Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið?

Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið?

Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið? spyr danski heimspekingurinn Dorthe Jørgensen en þýðing Gísla Magnússonar bókmenntafræðings er nú aðgengileg sem smárit Stofnunar Vígdísar Finnbogadóttur (2021).  Við Gísli munum spjalla um efni bókarinnar í Auðarsal, Veröld – húsi Vigdísar, þriðjudaginn 15. mars kl. 16.30-17.30 

Hversu megnugt er ímyndunaraflið?

Ímyndunaraflið getur leitað sannrar þekkingar. Sögulega höfum við verið hrædd við ímyndunaraflið því það virðist ekki aðeins búa yfir mætti til að móta það sem er þegar til, heldur einnig yfir gáfu til að skapa eitthvað nýtt.

Einnig má rekja heimspekisögu ímyndunaraflsins aftur til Platóns sem kallaði ímyndunaraflið eikasiu og fantasíu og jafnframt til Aristótelesar sem kallaði það aðeins fantasíu. Túlkun Bibliúnnar á ímyndunaraflinu varð til í trúarlegu samhengi og varðaði bæði sköpunargáfu Guðs jafnt sem gáfu mannsins til að móta það sem Guð skapaði; Platon og Aristóteles mótuðu hins vegar heimspekilegan skilning á ímyndunaraflinu þar sem mannleg þekking var í brennidepli: hvernig hún virkar, og hvort hægt sé að treysta henni.(39).

Ímyndunaraflið hefur tilhneigingu til að fara út fyrir leyfileg mörk skynseminnar. „Hugarflugið (í formi hins fagurfræðilega ímyndunarafls) heldur okkur ekki föngnum í sjálfhverfni heldur opnar heim okkar fyrir því sem er stærra en við. Það þarf ekki að óttast ímyndunaraflið“ (62).

Ímyndunarafl og fagurfræði eru nátengd. Við eigum að leita þekkingar með hjálp ímyndunaraflsins því þar býr kraftur bæði til að móta og skapa og finna lausnir. Næm þekking sem fæst hér er bæði áþreifanleg og veitir innsæi. 

Annað og meira

Það er margt fleira sem hægt er að ræða um út frá bókinni, t.d. hvaða merkingu hefur fegurðarreynslan? Felur hún í sér öðruvísi þekkingu en skynsemishyggjan? 

Bókin er aðeins 76 síður en er samt hafsjór af pælingum allt frá Forngrikkjum, gegnum siðaskiptin, til okkar eigin brýnu spurninga; Hvaða lífshættir geta mótað bærileg skilyrði til lífs á jörðinni til framtíðar?

Áhugafólk um bókmenntir, heimspeki, guðfræði, listir og náttúruvernd ætti að finna eitthvað fyrir sig í bókinni og samtalinu.

Viðburður á facebook

Upplýsingar um bókina Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið?

Um Dorthe Jørgensen

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni