Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kosningapróf Stundarinnar: Hálendi Íslands verði þjóðgarður

Nið­ur­stöð­ur kosn­inga­prófs Stund­ar­inn­ar sýna með­al ann­ars að meiri­hluti þátt­tak­enda vill að há­lendi Ís­lands verði gert að þjóð­garði og að stjórn­mála­menn sem leyna hags­muna­árekstr­um sín­um ættu að segja af sér.

Kosningapróf Stundarinnar: Hálendi Íslands verði þjóðgarður

Alls eru 88 prósent þeirra sem tóku kosningapróf Stundarinnar sammála því að stjórnmálamenn sem staðnir eru að því að leyna hagsmunaárekstrum sínum ættu almennt að segja af sér embætti. Þá segjast tæp 62 prósent þeirra sem svöruðu sammála því að hálendi Íslands ætti allt eða mestallt að vera gert að þjóðgarði og tæplega 78 prósent voru ósammála því að fólk ætti að geta borgað fyrir að fá betri heilbrigðisþjónustu en aðrir. 

Tekið skal fram að niðurstöðurnar endurspegla einungis þann hóp sem svaraði kosningaprófinu, en ekki alla kjósendur. 

Stundin bauð upp á ítarlegt kosningapróf á vef sínum fyrir alþingiskosningarnar 2016. Prófið var tekið rúmlega 26 þúsund sinnum og hefur aðsókn að vef Stundarinnar aldrei verið meiri en á meðan prófið var í loftinu. Það leiddi meðal annars til þess að bæta þurfti við vélarafli í hýsingu síðunnar til að fyrirbyggja tafir.

Prófið var með fleiri spurningar og fleiri leiðir til greiningar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu