Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kallar endurskoðun stjórnarskrár „vitleysingaspítala“

Leið­ara­höf­und­ur Morg­un­blaðs­ins skrif­ar um „stjórn­ar­skrárrugl­ið“ og gagn­rýn­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn fyr­ir að leyfa um­ræðu um end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Kallar endurskoðun stjórnarskrár „vitleysingaspítala“
Davíð Oddsson Davíð og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins. Mynd: Pressphotos

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fer hörðum orðum um tilraunir til endurskoðunar stjórnarskrár Íslands í ritstjórnarpistli í dag. Pistillinn er nafnlaus, en ritstjórar blaðsins eru Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen. „Vitleysingaspítalinn taka tvö er kominn á dagskrá,“ skrifar höfundur.

Um helgina fór fram rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll. Þátttakendur voru á þriðja hundrað og hélt Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands utan um framkvæmdina. Skrifar leiðarahöfundur um ferlið við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem fór fram eftir bankahrun með vinnu Stjórnlagaráðs sem afhenti Alþingi frumvarpsdrög að nýrri stjórnarskrá sumarið 2011. Haustið 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar.

„Í gær voru sagðar fréttir af því að stjórnarskrárruglið gengi nú aftur,“ skrifar leiðarahöfundur. „Og allur var aðdragandinn jafn vitlaus og síðast og jafnvel voru fulltrúar ólögmæta „stjórnlagaráðsins“ hafðir í áhrifastöðum á nýju upphafsfundunum, dreifandi gömlu gögnunum sem gengu aldrei upp og hleypandi upp fundinum, sem er varla gagnrýnisvert.“

Skrifar höfundur um Þjóðfundinn 2010 þar sem 950 manns af öllu landinu komu saman í Laugardalshöll til að ræða innihald nýrrar stjórnarskrár. „Byrjað var á stórskrípaleik í Laugardagshöll þar sem fundarmenn sátu við 100 hringborð með „leiðbeinanda“ við hvert og hugsuðu upp stikkorð um breytingar á stjórnarskrá. Og kraftaverkið gerðist því af öllum borðum í þessu risastóra andaglasi bárust svipuð stikkorð og spekingar létu eins og tilviljanakennd tombóla af þessu tagi væri frábært upphaf á breyttri stjórnarskrá.“

„Það stórundarlega er að þegar þessi skrípaleikur, taka tvö, er settur í gang á ný er hann með samþykki og velvilja Sjálfstæðisflokksins!“

Leiðarahöfundur gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega fyrir að koma að málinu. „Það stórundarlega er að þegar þessi skrípaleikur, taka tvö, er settur í gang á ný er hann með samþykki og velvilja Sjálfstæðisflokksins!“ skrifar hann. „Hvernig gat það gerst? Jóhönnu-/Steingrímsstjórnin taldi fall íslensku bankanna ákjósanlegt tækifæri fyrir sig til að hleypa öllu í bál og brand á þeirri stundu þegar þjóðin þurfti mest á samheldni að halda. Aldrei var það rökstutt hvað stjórnarskrá landsins hefði haft með fall bankanna að gera. Bankaáfallið var alþjóðlegt þótt það hefði verið tilfinnanlegra um margt hér en annars staðar. Hvergi annars staðar kom upp sú hugmynd að vegna áfallsins þar þyrfti að breyta stjórnarskrá viðkomandi lands. Og nú er vitleysan farin af stað aftur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár