Þessi færsla er rúmlega 8 mánaða gömul.

Að takmarka aðgengi að áfengi með rýmri afgreiðslutíma

Hvernig má sannfæra fyrsta flutningsmann, Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, nefndarmann í Velferðarnefnd Alþingis um að framlögð breyting á áfengislögum, nr. 75/1998 verði ekki farsæl og stuðli ekki að meira frelsi fyrir einn eða neinn? Athyglisvert er að vísað er oftast í frelsishugtakið í greinargerð en ekki í rannsóknir um velferð, lýðheilsu eða heilsu.

Frelsi til að kaupa og selja alla daga vikunnar í Vínbúðum ÁTVR virðist vera hugsjónin.

Í endurfluttu frumvarpi (135. mál, lagafrumvarp. 153. löggjafarþing 2022–2023) er lögð til ein lítil breyting á áfengislögum eða að 5. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 12. gr. laganna falli brott. Hún snýst um að afnám afgreiðslubanns á frídögum. Samkvæmt ákvæðinu, sem leggja ber niður, skulu áfengisútsölustaðir „vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst“. Vínbúðin fær þá leyfi til að selja vín á sunnudögum og á almennum frídögum landsmanna, rauðum dögum á mánaðatalinu. (Aukaspurning: Eru allir sunnudagar helgidagar þjóðkirkjunnar?)

Meira aðgengi, meiri drykkja

Velferðarnefnd, sem fyrsti flutningsmaður situr í, fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Nefndarfólk hefur t.a.m. aðgang að rannsóknum, skýrslum og öllu sem nöfnum tjáir að nefna um skaðsemi áfengis og forvarnir vegna áfengisneyslu. Niðurstaðan í rannsóknum, varðandi aðgengi, er ótvíræð eða eins og Árni Einarsson hjá Fræðslu og forvörnum orðar það „Aukið aðgengi að áfengi skilar sér samkvæmt rannsóknum beint í aukna neyslu. Í því ljósi er hér verið að leggja til neikvæðar breytingar." (FBL. 1.10.22).

Meira aðgengi þýðir meiri drykkja sem um leið krefst meiri og dýrari heilbrigðisþjónustu og meira fé í forvarnir. Í greinargerðinni er sagt að þessi breyting sé í samræmi við tíðaranda samfélagsins og að hún stuðli að frelsi fólks til nota þjónustu Vínbúðanna á sunnudögum. Tegund tíðarandans er þó ekki lýst í frumvarpinu en það má lesa milli línanna að það sé tíðarandi frelsis sem er óháð ábyrgð og þekkingu.

Einnig er tekið fram í greinargerðinni að þessi breyting veiti áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við samkeppni með því að opna dyr sínar fyrir neytendum þegar þeim hentar best. Hvers vegna þarf Vínbúðin að bregðast við þessari samkeppni fyrst framboðið er svona gott og fyrst vitað er að áfengi er ávanabindandi efni?

Loks er nefnt að skatttekjur ríkisins gætu aukist vegna meiri viðskipta áfengisútsölustaða á umræddum dögum. Þannig að gert er ráð fyrir meiri vínsölu með þessari breytingu og einnig að fleiri drekki enn meira. En hvað með forvarnirnar og heilbrigðisþjónustu? Verða skatttekjurnar sem af þessu hlýst þá notaðar í að hvetja fólk til að drekka minna? Ef svo er þá átta ég mig enn síður á þessari breytingu laga.

Skaðsemin viðurkennd

Í greinargerðinni er sagt að ef breytingin gangi ekki í gegn muni einstaklingar leita annarra leiða til að nálgast vínið á þessum „helgidögum“ hjá öðrum söluaðilum og þá hugsanlega hjá „aðilum sem framleiða og selja áfengi án tilskilinna leyfa og í bága við lög og reglur, en ákveðin áhætta getur falist í vörum sem keyptar eru á þann hátt þar sem þær eru ekki framleiddar í samræmi við reglur og viðurkennda staðla. Einnig eru slíkar vörur almennt sterkari, þ.e. innihalda meira magn af vínanda, og geta verið skaðlegar heilsu fólks.“

Þessi kafli í greinargerðinni er hápunktur. Þrátt fyrir allt, þetta góða aðgengi, þá þurfa Vínbúðir helst vera opnar á sunnudögum til að viðskiptavinir fari ekki að drekka það sem aðrir selja, því áfengi getur nefnilega verið hættulegt og því vilja flutningsmenn skapa umhverfi þar sem áfengi verði áfram selt í öruggu umhverfi alla daga, þar sem eftirlit er með aldurstakmörkum og stuðlað að forvörnum vegna eituráhrifanna.

Þau vilja meira aðgengi en búast við að selja meira og vita að varan er skaðleg og að neytendur verði háðir efninu enda er það ávanabindandi. Já, ég skil ... ekki.

Einnig telja flutningsmenn mikilvægt að blása til stórsóknar í forvörnum eftir að breytingin hefur gegnið í gegn. Forvarnir sem felast í því að hvetja fólk til að byrja ekki að drekka, hætta að drekka og forvarnir sem upplýsa um skaðsemi þess á heilsu. Hér má aftur vitna í Árna Einarsson hjá Fræðslu og forvörunum sem segir „mikið talað um forvarnir á Íslandi á sama tíma og fjárheimildir til málaflokksins rýrni í gegnum lýðheilsusjóði.“

Neysla áfengis er ekki einkamál

Lára G. Sigurðardóttir læknir, og fjölmargir sérfræðingar á sviði lýðheilsuvísinda hjá Landlækni, Háskóla Íslands og öðrum góðum stofnunum, hefur í sjö ár bent á hverjar séu mikilvægustu aðgerðirnar til að draga úr skaða af völdum áfengis og fleiri vímuefna. Einfaldasta og áhrifamesta aðgerðin er að takmarka aðgengi að því. Rannsóknir sýna það glögglega. Dýrasta leiðin er að auka aðgengi eins og lagt er til í frumvarpinu.

Hvaða frelsi er verið að auka? Staðan eins og hún er núna skerðir ekki einstaklingsfrelsi eins eða neins. Róbert H. Haraldsson heimspekingur hefur skrifað um þetta efni. „Neysla áfengis er ekki einungis einkamál. Áfengi getur ekki bara skaðað neytandann, heldur líka aðra einstaklinga og samfélagið allt. Umfang skaðans ræðst af magni og mynstri neyslunnar, sem aftur ræðst af aðgengi, verði vörunnar og auglýsingum.“ (MBL. 4.9.2014)

Það er ekki heilbrú í þessu frumvarpi um breytingu á áfengislögum eða að 5. mgr. 6. gr. og  2. mgr. 12. gr. laganna falli brott og að afgreiðslubann á frídögum verði afnumið. Engin rök er að finna í greinargerðinni, aðeins klisjur um frelsi og samkeppni. Metnaður flutningsmanna felst í því að koma í veg fyrir að þetta „opnunarbann“ sem nú ríkir á sunnudögum leiði mögulega til þess að „einstaklingar leiti annarra leiða til að nálgast vörurnar“ sem eru núþegar til sölu frá mánudegi til laugardags. Flutningsfólk veit greinilega að áfengi er ávanabindandi en talar um það sem venjulega vöru á markaði.

Takmarkað aðgengi reynist best

Hefur flutningsfólk; Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Þórarinn Ingi Pétursson, ekki neitt að segja annað en það sé að hjálpa ÁTVR í samkeppni við aðra söluaðila?

Í Vínbúðum á að vera bæklingur sem fræðir neytendur um skaðsemi áfengis. Landlæknir segir að áfengi sé engin venjuleg neysluvara. Eitt af því sem skiptir mjög miklu máli til að koma í veg fyrir meiri neyslu er að takmarka sölutíma, söludaga og sölustaði. Þá sýna rannsóknir sem Landlæknir vitnar til að „samhliða aukinni áfengisneyslu aukist samfélagslegur kostnaður vegna áfengistengdra vandamála.  Stýring á aðgengi að áfengi er árangursrík leið til að takmarka áfengisneyslu og um leið mjög virk forvarnaraðgerð“  (landlaeknir.is). Áfengi dregur nefnilega úr heilsu og vellíðan.

Áfengi dregur úr kærleika

Það er mýta að hægt sé að drekka sér til heilsubótar og engin þekkt viðmið um skaðlausa notkun áfengis eru til reiðu. Ekkert mælir með áfengisdrykkju, allt mælir gegn henni. Dæmi: Áfengi dregur úr svefngæðum, deyfir dómgreind, dreifir eiturefnum um líkamann, truflar minnið, dregur úr dugnaði, deyfir framheila, sköpunargáfuna, skemmir lifrina og truflar hjarta, heila, maga, þvagfæri, lungu, bris.

Áfengi dregur úr skerpu og snerpu, athyglisgáfu, innsæi og kærleika. 

Góður árangur fyrir 2016 í hættu

Árni Einarsson segir að ýmsar breytingar hafi orðið á síðustu misserum sem leiði til þess að aðgengi að áfengi sé nánast stanslaust aukið. Leyfi ÁTVR til að afgreiða vín á sunnudögum er sennilega bara dropi í hafið. Það sem ég skil ekki er hvers vegna flutningsmenn leggja þetta til í nafni frelsis í stað þess að styðja lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi eins og samþykkt var árið 2016 í stjórnarráðinu.

Árangur hafði náðst og var staðfestur í rannsóknum 2016: „Á undanförnum árum hefur náðst umtalsverður árangur hér á landi í því að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu meðal ungs fólks og hefur hún dregist saman um meira en helming. Sá árangur hefur náðst með þrotlausu og víðtæku samstarfi þeirra sem sinna rannsóknum, stefnumótun og störfum í þágu barna og unglinga, sem og foreldra. Íslendingar hafa verið leiðandi á þessu sviði og sýnt að hægt er að ná árangri í forvarnarstarfi með rannsóknum, markvissri stefnu og starfi á vettvangi. En meðal virkra aðgerða er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa.“ Velferðarráðuneytið 2016).

Mér finnst merkilegt að alþingismenn geti samþykkt lýðheilsustefnu og aðgerðaráætlun sem á að takmarka aðgengi að áfengi en unnið svo gegn henni á öðrum vettvangi með lagabreytingum sem felast í því að auka aðgengi að áfengi.

Sveitarfélögin setja markið einnig hátt í lýðheilsumálum. Reykjavíkurborg samþykkti stefnu í fyrra sem gildir til 2030 þar sem sérstaklega er nefndur stuðningur við ungmenni með vanda vegna vímuefnanotkunar.

Frumvarpið styður engin góð markmið, ekki um lýðheilsu, forvarnir, samverustundir, vináttu, ekki fyrir börn, unglinga eða fólk með áfallasögu. Það setur stefnuna allt annað. Til hvers? Ég botna ekki neitt í því hvaða markmiðum flutningsfólks frumvarpsins telur sig vera að ná með frumvarpi um að selja áfengi í Vínbúðum á sunnudögum.

Niðurstaða: Ég legg til að þetta frumvarp fái ekki framgang.  5. mgr. 6. gr.  laganna falli ekki brott og 2. mgr. 12. gr. laganna falli ekki brott. Lög þessi öðlist ekki gildi.

Viðauki:

Heimsmarkmið SÞ gilda á Íslandi

Heilsa og vellíðan? Ísland, stjórnarráðið og sveitarfélögin eru þátttakendur í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þriðja markmiðið er Heilsa og vellíðan þar sem við skuldbindum okkur til að „Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.“ Grein 3.5 kveður á um að „Efldar verði forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, þar á meðal fíkniefna og áfengis.“

Hvað er áfengi? Etanól, etýlalkóhól eða vínandi er eldfimt, litarlaust og eitrað lífrænt efnasamband, nánar tiltekið alkóhól, táknað með efnajöfnunni C2H5OH. Etanól er einkum notað í áfenga drykki, sem eldsneyti á bíla og sprengihreyfla.

Hvað veistu um áfengi? Áfengi er flokkað sem slakandi vímuefni sem hægir á starfsemi heila og taugakerfis. Það berst með blóðrásinni um allan líkamann, til allra líffærakerfa og skaðar þau. 

Viltu senda umsögn?

Áfengislög (afnám opununarbanns á frídögum)
370. mál, lagafrumvarp, 152. löggjafarþing 2021–2022.

 

 

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edvard Guðjónsson skrifaði
    Fullorðnum er enn veittur kynferðislegur aðgangur að 15 ára börnum samkvæmt lögum, og þessi gaur hefur frekar áhyggjur af aðgengi fullorðins fólks að áfengi á sunnudögum. Come on!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Frábær grein !!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Gervigreind í hernaðarprófi reyndi að drepa stjórnanda sinn
Flækjusagan

Gervi­greind í hern­að­ar­prófi reyndi að drepa stjórn­anda sinn

Gervi­greind­ar­kerfi sem banda­ríski flug­her­inn próf­aði „tók upp á mjög óvænt­um hlut­um“ til að ná mark­mið­um sín­um — að við segj­um ekki uggvæn­leg­um
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Svöl stemning og melódískt popppönk
Gagnrýni

Svöl stemn­ing og mel­ó­dískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.
„Kláravín feiti og mergur með mun þar til rétta veitt“
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

„Klára­vín feiti og merg­ur með mun þar til rétta veitt“

Er sál­ar­kreppa of­urauð­kýf­ing­anna leyst með ein­stak­lings­fram­taki frjáls­hyggj­unn­ar þar sem hinum hólpnu er boð­ið upp á veislu í silf­urgljá­andi loft­belg?
Loka auglýsingu