Þessi færsla er rúmlega 2 mánaða gömul.

Furðulegt frumvarp um áfengislög kolfellur

Furðulegt frumvarp um áfengislög kolfellur

Fréttafyrirsagnir um breytingar á áfengislögum, til að rýmka afgreiðslutíma Vínbúða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helgar og á frídögum, eru á þessa leið: „Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins setur sig ekki upp á móti frumvarpi þingmanna Framsóknarflokksins um rýmri afgreiðslutíma vínbúða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmkun“ (MBL). „Afnám banns gæti rýmkað opnunartíma vínbúða yfir hátíðir“ (Vísir).

Fjórar af 31 umsögn stofnana og félagasamtaka um frumvarpið hafa verið birtar, þær eru frá ÁTVR, Embætti landlæknis, Félagi lýðheilsufræðinga og Bindindissamtakanna IOGT. Eftir þann lestur má bæta við fyrirsögninni "Frumvarp um áfengislög kolfellur". Hún er meira lýsandi.

WHO varar við tilslökun á reglum um sölu áfengis

ÁTVR er ekki beint hrifið af frumvarpinu og tekur fram að áhrifin á neyslu hafi ekki verið metin. "ÁTVR bendir þó á að ekki verði séð að metin hafi verið áhrif þess á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu.“ Umsögn ÁTVR.

Aftur á móti kemur sterklega fram í umsögnum hjá Embætti landlæknis, Félagi lýðheilsufræðinga og Bindindissamtakanna IOGT að áhrifin á neyslu við svona rýmkun eru víðkunn um alla Evrópu, einfaldlega út frá þeirri staðreynd að áfengi er ávanabindandi efni og á þátt í myndun krabbameins. Margar þjóðir eru að reyna að hafa taumhald á frjálslegri þróun í áfengismálum. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) fullyrðir t.a.m. að áfengi sé stór þáttur í ósmitnæmum sjúkdómum og hvetur beinlínis allar þjóðir til að draga úr áfengisneyslu.

Frumvarpið fellur á lýðheilsuprófinu

Í raun fær frumvarpið því falleinkunn og háðulega útreið. Einn flutningsmanna þess, Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður Framsóknar hefur jafnvel skrifað greinar um hvernig bæta megi heilsu þjóðarinnar og segir frá því að hann hafi lagt fram frumvarp þess efni. Hann skrifaði grein um daginn þar sem hann segist vilja leggja til leiðir sem „tryggja rýni allra frum­varpa sem lögð eru fyrir Al­þingi út frá á­hrifum þeirra á lýð­heilsu þjóðarinnar."

Hann tekur þar með undir með Embætti landlæknis um mikilvægi lýðheilsumats og skrifar: „Á haust­þingi lagði ég fram þings­á­lyktunar­til­lögu þess efnis að ríkis­stjórninni yrði falið að hefja vinnu við að festa í sessi lýð­heilsu­mat hér á landi.“ 

Hans eigið frumvarp um afnám afgreiðslubanns Vínbúða á áfengi á frídögum yrði fyrst til að falla á lýðheilsuprófinu sem hann mælir með. Frummælendur leggja til að slaka á áfengislögum og vilja stórefla forvarnir í leiðinni. Þetta er hrein sóun á almannafé, að mínu mati, því að stundum eru boð og bönn og mörk í lögum og reglugerðum ein allra besta forvörnin.

Fyrsti flutningsmaður er í Velferðarnefnd

Nefna má einnig að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, situr í Velferðarnefnd Alþingis. Þar hefur hún aðgang að rannsóknum, skýrslum og öllu sem nöfnum tjáir að nefna um skaðsemi áfengis og forvarnir vegna áfengisneyslu. 

Ég get því ekki skilið til hvers þessir tveir stjórnarþingmenn, Hafdís og Jóhann, vilja veita ÁTVR leyfi til að selja áfengi á sunnudögum. Er hægt að treysta þeirra mati á afleiðingum breytingarinnar á áfengislögum? Þau vilja samkvæmt greinargerð að Vínbúðir verði opnar á sunnudögum til að viðskiptavinir fari ekki að drekka það sem aðrir (óprúttnir aðilar?) selja á sunnudögum.

Mati hverra á frumvarpinu skal treysta?

Flutningsmenn frumvarpsins um afnám opnunarbanns í Vínbúðum á frídögum eru auk Hafdísar Hrannar og Jóhanns Friðriks, Þórarinn Ingi Pétursson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson. Hafdís mælti fyrir frumvarpinu 7. mars 2023 og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn, veitti einu andsvörin þennan dag. Þorgerður sagði:

„Við skulum fókusera á að treysta fólki og einblína á að efla áfram forvarnir … í stað þess að vera með boð og bönn“. Hún nefndi einnig að opna þyrfti fyrir áfengisauglýsingar í fjölmiðlum, m.a. til að fjölmiðlar gætu fengið bita af þeirri (peninga)köku. „Þess vegna segi ég,“ segir hún: „Treystum fólki í þessum málum, það er kominn tími til í þessum efnum.“ „Ekki vera með beislið á þessu …það er sýndarveruleiki.“ 

Ég botna ekkert í andsvörum Þorgerðar eða í hverju felst sýndarveruleikinn?

Frummælendur treysta ekki staðreyndum

Einu andsvörin fólust m.ö.o. í því að þetta frumvarp gengi ekki nógu langt og að langbest væri að selja áfengi í matvöruverslunum, þrátt fyrir að: „Áfengi er engin venjuleg neysluvara heldur lífrænt leysiefni, eitur sem er notað sem hugbreytandi vímuefni og er fíkniefni og eiturlyf.“ eins og segir í umsögn IGOT.

Greinilegt er að frummælendur frumvarpsins um afnám afgreiðslutíma Vínbúða á áfengi treysta ekki staðreyndum, vísindum, ályktum lýðheilsufræðinga né reynslu fagaðila í forvörnum í áfengismálum. Andmælandi frumvarpsins gerir það ekki heldur. Hægt er að horfa á umræðuna hér á vef Alþingis. Allar viðvaranir eru hunsaðar.

Þau sem beðin voru um að senda umsögn eru á lista hér á vef Alþingis þar á meðal eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum. Það væri áhugavert að vita hvað þeim þykir um hugmynd Þorgerðar Katrínar um að leyfa áfengisauglýsingar í fjölmiðlum á Íslandi? 

Hvað segja lýðheilsufræðingar svo um frumvarpið?

Hvað segja svo þau sem búa yfir þekkingu á fleiru en verslunarfrelsi? „Félag lýðheilsufræðinga harmar frumvarp til laga um afnám opnunarbanns á frídögum,“ segir í umsögn lýðheilsufræðinga og:

„Þetta frumvarp er í andstöðu við WHO sem hvetur ríkisstjórnir til að grípa til aðgerða til að draga úr þeim skaða sem áfengi veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum.“

Félagið talar hreint út: „Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum aukinnar áfengissölu fyrir ríkissjóð en leitt líkum að lögin geti leitt til aukinnar sölu.“ „Á lista yfir 10 aðgerðir sem stungið er upp á (WHO, 2019) er m.a. að takmarka aðgengi að áfengi með:

 • Ríkiseinokunarverslun sem stýrist af lýðheilsusjónarmiðum
 • Lögum um fjölda og staðsetningu áfengisverslana
 • Lögum um opnunartíma - daga og klukkutíma
 • Lögum um sölu áfengis á sérstökum viðburðum eða sérstökum stöðum“.

Treystum á rannsóknir og vísindi 

Félag lýðheilsufræðingar heldur áfram: „Aðgengi almennings að áfengi er almennt gott hér á landi og má draga þá ályktun að það séu fyrst og fremst söluaðilar sem hafa að hagsmunum að gæta sem hagnist á þessari lagabreytingu á kostnað viðkvæmra hópa, þeirra sem verst eru settir og hafa minnsta stjórn á neyslu sinni. Sterkar vísbendingar eru um, þvert á efni frumvarpsins, að það sé verulegur hagrænn ávinningur í að fjárfesta í aðgerðum sem draga úr áfengisneyslu (OECD, 2021).“

Embætti landlæknis bætir við: „Þannig eru fyrirhugaðar breytingar ekki í samræmi við þau markmið að draga úr heildarnotkun áfengis líkt og lagt er til af Alþjóðaheilbrigðismálastofnun og tengjast heimsmarkmiðum um heilsu og vellíðan.“ https://www.althingi.is/altext/erindi/153/153-4191.pdf

Furðulegt frumvarp

Mér finnst þetta frumvarp um breytingar á áfengislögum sérkennilegt í alla staði. Það er í mótsögn við velferðarstefnu og niðurstöður helstu stofnana okkar í heilbrigðiskerfinu og forvörnum. Jafnvel einn af flutningsmönnum þess virðist gera sér grein fyrir því í greinum sem hann skrifar. 

Fyrri grein um frumvarpið: 

Að takmarka aðgengi að áfengi með rýmri afgreiðslutíma

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • GGJ
  Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
  Uppá síðkastið finnst mér ég æ oftar þurfa að líta á almanakið til að skoða hvort það sé 1. apríl. Þetta er þannig mál.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Verkföllin farin að hafa töluverð áhrif
Allt af létta

Verk­föll­in far­in að hafa tölu­verð áhrif

Kjara­deila BSRB-fé­laga hring­inn í kring­um land­ið og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur ver­ið í hörð­um hnút, þó mál hafi þokast áfram í vik­unni. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir stend­ur í stafni hjá BSRB.
Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“
FréttirFernurnar brenna

Guð­laug­ur Þór: „Ég lít á þessa um­fjöll­un mjög al­var­leg­um aug­um“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, um­hverf­is-, orku- og auð­linda­ráð­herra mun kalla for­svars­menn Sorpu og Úr­vinnslu­sjóðs á fund eft­ir helgi vegna frétt­ar Heim­ild­ar­inn­ar um skort á end­ur­vinnslu á fern­um.
Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Fréttir

Hafn­ar sáttaum­leit­un­um Sam­herja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.
Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Loka auglýsingu