Þessi færsla er rúmlega 3 mánaða gömul.

Að takmarka aðgengi að áfengi með rýmri afgreiðslutíma

Hvernig má sannfæra fyrsta flutningsmann, Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, nefndarmann í Velferðarnefnd Alþingis um að framlögð breyting á áfengislögum, nr. 75/1998 verði ekki farsæl og stuðli ekki að meira frelsi fyrir einn eða neinn? Athyglisvert er að vísað er oftast í frelsishugtakið í greinargerð en ekki í rannsóknir um velferð, lýðheilsu eða heilsu.

Frelsi til að kaupa og selja alla daga vikunnar í Vínbúðum ÁTVR virðist vera hugsjónin.

Í endurfluttu frumvarpi (135. mál, lagafrumvarp. 153. löggjafarþing 2022–2023) er lögð til ein lítil breyting á áfengislögum eða að 5. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 12. gr. laganna falli brott. Hún snýst um að afnám afgreiðslubanns á frídögum. Samkvæmt ákvæðinu, sem leggja ber niður, skulu áfengisútsölustaðir „vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst“. Vínbúðin fær þá leyfi til að selja vín á sunnudögum og á almennum frídögum landsmanna, rauðum dögum á mánaðatalinu. (Aukaspurning: Eru allir sunnudagar helgidagar þjóðkirkjunnar?)

Meira aðgengi, meiri drykkja

Velferðarnefnd, sem fyrsti flutningsmaður situr í, fjallar m.a. um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Nefndarfólk hefur t.a.m. aðgang að rannsóknum, skýrslum og öllu sem nöfnum tjáir að nefna um skaðsemi áfengis og forvarnir vegna áfengisneyslu. Niðurstaðan í rannsóknum, varðandi aðgengi, er ótvíræð eða eins og Árni Einarsson hjá Fræðslu og forvörnum orðar það „Aukið aðgengi að áfengi skilar sér samkvæmt rannsóknum beint í aukna neyslu. Í því ljósi er hér verið að leggja til neikvæðar breytingar." (FBL. 1.10.22).

Meira aðgengi þýðir meiri drykkja sem um leið krefst meiri og dýrari heilbrigðisþjónustu og meira fé í forvarnir. Í greinargerðinni er sagt að þessi breyting sé í samræmi við tíðaranda samfélagsins og að hún stuðli að frelsi fólks til nota þjónustu Vínbúðanna á sunnudögum. Tegund tíðarandans er þó ekki lýst í frumvarpinu en það má lesa milli línanna að það sé tíðarandi frelsis sem er óháð ábyrgð og þekkingu.

Einnig er tekið fram í greinargerðinni að þessi breyting veiti áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við samkeppni með því að opna dyr sínar fyrir neytendum þegar þeim hentar best. Hvers vegna þarf Vínbúðin að bregðast við þessari samkeppni fyrst framboðið er svona gott og fyrst vitað er að áfengi er ávanabindandi efni?

Loks er nefnt að skatttekjur ríkisins gætu aukist vegna meiri viðskipta áfengisútsölustaða á umræddum dögum. Þannig að gert er ráð fyrir meiri vínsölu með þessari breytingu og einnig að fleiri drekki enn meira. En hvað með forvarnirnar og heilbrigðisþjónustu? Verða skatttekjurnar sem af þessu hlýst þá notaðar í að hvetja fólk til að drekka minna? Ef svo er þá átta ég mig enn síður á þessari breytingu laga.

Skaðsemin viðurkennd

Í greinargerðinni er sagt að ef breytingin gangi ekki í gegn muni einstaklingar leita annarra leiða til að nálgast vínið á þessum „helgidögum“ hjá öðrum söluaðilum og þá hugsanlega hjá „aðilum sem framleiða og selja áfengi án tilskilinna leyfa og í bága við lög og reglur, en ákveðin áhætta getur falist í vörum sem keyptar eru á þann hátt þar sem þær eru ekki framleiddar í samræmi við reglur og viðurkennda staðla. Einnig eru slíkar vörur almennt sterkari, þ.e. innihalda meira magn af vínanda, og geta verið skaðlegar heilsu fólks.“

Þessi kafli í greinargerðinni er hápunktur. Þrátt fyrir allt, þetta góða aðgengi, þá þurfa Vínbúðir helst vera opnar á sunnudögum til að viðskiptavinir fari ekki að drekka það sem aðrir selja, því áfengi getur nefnilega verið hættulegt og því vilja flutningsmenn skapa umhverfi þar sem áfengi verði áfram selt í öruggu umhverfi alla daga, þar sem eftirlit er með aldurstakmörkum og stuðlað að forvörnum vegna eituráhrifanna.

Þau vilja meira aðgengi en búast við að selja meira og vita að varan er skaðleg og að neytendur verði háðir efninu enda er það ávanabindandi. Já, ég skil ... ekki.

Einnig telja flutningsmenn mikilvægt að blása til stórsóknar í forvörnum eftir að breytingin hefur gegnið í gegn. Forvarnir sem felast í því að hvetja fólk til að byrja ekki að drekka, hætta að drekka og forvarnir sem upplýsa um skaðsemi þess á heilsu. Hér má aftur vitna í Árna Einarsson hjá Fræðslu og forvörunum sem segir „mikið talað um forvarnir á Íslandi á sama tíma og fjárheimildir til málaflokksins rýrni í gegnum lýðheilsusjóði.“

Neysla áfengis er ekki einkamál

Lára G. Sigurðardóttir læknir, og fjölmargir sérfræðingar á sviði lýðheilsuvísinda hjá Landlækni, Háskóla Íslands og öðrum góðum stofnunum, hefur í sjö ár bent á hverjar séu mikilvægustu aðgerðirnar til að draga úr skaða af völdum áfengis og fleiri vímuefna. Einfaldasta og áhrifamesta aðgerðin er að takmarka aðgengi að því. Rannsóknir sýna það glögglega. Dýrasta leiðin er að auka aðgengi eins og lagt er til í frumvarpinu.

Hvaða frelsi er verið að auka? Staðan eins og hún er núna skerðir ekki einstaklingsfrelsi eins eða neins. Róbert H. Haraldsson heimspekingur hefur skrifað um þetta efni. „Neysla áfengis er ekki einungis einkamál. Áfengi getur ekki bara skaðað neytandann, heldur líka aðra einstaklinga og samfélagið allt. Umfang skaðans ræðst af magni og mynstri neyslunnar, sem aftur ræðst af aðgengi, verði vörunnar og auglýsingum.“ (MBL. 4.9.2014)

Það er ekki heilbrú í þessu frumvarpi um breytingu á áfengislögum eða að 5. mgr. 6. gr. og  2. mgr. 12. gr. laganna falli brott og að afgreiðslubann á frídögum verði afnumið. Engin rök er að finna í greinargerðinni, aðeins klisjur um frelsi og samkeppni. Metnaður flutningsmanna felst í því að koma í veg fyrir að þetta „opnunarbann“ sem nú ríkir á sunnudögum leiði mögulega til þess að „einstaklingar leiti annarra leiða til að nálgast vörurnar“ sem eru núþegar til sölu frá mánudegi til laugardags. Flutningsfólk veit greinilega að áfengi er ávanabindandi en talar um það sem venjulega vöru á markaði.

Takmarkað aðgengi reynist best

Hefur flutningsfólk; Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Þórarinn Ingi Pétursson, ekki neitt að segja annað en það sé að hjálpa ÁTVR í samkeppni við aðra söluaðila?

Í Vínbúðum á að vera bæklingur sem fræðir neytendur um skaðsemi áfengis. Landlæknir segir að áfengi sé engin venjuleg neysluvara. Eitt af því sem skiptir mjög miklu máli til að koma í veg fyrir meiri neyslu er að takmarka sölutíma, söludaga og sölustaði. Þá sýna rannsóknir sem Landlæknir vitnar til að „samhliða aukinni áfengisneyslu aukist samfélagslegur kostnaður vegna áfengistengdra vandamála.  Stýring á aðgengi að áfengi er árangursrík leið til að takmarka áfengisneyslu og um leið mjög virk forvarnaraðgerð“  (landlaeknir.is). Áfengi dregur nefnilega úr heilsu og vellíðan.

Áfengi dregur úr kærleika

Það er mýta að hægt sé að drekka sér til heilsubótar og engin þekkt viðmið um skaðlausa notkun áfengis eru til reiðu. Ekkert mælir með áfengisdrykkju, allt mælir gegn henni. Dæmi: Áfengi dregur úr svefngæðum, deyfir dómgreind, dreifir eiturefnum um líkamann, truflar minnið, dregur úr dugnaði, deyfir framheila, sköpunargáfuna, skemmir lifrina og truflar hjarta, heila, maga, þvagfæri, lungu, bris.

Áfengi dregur úr skerpu og snerpu, athyglisgáfu, innsæi og kærleika. 

Góður árangur fyrir 2016 í hættu

Árni Einarsson segir að ýmsar breytingar hafi orðið á síðustu misserum sem leiði til þess að aðgengi að áfengi sé nánast stanslaust aukið. Leyfi ÁTVR til að afgreiða vín á sunnudögum er sennilega bara dropi í hafið. Það sem ég skil ekki er hvers vegna flutningsmenn leggja þetta til í nafni frelsis í stað þess að styðja lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi eins og samþykkt var árið 2016 í stjórnarráðinu.

Árangur hafði náðst og var staðfestur í rannsóknum 2016: „Á undanförnum árum hefur náðst umtalsverður árangur hér á landi í því að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu meðal ungs fólks og hefur hún dregist saman um meira en helming. Sá árangur hefur náðst með þrotlausu og víðtæku samstarfi þeirra sem sinna rannsóknum, stefnumótun og störfum í þágu barna og unglinga, sem og foreldra. Íslendingar hafa verið leiðandi á þessu sviði og sýnt að hægt er að ná árangri í forvarnarstarfi með rannsóknum, markvissri stefnu og starfi á vettvangi. En meðal virkra aðgerða er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa.“ Velferðarráðuneytið 2016).

Mér finnst merkilegt að alþingismenn geti samþykkt lýðheilsustefnu og aðgerðaráætlun sem á að takmarka aðgengi að áfengi en unnið svo gegn henni á öðrum vettvangi með lagabreytingum sem felast í því að auka aðgengi að áfengi.

Sveitarfélögin setja markið einnig hátt í lýðheilsumálum. Reykjavíkurborg samþykkti stefnu í fyrra sem gildir til 2030 þar sem sérstaklega er nefndur stuðningur við ungmenni með vanda vegna vímuefnanotkunar.

Frumvarpið styður engin góð markmið, ekki um lýðheilsu, forvarnir, samverustundir, vináttu, ekki fyrir börn, unglinga eða fólk með áfallasögu. Það setur stefnuna allt annað. Til hvers? Ég botna ekki neitt í því hvaða markmiðum flutningsfólks frumvarpsins telur sig vera að ná með frumvarpi um að selja áfengi í Vínbúðum á sunnudögum.

Niðurstaða: Ég legg til að þetta frumvarp fái ekki framgang.  5. mgr. 6. gr.  laganna falli ekki brott og 2. mgr. 12. gr. laganna falli ekki brott. Lög þessi öðlist ekki gildi.

Viðauki:

Heimsmarkmið SÞ gilda á Íslandi

Heilsa og vellíðan? Ísland, stjórnarráðið og sveitarfélögin eru þátttakendur í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þriðja markmiðið er Heilsa og vellíðan þar sem við skuldbindum okkur til að „Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.“ Grein 3.5 kveður á um að „Efldar verði forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, þar á meðal fíkniefna og áfengis.“

Hvað er áfengi? Etanól, etýlalkóhól eða vínandi er eldfimt, litarlaust og eitrað lífrænt efnasamband, nánar tiltekið alkóhól, táknað með efnajöfnunni C2H5OH. Etanól er einkum notað í áfenga drykki, sem eldsneyti á bíla og sprengihreyfla.

Hvað veistu um áfengi? Áfengi er flokkað sem slakandi vímuefni sem hægir á starfsemi heila og taugakerfis. Það berst með blóðrásinni um allan líkamann, til allra líffærakerfa og skaðar þau. 

Viltu senda umsögn?

Áfengislög (afnám opununarbanns á frídögum)
370. mál, lagafrumvarp, 152. löggjafarþing 2021–2022.

 

 

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edvard Guðjónsson skrifaði
    Fullorðnum er enn veittur kynferðislegur aðgangur að 15 ára börnum samkvæmt lögum, og þessi gaur hefur frekar áhyggjur af aðgengi fullorðins fólks að áfengi á sunnudögum. Come on!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Frábær grein !!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Ára­móta­heit­in: 3. Að hætta að drekka áfengi

Við ára­mót er vin­sælt að stíga á stokk og strengja þess heit að hætta ein­hverju eða byrja á ein­hverju. Hér er pist­ill handa þeim sem lang­ar til að hætta að drekka áfengi en það er eng­inn skort­ur á ástæð­um og rök­um fyr­ir slíkri ákvörð­un. Alkó­hól er ávana­bind­andi efni og neysl­an er samof­in sam­skipt­um í sam­fé­lag­inu, það telst því tölu­verð áskor­un...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
5
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...

Nýtt efni

Orðaleikur dómsmálaráðherra
Eiríkur Rögnvaldsson
Pistill

Eiríkur Rögnvaldsson

Orða­leik­ur dóms­mála­ráð­herra

Mál­fars­legi að­gerðasinn­inn og mál­fræð­ing­ur­inn Ei­ríku Rögn­valds­son velt­ir fyr­ir sér orðanotk­un og hug­tök­um í um­ræð­unni og rýn­ir í hugs­un­ina sem þau af­hjúpa.
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
GreiningSalan á Íslandsbanka

Rann­sókn­in á Ís­lands­banka snýst um kaup starfs­manna hans á hluta­bréf­um rík­is­ins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.
Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Fréttir

Efl­ing mun ekki af­henda fé­laga­tal sitt

Efl­ing stétt­ar­fé­lag neit­ar að af­henda rík­is­sátta­semj­ara fé­laga­tal sitt og tel­ur að hann hafi eng­ar heim­ild­ir til að fá það af­hent. Með­an svo er er ekki hægt að greiða at­kvæði um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar gagn­rýn­ir Að­al­stein Leifs­son rík­is­sátta­semj­ara harð­lega og seg­ir hann hafa kynnt full­trú­um annarra stétt­ar­fé­laga að hann hyggð­ist leggja fram miðl­un­ar­til­lögu en aldrei hafa haft sam­ráð við Efl­ingu.
Um helmingur fyrirtækjastyrkja til stjórnarflokka komu frá sjávarútvegi
Úttekt

Um helm­ing­ur fyr­ir­tækja­styrkja til stjórn­ar­flokka komu frá sjáv­ar­út­vegi

Þeg­ar kem­ur að fram­lög­um fyr­ir­tækja til stjórn­mála­flokka á kosn­inga­ári skera sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sig úr. Þau gefa miklu meira en aðr­ir at­vinnu­veg­ir. Alls fóru næst­um níu af hverj­um tíu krón­um sem fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi gáfu til flokka 2021 til þeirra þriggja sem mynda nú rík­is­stjórn.
Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins
Fréttir

Sjö vilja verða ráðu­neyt­is­stjóri við­skipta- og menn­ing­ar­ráðu­neyt­is­ins

Doktor í fjár­mál­um, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri og fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri eru á með­al um­sækj­enda um ráðu­neyt­is­stjóra menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins.
Sáttasemjari bregst
Sverrir Mar Albertsson
Aðsent

Sverrir Mar Albertsson

Sátta­semj­ari bregst

Fram­­kvæmda­­stjóri AFLs starfs­­greina­­fé­lags seg­ir að rík­is­sátta­semj­ari hafi af­tengt eðli­legt samn­inga­ferli inn­an Efl­ing­ar og hann treysti á áhuga­leysi og þátt­töku­leysi hins al­menna fé­lags­manns.
Könnunin olli titringi í Ölfusi: Ríflega tvöfalt fleiri íbúar á móti verksmiðjunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi: Ríf­lega tvö­falt fleiri íbú­ar á móti verk­smiðj­unni

44,7 pró­sent íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi eru mjög eða frem­ur and­víg­ir bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðj­unn­ar í bæn­um. Til sam­an­burð­ar eru ein­ung­is 19,3 pró­sent íbúa frem­ur eða mjög hlynnt­ir bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Þetta er nið­ur­stað­an úr við­horfs­könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina með­al 382 íbúa í Ölfusi. Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi þeg­ar hún var gerð á síð­ustu dög­um.
En öllu er á rönguna snúið
Aðsent

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson

En öllu er á röng­una snú­ið

Þing­mað­ur Flokks fólks­ins og Formað­ur VR kalla eft­ir því að sett verði neyð­ar­lög vegna ástands­ins á hús­næð­is­mark­aði, bæði vegna skuld­ara og leigj­enda.
Telja að samþjöppun valds innan Seðlabankans kunni að vera varhugaverð
Fréttir

Telja að sam­þjöpp­un valds inn­an Seðla­bank­ans kunni að vera var­huga­verð

Al­þingi ákvað, er ver­ið var að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, að láta seðla­banka­stjóra ekki leiða fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd bank­ans, m.a. vegna mögu­legr­ar orð­sporðs­áhættu. Nú stend­ur til að breyta því. Í um­ræð­um um þær breyt­ing­ar kom til tals hvort slíkt feli í sér sam­þjöpp­un valds og hvort það kunni að vera var­huga­vert.
Þegar maður verður maðkur
Jón Trausti Reynisson
Pistill

Jón Trausti Reynisson

Þeg­ar mað­ur verð­ur maðk­ur

Há­mennt­að­ur, end­ur­kom­inn fjöl­miðla­mað­ur beit­ir kjaft­for­an grín­ista af­mennsk­un.