Alls eru 88 prósent þeirra sem tóku kosningapróf Stundarinnar sammála því að stjórnmálamenn sem staðnir eru að því að leyna hagsmunaárekstrum sínum ættu almennt að segja af sér embætti. Þá segjast tæp 62 prósent þeirra sem svöruðu sammála því að hálendi Íslands ætti allt eða mestallt að vera gert að þjóðgarði og tæplega 78 prósent voru ósammála því að fólk ætti að geta borgað fyrir að fá betri heilbrigðisþjónustu en aðrir.
Tekið skal fram að niðurstöðurnar endurspegla einungis þann hóp sem svaraði kosningaprófinu, en ekki alla kjósendur.
Stundin bauð upp á ítarlegt kosningapróf á vef sínum fyrir alþingiskosningarnar 2016. Prófið var tekið rúmlega 26 þúsund sinnum og hefur aðsókn að vef Stundarinnar aldrei verið meiri en á meðan prófið var í loftinu. Það leiddi meðal annars til þess að bæta þurfti við vélarafli í hýsingu síðunnar til að fyrirbyggja tafir.
Prófið var með fleiri spurningar og fleiri leiðir til greiningar …
Athugasemdir