Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Varasamt efni í Cheerios, Ritz-kexi og Doritos

Efni úr plöntu­eitri, sem Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in hef­ur var­að við að valdi lík­lega krabba­meini hjá mönn­um, er að finna í vin­sæl­um banda­rísk­um mat­vör­um.

Varasamt efni í Cheerios, Ritz-kexi og Doritos

Ný bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að töluvert magn af glýfosat, virka efninu í flestu plöntueitri, er að finna í vinsælum matvælum á borð við Cheerios, Doritos, Oreo og Ritz-kexi. 

Efnið hefur verið töluvert til umræðu undanfarin misseri sérstaklega eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf það út á síðasta ári að vísbendingar væru um að efnið valdi krabbameini hjá mönnum. 

Rannsóknin var unnin á viðurkenndri rannsóknarstofu að beiðni samtakanna Food Democracy Now, sem kalla nú á eftir frekari rannsóknum á áhrifum glýfosats á heilsu manna, en þær eru af skornum skammti. Þess má geta að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hóf að rannsaka magn glýfosats í matvælum í febrúar síðastliðnum, en fyrr í þessari viku tilkynnti stofnunin að sú rannsókn hefði verið sett á ís og óvíst hvenær henni verði haldið áfram. 

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar fannst mest af glýfosat í vinsæla morgunkorninu Cheerios, sem unnið er úr höfrum. Að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, sviðsstjóra hjá Matvælastofnun, jafngildir magnið sem fannst 1,1 mg/kg, en hámarksgildi fyrir glýfosat í höfrum er 20 mg/kg. „Magnið sem fannst er því vel innan þeirra marka sem leyfð eru og því væri ekki tilefni til þess að taka vöruna af markaði vegna þess. Svo er annað mál hvort ástæða sé til að endurskoða hámarksgildin, og vinna við það er í gangi hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu,“ segir hún. 

Ingibjörg segir vissulega áhyggjuefni að efnið sé að finna jafn víða og rannsóknin gefur til kynna, sérstaklega í vörum sem við neytum jafnan í miklu magni. „Því miður er ekki verið að mæla efnið í matvælum hér á landi,“ segir hún, hvorki innflutt né innlend matvæli. „Aðalástæðan er sú að þetta er mjög erfið mæling og þess vegna eru einnig mjög fáar mælingar gerðar erlendis. Við höfum hins vegar verið að ýta á Matís ohf., sem fengu nýjan tækjabúnað árið 2014 í gegnum verkefni sem hét Örugg matvæli og var í tengslum við þýska rannsóknarstofu, og ég veit að þau hafa verið að vinna í því að mæla þetta. En það væri mjög gagnlegt og áhugavert ef það tækist að bæta þessu við sem eitt af þeim efnum sem við fylgjumst með í okkar eftirliti.“  

Bann gæti ógnað matvælaöryggi

Íslandi ber samkvæmt EES-samningnum að innleiða reglur ESB um plöntuverndarvörur og í dag er glýfosat samþykkt til nota í plöntuverndarvörum. Sú heimild var nýlega framlengd til 31. desember 2017. Hins vegar stendur nú yfir endurskoðun á áhættumati fyrir glýfosat, meðal annars vegna vísbendinga um að efnið sé skaðlegt heilsu fólks. 

„Menn eru tvístígandi varðandi þetta efni, því er ekki að neita,“ segir Björn Gunnlaugsson hjá Umhverfisstofnun í samtali við Stundina, sem segist þó eiga von á að niðurstaða endurskoðunar Efnastofnunar Evrópu verði sú að efnið verði áfram leyft á markaði. „Þetta er langmest notaða efnið í dag. Ef það yrði allt í einu bannað myndi horfa til vandræða í landbúnaði í allri Evrópu, sérstaklega í kornrækt. Menn nota efnið á haustin áður en þeir skera kornið og það drepur allt illgresi sem er í akrinum. Það þarf þá að þróa einhver önnur efni sem gera það sama því menn eru orðnir algjörlega háðir þessu. Þetta tengist þannig líka matvælaöryggi.“

Björn bendir einnig á að Þýskaland hafi verið búið að áhættumeta glýfosat og komist að því að virka efnið væri ekki krabbameinsvaldandi. „Það skiptir máli hvort þú ert að skoða þetta virka efni eða vöru sem inniheldur efnið. Ef þú horfir aðeins á virka efnið sjálft þá er ekki hægt að sýna fram á með óyggjandi hætti að það valdi krabbameini. Þú verður þá að framleiða vöru sem inniheldur ekki önnur aukaefni sem geta verið krabbameinsvaldandi,“ segir Björn og bendir á að nýlega hafi annað efni, sem einnig hafi verið notað í plöntueitur, verið bannað. „Svo þarf að hafa í huga að ef við ætlum að skipta yfir í annað efni, sem er jafnvel yngra á markaðnum og ekki eins vel þekkt, þá geti það alveg eins valdið krabbameini eða öðrum neikvæðum áhrifum.“ 

Vegagerðin hættir að nota efnið

Glýfosat var uppgötvað árið 1970 af efnafræðingi hjá bandaríska landbúnaðarfyrirtækinu Monsanto. Efnið varð fljótlega mjög vinsælt og nú mest notaða plöntueitur í heimi. Þá hefur Monsanto þróað erfðabreyttar glýfosat-ónæmar ræktarplöntur á borð við soja og maís sem gerir stórfellda notkun illgresiseyðis mögulega á ökrum án þess að drepa ræktarplönturnar. Notkun efnisins hefur enda 15-faldast frá því ræktun erfðabreyttra glýfosat-þolinna plantna hófst árið 1996, sem er þveröfugt við það sem stuðningsmenn erfðabreyttrar ræktunar héldu upphaflega fram. Ein helstu rökin fyrir innleiðingu erfðabreyttra plantna í landbúnaði var að slík ræktun myndi minnka þörfina fyrir plöntuvarnarefnum, en raunin er allt önnur, eins og segir í nýlegri grein í Neytendablaðinu.

Monsanto framleiðir plöntueitrið Roundup, en það komst í umræðuna hér á landi árið 2014 eftir að fréttir bárust af því að Vegagerðin notaði efnið til að eyða gróðri í vegköntum. Þess má geta að Vegagerðin gaf það út á síðasta ári að hún stefni að því að draga úr og hætta alveg notkun á Roundup.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár