Logi Einarsson, nýr formaður Samfylkingarinnar, situr í tröppunum í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og bíður þess að vera kallaður á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem fengið hefur umboð forseta Íslands til að mynda ríkisstjórn. Logi fer á fund Bjarna þótt flokkurinn Samfylkingin, breiðfylking jafnaðarmanna, hafi aðeins fengið þrjá þingmenn og lýst hefði verið yfir að hún færi ekki í ríkisstjórn. Hann hafði þurft að bíða og var nú kominn í annað sinn.
Þegar í ljós kom að fundur Bjarna við formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hefði dregist á langinn ákvað þessi 52 ára gamli arkitekt frá Akureyri að fá sér göngutúr í kringum Tjörnina til að drepa tímann. Þegar hann sneri aftur úr göngutúrnum, um hálftíma síðar, stóð fundur Bjarna með Óttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni enn yfir og Logi fékk sér sæti í tröppunum. Þar bíður hann á meðan ljósmyndarar og blaðamenn allra helstu miðla á Íslandi fylgjast grannt …
Athugasemdir