Sýning Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa í Háskóla Íslands á kínverskum veggspjöldum, sem nú stendur yfir, hefur valdið verulegum deilum innan veggja háskólans. Þannig hafa nemendur, sem líta á sýninguna sem áróður stjórnvalda í Alþýðulýðveldinu Kína, staðið fyrir mótmælum í sýningarrýminu. Að sama skapi hafa kínverskir nemendur við háskólann leitað til skrifstofu rektors og lýst yfir vanþóknun sinni á þeim hinum sömu mótmælum. Veggspjöldin voru fjarlægð síðastliðinn þriðjudag eftir kvartanir nemenda.
Sýningin sem um ræðir hangir uppi í rými á Háskólatorgi sem aðilum gefst kostur á að sækja um pláss til að setja upp ýmsar sýningar í. Um er að ræða á þriðja tug veggspjalda, merkt kínverska sendiráðinu, þar sem stiklað er á stóru um kínverska sögu og samfélag. Meðal annars er þar að finna veggspjald með mynd af Xi Jinping, forseta alþýðulýðveldisins, og farið um hann lofsamlegum orðum. Hins vegar er þar ekki að finna neitt það sem kínversk stjórnvöld telja óþægilega …
Athugasemdir