Fjölmargir fögnuðu þegar fréttir bárust af því að sænska verslunarkeðjan H&M væri á leið til landsins, en þrjár verslanir verða opnaðar á næstu tveimur árum. H&M kemur bæði í Kringluna og Smáralind á næsta ári og þá er stefnt á opnun verslunarinnar á Hafnartorgi, í miðbæ Reykjavíkur, árið 2018. Íslendingar elska H&M, sem birtist helst í þeirri staðreynd að H&M er veltuhæsta fatabúðin á meðal Íslendinga, þrátt fyrir að engin H&M verslun sé rekin hér á landi.
Ímyndarherferð í skugga hneykslis
H&M er næststærsti fataframleiðandi heims, en fyrirtækið rekur um 4.100 verslanir um allan heim. Þá voru rúmlega 400 verslanir til viðbótar opnaðar á þessu ári, en yfirlýst markmið fyrirtækisins er að fjölga verslunum um tíu til fimmtán prósent á hverju ári. Verksmiðjur H&M eru um 1.900 og er talið
Athugasemdir