Hægri flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn fengu samtals tæplega 40 prósenta fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Sé fylgi frjálslynda miðjuflokksins Bjartrar framtíðar og Framsóknarflokksins, sem aðeins hefur setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, tekið með er fylgi nýrrar miðju og hægri blokkar alls 58,2 prósent.
Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn fengu þannig nægilegan þingmannafjölda til að mynda ríkisstjórn með þriðja flokki að eigin vali. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist eftir fund með forseta að fullur vilji væri til þess að ræða við Framsóknarflokkinn, en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur hins vegar útilokað stjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
„Ekki spennandi“ ríkisstjórn
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru sameiginlega á fund með Bjarna Benediktssyni til viðræðna um stjórnarmyndun, en flokkarnir þrír hafa samtals 32 þingmenn af 63 á Alþingi. Fordæmi eru fyrir ríkisstjórnum
Athugasemdir