Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kallar endurskoðun stjórnarskrár „vitleysingaspítala“

Leið­ara­höf­und­ur Morg­un­blaðs­ins skrif­ar um „stjórn­ar­skrárrugl­ið“ og gagn­rýn­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn fyr­ir að leyfa um­ræðu um end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Kallar endurskoðun stjórnarskrár „vitleysingaspítala“
Davíð Oddsson Davíð og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins. Mynd: Pressphotos

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fer hörðum orðum um tilraunir til endurskoðunar stjórnarskrár Íslands í ritstjórnarpistli í dag. Pistillinn er nafnlaus, en ritstjórar blaðsins eru Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen. „Vitleysingaspítalinn taka tvö er kominn á dagskrá,“ skrifar höfundur.

Um helgina fór fram rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll. Þátttakendur voru á þriðja hundrað og hélt Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands utan um framkvæmdina. Skrifar leiðarahöfundur um ferlið við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem fór fram eftir bankahrun með vinnu Stjórnlagaráðs sem afhenti Alþingi frumvarpsdrög að nýrri stjórnarskrá sumarið 2011. Haustið 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar.

„Í gær voru sagðar fréttir af því að stjórnarskrárruglið gengi nú aftur,“ skrifar leiðarahöfundur. „Og allur var aðdragandinn jafn vitlaus og síðast og jafnvel voru fulltrúar ólögmæta „stjórnlagaráðsins“ hafðir í áhrifastöðum á nýju upphafsfundunum, dreifandi gömlu gögnunum sem gengu aldrei upp og hleypandi upp fundinum, sem er varla gagnrýnisvert.“

Skrifar höfundur um Þjóðfundinn 2010 þar sem 950 manns af öllu landinu komu saman í Laugardalshöll til að ræða innihald nýrrar stjórnarskrár. „Byrjað var á stórskrípaleik í Laugardagshöll þar sem fundarmenn sátu við 100 hringborð með „leiðbeinanda“ við hvert og hugsuðu upp stikkorð um breytingar á stjórnarskrá. Og kraftaverkið gerðist því af öllum borðum í þessu risastóra andaglasi bárust svipuð stikkorð og spekingar létu eins og tilviljanakennd tombóla af þessu tagi væri frábært upphaf á breyttri stjórnarskrá.“

„Það stórundarlega er að þegar þessi skrípaleikur, taka tvö, er settur í gang á ný er hann með samþykki og velvilja Sjálfstæðisflokksins!“

Leiðarahöfundur gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega fyrir að koma að málinu. „Það stórundarlega er að þegar þessi skrípaleikur, taka tvö, er settur í gang á ný er hann með samþykki og velvilja Sjálfstæðisflokksins!“ skrifar hann. „Hvernig gat það gerst? Jóhönnu-/Steingrímsstjórnin taldi fall íslensku bankanna ákjósanlegt tækifæri fyrir sig til að hleypa öllu í bál og brand á þeirri stundu þegar þjóðin þurfti mest á samheldni að halda. Aldrei var það rökstutt hvað stjórnarskrá landsins hefði haft með fall bankanna að gera. Bankaáfallið var alþjóðlegt þótt það hefði verið tilfinnanlegra um margt hér en annars staðar. Hvergi annars staðar kom upp sú hugmynd að vegna áfallsins þar þyrfti að breyta stjórnarskrá viðkomandi lands. Og nú er vitleysan farin af stað aftur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár