Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýir þingmenn hægri blokkarinnar

Hér eru ný­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar, Bjartr­ar fram­tíð­ar og Fram­sókn­ar­flokks.

 

Viðreisn

Þrír af sjö þingmönnum Viðreisnar hafa áður starfað sem talsmenn atvinnulífsins, talsmenn sérhagsmuna. Þetta eru Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins og Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tengslin við Sjálfstæðisflokkinn eru einnig gríðarleg. Þorgerður Katrín var sem fyrr segir varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilheyrði Evrópuarmi Sjálfstæðisflokksins og var formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, Pawel Bartoszek hefur setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og Sjálfstæðra Evrópumanna og þá var Hanna Katrín Friðriksson aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þegar hann var heilbrigðisráðherra. Þess má einnig geta að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir stuðningi við Viðreisn og sonur hans, Páll Rafnar Þorsteinsson, var í framboði fyrir flokkinn. 

Benedikt Jóhannesson

 Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Talnakönnunar og Heims, auk stjórnarformennsku og stjórnarsetu í hlutafélögum á borð við Nýherja, N1, BNT, Skeljungs, Haukþings, Burðaráss, Eimskips og Sjóvár. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár