Vinátta er meira en tilfinning. Hún er kærleikur, hún er vitræn og siðræn. Hún er reynsla. Hún felur í sér margar dyggðir eins og heiðarleika, þakklæti, virðingu og fyrirgefningu.

Enginn getur þekkt sjálfan sig nema í gegnum náin kynni við aðra manneskju.

Orðið vinur er tengt latneska orðinu Venus sem merkir líka kærleika. Vinur er ekki aðeins félagi, heldur kær félagi. Vinur er spegill sem sýnir ekki aðeins útlit heldur innri mann, hver við erum í raun.

Við deilum tilfinningum okkar og hugsunum með vinum og treystum þeim fyrir innstu hugarefnum okkar.

Vinsemd er náttúruleg, enginn býst við óvild, barn býst ekki við óvild við fyrstu kynni, það býst við vinsemd og ást og það lærir síðan að mynda vináttubönd.

Manneskjan er góð að upplagi eins og Rousseau hélt fram, en eitthvað fór úrskeiðis með tímanum og firringin náði yfirhöndinni. En við missum ekki vonina heldur stefnum áfram að vináttu.

„Manneskjan er góð af náttúrunnar hendi,“ er falleg fullyrðing sem er ekki nógu hátt skrifuð því við blindumst af undantekningunum. Staðreyndin er þó sú að flestallt fólk lifir lífi án ofbeldis og ræktar garðinn sinn vel og fallega.

Vinátta felur í sér alúð, blíðleika, elsku, góðlyndi, hlýju, mildi en andstæða hennar er fjandskapur og einnig skeytingarleysi.

Ímyndum okkur heiminn án vinsemdar. Öllum væri sama um alla aðra. Mannlífið yrði án hlýju. Heimurinn yrði kaldur og vélrænn. Fólk myndi missa heilsuna og lífið styttast.

Skeytingarleysi og skortur á kærleika, virðingu og vinsemd gagnvart öðrum lífverum, gagnvart landslagi, stöðum, heimkynnum annarra, gagnvart náttúrunni allri er sennilega það sem veldur mestum skaða á jörðinni um þessar mundir.

Þessi skortur er fylltur með græðgi. En græðgin bíður ekki upp á neina framtíð – aðeins auðn og eyðileggingu.

Tengsl manneskju og náttúru verða að styrkjast á ný. Jörðin þarf nauðsynlega á virðingu, vinsemd og vináttu að halda til að jafna sig og dafna á ný með þeim lífverum sem hér eru.

Vinátta er gagnkvæm, það er ekki nóg að vera velviljuð, við verðum að sýna ástúð.

Vináttan lífgar samband manns og náttúru. Náttúran gefur og með því að þiggja gjöfina lærum við að elska hana og ef við gefum á móti lærir hún að umbera okkur.

Verkefnið er að rækta tengsl og vináttusamband við náttúruna og lífið á jörðinni. Verkefnið er að rækta sambandið við krafta náttúrunnar.

Ég hef skrifað um vináttu í bókunum mínum, Gæfuspor og Heillaspor. Þar er núvitundaræfing sem heitir hugarljós. Hún er svona, dragðu andann, hlustandi góður:

  • Taktu þér stöðu utandyra, úti í garði eða í sveitinni.
  • Teygðu út hendur, opnaðu faðminn og lokaðu augunum.
  • Dragðu andann reglulega og hlustaðu á hljóðin.
  • Dveldu í náttúrunni og finndu hvernig þú verður eitt með henni.

Reynsla sem á sér stað í víðerni náttúrunnar styrkir óbeint viljann til að skapa samfélag fólks sem ber virðingu fyrir náttúrunni. Við rennum saman við víðáttuna og verðum eitt með henni, hugur og líkami verða einasta eitt og fyllast aðdáun og væntumþykju. Í slíkri uppljómun finnum við fyrir hinu óræða og ósegjanlega.

Komandi kynslóð getur ekki öðlast þá friðsemd sem til þarf nema hafa tækifæri til að dvelja í óbyggðri náttúru og öðlast ótruflaða reynslu. Lífríkið og vistkerfið á skilið ótakmarkaða lotningu og vináttu mannverunnar.

Opnið hugann! Lokið augum og eyrum og nemið óminn.

Textinn var fluttur í þættinum Uppástand á Rás 1 þann 1. júlí 2022 og má hlýða á hér: Vinátta. Einnig níu aðrar hugleiðingar um vináttu.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
Fréttir

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.
„Ég hef ekki einu sinni fengið boð í atvinnuviðtöl“
Fréttir

„Ég hef ekki einu sinni feng­ið boð í at­vinnu­við­töl“

Rafa­ela Georgs­dótt­ir hef­ur um langt skeið leit­að að störf­um þar sem mennt­un henn­ar gæti nýst en án ár­ang­urs. Rafa­ela er mennt­að­ur lög­fræð­ing­ur frá Bras­il­íu með sér­hæf­ingu í um­hverf­is­vernd.
Hvað kostar lítri af mjólk?
Fréttir

Hvað kost­ar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.
Hvalveiðar Kristjáns sem djúpleikur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillHvalveiðar

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hval­veið­ar Kristjáns sem djúp­leik­ur

Hval­veið­ar Kristjáns Lofts­son­ar snú­ast um ann­að og meira en pen­inga þar sem þær eru órök­rétt­ar út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Mann­fræð­ing­ur­inn Clifford Greetz rann­sak­aði hana­at á Balí fyr­ir meira en hálfri öld en þar má finna skýr­ing­ar sem geta hjálp­að til við að skilja ástríðu Kristjáns fyr­ir hval­veið­um.
Verðbólgan er meira hagnaðar- en launadrifin
Stefán Ólafsson
Aðsent

Stefán Ólafsson

Verð­bólg­an er meira hagn­að­ar- en launa­drif­in

Það er beint sam­band milli auk­ins hlut­ar fyr­ir­tækja af þjóð­ar­kök­unni og auk­inn­ar verð­bólgu, en nei­kvætt sam­band milli hlut­ar launa­fólks og verð­bólgu.
Ísland situr á vannýttum mannauði meðal innflytjenda
Fréttir

Ís­land sit­ur á vannýtt­um mannauði með­al inn­flytj­enda

Hlut­fall inn­flytj­enda sem lok­ið hafa há­skóla­námi er nærri því tvö­falt á við inn­fædda Ís­lend­inga með­al fé­lags­manna í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ og BSRB. Rann­sókn­ir sýna að inn­flytj­end­ur, einkum kon­ur, eru oft og tíð­um of­mennt­að­ar fyr­ir þau störf sem þær sinna.
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Greining

Bens­ín­verð það sama og fyr­ir ári en hlut­ur olíu­fé­laga hef­ur tvö­fald­ast

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra er tæp­lega 308 krón­ur nú en var 307 krón­ur fyr­ir ári. Í maí í fyrra tóku olíu­fé­lög­in sem selja Ís­lend­ing­um bens­ín 31,24 krón­ur af hverj­um seld­um lítra. Nú taka þau 62,67 krón­ur af hverj­um seld­um lítra.
Friður hins heilaga refs?
Flækjusagan

Frið­ur hins heil­aga refs?

Hefðu Bret­ar átt að semja frið við Hitler ár­ið 1940 til að koma í veg fyr­ir frek­ara mann­fall?