Fimm starfsmenn barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) halda til annars staðar á spítalanum vegna myglusvepps. Nokkrir íhuga nú alvarlega að segja starfi sínu lausu vegna málsins, en um er að ræða sérhæft starfsfólk sem fær ekki auðveldlega vinnu við hæfi annars staðar og sem verður erfitt að leysa af hólmi innan spítalans. „Það er urgur í fólki og spítalinn er að fara að missa, og hefur örugglega nú þegar misst, marga færa og reynda starfsmenn,“ segir starfsmaður á göngudeild spítalans, sem einnig hefur veikst af völdum myglusvepps, en vill ekki láta nafns síns getið.
Fyrir um ári síðan fóru starfsmenn BUGL að finna til einkenna vegna myglu og í febrúar var ákveðið að takmarka þjónustu göngudeildarinnar. Í vor var allt bráðateymi BUGL flutt úr húsinu svo hægt væri að ráða niðurlögum sveppsins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar kom síðar í ljós að húsnæðið hefði ekki allt verið yfirfarið og veiktust að minnsta kosti fimm starfsmenn stuttu eftir að þeir sneru aftur til starfa. Sveppurinn hefur því í
Athugasemdir