Þeir voru stundum svo dásamlega umhyggjusamir og meðvitaðir, þeir sem skrifuðu í blöðin í gamla daga.
Þeir gátu ekki einu sinni leyft sér að hafa gaman af glæpamynd í sjónvarpinu, án þess að vera (eða altént látast vera) í rauninni bara að hugsa um hvort þetta væri hollt sjónvarpsefni blessuðum æskulýðnum.
Klausuna hér að ofan skrifaði Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi í Þjóðviljann þann 9. nóvember 1967.
Þá hafði myndin Gull og meira gull verið í sjónvarpinu kvöldið áður, en það var ein af frægum breskum grínmyndum frá því um 1950 sem kenndar voru við Ealing-kvikmyndaverið.
Myndin hét á frummálinu The Lavender Hill Mob og fjallar um hóp sérvitringa sem ræna gulli á Bretlandi og reyna að smygla því úr landi. Svona dæmalaust glitrandi af skopi og góðum leik, enda fór Alec Guinness með eitt aðalhlutverkið.
Og best af öllu að sjálfsögðu hvað myndin var holl ungdómnum!
Athugasemdir