Tískutímaritið BLÆTI kemur út í lok mánaðarins, en það er nýtt tímarit stofnað af Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara og Ernu Bergmann, hönnuði og stílista. „Við Saga stofnuðum þetta tímarit því okkur fannst vanta vettvang fyrir ljósmyndara og stílista til þess að fá að skapa og vinna með hjartanu. Fyrst stefndum við að því gera lítið „zine“ tímarit, en svo vatt verkefnið óvart upp á sig og nú stefnir allt í 300 blaðsíðna bók,“ segir Erna í samtali við Stundina.
„BLÆTI er tímarit um konur. Um karlmenn. Um tísku. Um fegurð. Um hið ófullkomna. Um líkamann. Um vonir. Um væntingar. Um gleði. Um sorg. Um söknuð. Um ást. Um minningar. Um þrá. Um miklu meira,“ segir í kynningartexta um tímaritið en í því munu greinar, ljóð og hugleiðingar mynda heild þar sem orðið og hið sjónræna fléttast saman og skapa
Athugasemdir