Ég hef aldrei heyrt presta Þjóðkirkjunnar taka undir kröfu Páls postula um að konur þegi á samkundum (Kor 14:34). Né þau orð Jesú Krists að enginn geti orðið lærisveinn sinn nema hann hati fjölskylduna sína (Lúk 14:26).
Jesús taldi skilnað jafngilda því að drýgja hór (Matt 5:32, Mark 10:11-12, Lúk 16:18). Samt giftir Þjóðkirkjan óspart fráskilið fólk.
Jesús sagði stóreignamönnum til syndanna og hvatti menn til að afsala sér eigum sínum. Samt er biskup hálaunamaður og prestar með hærri grunnlaun en læknar.
Prestar þjóðkirkjunnar taka semsagt aðeins sumt í biblíunni alvarlega. Öðru er litið framhjá. En nú stíga þeir fram, hver á fæður öðrum, og krefjast þess að fá áfram að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Allt vegna trúarsannfæringar sinnar og fyrirmæla hinnar heilögu ritningar.
Sem er að minnsta kosti heilög þegar hægt er að slá hinseginfólk utan undir með henni.
Athugasemdir