Þessi færsla er rúmlega 7 mánaða gömul.

Vináttan við náttúruna

Vináttan við náttúruna

Vinátta er hugtak sem spannar mikla vídd og dýpt. Á skala vináttu er ég, aðrir, samfélagið, náttúran og jörðin.

Mig langar til að lýsa vináttu við náttúruna, því það er mikilvægt vegna þess að þetta samband hefur raskast.

Vinátta er meira en tilfinning. Hún er kærleikur, hún er vitræn og siðræn. Hún er reynsla. Hún felur í sér margar dyggðir eins og heiðarleika, þakklæti, virðingu og fyrirgefningu.

Enginn getur þekkt sjálfan sig nema í gegnum náin kynni við aðra manneskju.

Orðið vinur er tengt latneska orðinu Venus sem merkir líka kærleika. Vinur er ekki aðeins félagi, heldur kær félagi. Vinur er spegill sem sýnir ekki aðeins útlit heldur innri mann, hver við erum í raun.

Við deilum tilfinningum okkar og hugsunum með vinum og treystum þeim fyrir innstu hugarefnum okkar.

Vinsemd er náttúruleg, enginn býst við óvild, barn býst ekki við óvild við fyrstu kynni, það býst við vinsemd og ást og það lærir síðan að mynda vináttubönd.

Manneskjan er góð að upplagi eins og Rousseau hélt fram, en eitthvað fór úrskeiðis með tímanum og firringin náði yfirhöndinni. En við missum ekki vonina heldur stefnum áfram að vináttu.

„Manneskjan er góð af náttúrunnar hendi,“ er falleg fullyrðing sem er ekki nógu hátt skrifuð því við blindumst af undantekningunum. Staðreyndin er þó sú að flestallt fólk lifir lífi án ofbeldis og ræktar garðinn sinn vel og fallega.

Vinátta felur í sér alúð, blíðleika, elsku, góðlyndi, hlýju, mildi en andstæða hennar er fjandskapur og einnig skeytingarleysi.

Ímyndum okkur heiminn án vinsemdar. Öllum væri sama um alla aðra. Mannlífið yrði án hlýju. Heimurinn yrði kaldur og vélrænn. Fólk myndi missa heilsuna og lífið styttast.

Skeytingarleysi og skortur á kærleika, virðingu og vinsemd gagnvart öðrum lífverum, gagnvart landslagi, stöðum, heimkynnum annarra, gagnvart náttúrunni allri er sennilega það sem veldur mestum skaða á jörðinni um þessar mundir.

Þessi skortur er fylltur með græðgi. En græðgin bíður ekki upp á neina framtíð – aðeins auðn og eyðileggingu.

Tengsl manneskju og náttúru verða að styrkjast á ný. Jörðin þarf nauðsynlega á virðingu, vinsemd og vináttu að halda til að jafna sig og dafna á ný með þeim lífverum sem hér eru.

Vinátta er gagnkvæm, það er ekki nóg að vera velviljuð, við verðum að sýna ástúð.

Vináttan lífgar samband manns og náttúru. Náttúran gefur og með því að þiggja gjöfina lærum við að elska hana og ef við gefum á móti lærir hún að umbera okkur.

Verkefnið er að rækta tengsl og vináttusamband við náttúruna og lífið á jörðinni. Verkefnið er að rækta sambandið við krafta náttúrunnar.

Ég hef skrifað um vináttu í bókunum mínum, Gæfuspor og Heillaspor. Þar er núvitundaræfing sem heitir hugarljós. Hún er svona, dragðu andann, hlustandi góður:

  • Taktu þér stöðu utandyra, úti í garði eða í sveitinni.
  • Teygðu út hendur, opnaðu faðminn og lokaðu augunum.
  • Dragðu andann reglulega og hlustaðu á hljóðin.
  • Dveldu í náttúrunni og finndu hvernig þú verður eitt með henni.

Reynsla sem á sér stað í víðerni náttúrunnar styrkir óbeint viljann til að skapa samfélag fólks sem ber virðingu fyrir náttúrunni. Við rennum saman við víðáttuna og verðum eitt með henni, hugur og líkami verða einasta eitt og fyllast aðdáun og væntumþykju. Í slíkri uppljómun finnum við fyrir hinu óræða og ósegjanlega.

Komandi kynslóð getur ekki öðlast þá friðsemd sem til þarf nema hafa tækifæri til að dvelja í óbyggðri náttúru og öðlast ótruflaða reynslu. Lífríkið og vistkerfið á skilið ótakmarkaða lotningu og vináttu mannverunnar.

Opnið hugann! Lokið augum og eyrum og nemið óminn.

Textinn var fluttur í þættinum Uppástand á Rás 1 þann 1. júlí 2022 og má hlýða á hér: Vinátta. Einnig níu aðrar hugleiðingar um vináttu.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.
Orkuráðuneytið og grænþvottahúsið
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Orku­ráðu­neyt­ið og græn­þvotta­hús­ið

Ef ekki væri svona mik­ill handa­gang­ur í græn­þvotta­hús­inu þá væri hér í gangi neyðaráætl­un vegna ham­fara­hlýn­un­ar og fyr­ir nátt­úru­vernd.
Beast
Bíó Tvíó#223

Be­ast

Baltas­ar Fe­brú­ar hefst með því að Andrea og Stein­dór fjalla um kvik­mynd Baltas­ar Kor­máks frá 2022, Be­ast.
Enn um myglu og raka í húsum
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Enn um myglu og raka í hús­um

Fyrr­ver­andi tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðju rík­is­ins seg­ir að til þess að kom­ast hjá myglu­mynd­un þurfi að­eins að gera hús leka­laus.
Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fréttir

Aldrei meira um kyn­bund­ið of­beldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.
Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Menning

Frá Berlín til Ís­lands – Út­víkk­un á formi, af­bygg­ing og póst­drama­tík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Maðurinn með ennisbandið
Fréttir

Mað­ur­inn með enn­is­band­ið

Hann er dansk­ur, síð­hærð­ur og ætíð með enn­is­band í vinn­unni. Hann hef­ur þrisvar ver­ið kjör­inn besti hand­knatt­leiks­mað­ur í heimi og aukakast sem hann tók á Ólymp­íu­leik­un­um 2008 er skráð í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans. Hann heit­ir Mikk­el Han­sen og er frá Hels­ingja­eyri.
Hver var Makbeð?
Flækjusagan

Hver var Mak­beð?

Í Borg­ar­leik­hús­inu er nú ver­ið að sýna harm­leik Shakespeares um Mak­beð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er einn efni­leg­asti leik­stjóri Evr­ópu um þess­ar mund­ir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leik­stjór­ar nú­tím­ans fara vit­an­lega sín­um eig­in hönd­um um efni­við Shakespeares en hvernig fór hann sjálf­ur með sinn efni­við, sög­una um hinn raun­veru­lega Mac Bet­had mac Findlaích sem vissu­lega var kon­ung­ur í Skotlandi?
Heilræði ömmu
Ragna Árnadóttir
PistillÞað sem ég hef lært

Ragna Árnadóttir

Heil­ræði ömmu

Það er ekki alltaf ein­falt að fylgja heil­ræði ömmu, en það hjálp­ar.
Biðin eftir aðgerð
Fólkið í borginni

Bið­in eft­ir að­gerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.
Listin að vera listamaður
Auður Jónsdóttir
Pistill

Auður Jónsdóttir

List­in að vera lista­mað­ur

Auð­ur Jóns­dótt­ir skrif­ar um list­ina að vera lista­mað­ur. Og hark­ið. Sem þarf að kunna að dansa í.