Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Blaðamaður

Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi
ViðtalBörn í leit að alþjóðlegri vernd

Flúðu grimmi­leg­ar árás­ir talib­ana: Fá ekki vernd á Ís­landi

Sjö manna fjöl­skyldu frá Af­gan­ist­an verð­ur vís­að úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar á næstu dög­um. Þeirra á með­al er stúlka sem var bar­in til óbóta af tali­bön­um þriggja ára göm­ul. Fjöl­skyld­an flúði of­sókn­ir og árás­ir talib­ana á síð­asta ári, en þeir réð­ust á fjöl­skyld­una þeg­ar fjöl­skyldufað­ir­inn, Mir Ahmad Ahma­di, neit­aði að ganga til liðs við þá. Mir missti tenn­ur í árás­inni og fimm ára son­ur hans hand­leggs­brotn­aði illa. Stúlk­an er í dag löm­uð öðr­um meg­in í and­lit­inu og á erfitt með að tjá sig, en hef­ur tek­ið ótrú­leg­um fram­förum eft­ir að hún kom til Ís­lands. Fjöl­skyld­unni hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa eina land­ið þar sem þau hafa fund­ið til ör­ygg­is.
Hætti við uppgjöfina eftir lömun og fór í svifflug, ferðast um heiminn og málar myndir
Viðtal

Hætti við upp­gjöf­ina eft­ir löm­un og fór í svifflug, ferð­ast um heim­inn og mál­ar mynd­ir

Brand­ur Bjarna­son Karls­son er frum­kvöð­ull, lista­mað­ur og bar­áttu­mað­ur fyr­ir rétt­ind­um fatl­aðra. Hann ferð­ast um heim­inn, þrátt fyr­ir lé­legt að­gengi, mál­ar með munn­in­um og stjórn­ar tölvu með aug­un­um. Kæru­leysi og bjart­sýni ein­kenn­ir þenn­an unga mann sem hef­ur lært þá dýr­mætu lex­íu að eng­inn kemst af án að­stoð­ar annarra.
Nýja hægri blokkin
ÚttektAlþingiskosningar 2016

Nýja hægri blokk­in

Hægri flokk­arn­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Við­reisn fengu nægi­leg­an þing­manna­fjölda til að mynda rík­is­stjórn með þriðja flokki að eig­in vali. Við­reisn hef­ur nú mynd­að banda­lag með Bjartri fram­tíð, frjáls­lynd­um miðju­flokki sem virð­ist vera að færa sig enn lengra til hægri. En get­ur nýja hægri blokk­in mynd­að rík­is­stjórn? Stund­in skoð­aði stefn­ur flokk­anna og hvar þeim ber á milli.

Mest lesið undanfarið ár