Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Afhenda ráðherra undirskriftir í dag: „Réttindi barnanna hafa aldrei verið skoðuð“

Rúm­lega fimm þús­und manns krefjast þess að Hanif og Jón­ína fái að dvelja áfram á Ís­landi. Sam­tök sem gæta hags­mun­um barna skora á stjórn­völd að virða rétt­indi barna og Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Afhenda ráðherra undirskriftir í dag: „Réttindi barnanna hafa aldrei verið skoðuð“

Rúmlega fimm þúsund manns hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að hjónunum Saad og Fadilu, ásamt börnum þeirra Hanif og Jónínu, verði ekki vísað frá Íslandi. Vinkona fjölskyldunnar, Morgane Priet-Maheo, mun afhenda undirskriftirnar í innanríkisráðuneytinu klukkan þrjú í dag. Líkt og Stundin greindi frá var brottvísun fjölskyldunnar frestað í síðustu viku eftir að barnavernd greip inn í málið. Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar, segir stöðu fjölskyldunnar engu að síður óbreytta og brottvísun enn yfirvofandi. „Það hefur ekkert verið dregið til baka, þrátt fyrir tilkynningu innanríkisráðuneytisins um að það eigi að endurskoða verklag,“ segir Elín, en í kjölfar fréttaflutnings af máli fjölskyldunnar sendi innanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem kom meðal annars fram að ráðuneytið hafi þegar hafið skoðun á því hvort þörf sé á að bæta verklag þegar börn eigi í hlut „svo tryggt sé að hagsmunir barna séu ávallt hafðir í fyrirrúmi og að alþjóðlegar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár