Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kallar endurskoðun stjórnarskrár „vitleysingaspítala“

Leið­ara­höf­und­ur Morg­un­blaðs­ins skrif­ar um „stjórn­ar­skrárrugl­ið“ og gagn­rýn­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn fyr­ir að leyfa um­ræðu um end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Kallar endurskoðun stjórnarskrár „vitleysingaspítala“
Davíð Oddsson Davíð og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins. Mynd: Pressphotos

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fer hörðum orðum um tilraunir til endurskoðunar stjórnarskrár Íslands í ritstjórnarpistli í dag. Pistillinn er nafnlaus, en ritstjórar blaðsins eru Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen. „Vitleysingaspítalinn taka tvö er kominn á dagskrá,“ skrifar höfundur.

Um helgina fór fram rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll. Þátttakendur voru á þriðja hundrað og hélt Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands utan um framkvæmdina. Skrifar leiðarahöfundur um ferlið við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem fór fram eftir bankahrun með vinnu Stjórnlagaráðs sem afhenti Alþingi frumvarpsdrög að nýrri stjórnarskrá sumarið 2011. Haustið 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögurnar.

„Í gær voru sagðar fréttir af því að stjórnarskrárruglið gengi nú aftur,“ skrifar leiðarahöfundur. „Og allur var aðdragandinn jafn vitlaus og síðast og jafnvel voru fulltrúar ólögmæta „stjórnlagaráðsins“ hafðir í áhrifastöðum á nýju upphafsfundunum, dreifandi gömlu gögnunum sem gengu aldrei upp og hleypandi upp fundinum, sem er varla gagnrýnisvert.“

Skrifar höfundur um Þjóðfundinn 2010 þar sem 950 manns af öllu landinu komu saman í Laugardalshöll til að ræða innihald nýrrar stjórnarskrár. „Byrjað var á stórskrípaleik í Laugardagshöll þar sem fundarmenn sátu við 100 hringborð með „leiðbeinanda“ við hvert og hugsuðu upp stikkorð um breytingar á stjórnarskrá. Og kraftaverkið gerðist því af öllum borðum í þessu risastóra andaglasi bárust svipuð stikkorð og spekingar létu eins og tilviljanakennd tombóla af þessu tagi væri frábært upphaf á breyttri stjórnarskrá.“

„Það stórundarlega er að þegar þessi skrípaleikur, taka tvö, er settur í gang á ný er hann með samþykki og velvilja Sjálfstæðisflokksins!“

Leiðarahöfundur gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega fyrir að koma að málinu. „Það stórundarlega er að þegar þessi skrípaleikur, taka tvö, er settur í gang á ný er hann með samþykki og velvilja Sjálfstæðisflokksins!“ skrifar hann. „Hvernig gat það gerst? Jóhönnu-/Steingrímsstjórnin taldi fall íslensku bankanna ákjósanlegt tækifæri fyrir sig til að hleypa öllu í bál og brand á þeirri stundu þegar þjóðin þurfti mest á samheldni að halda. Aldrei var það rökstutt hvað stjórnarskrá landsins hefði haft með fall bankanna að gera. Bankaáfallið var alþjóðlegt þótt það hefði verið tilfinnanlegra um margt hér en annars staðar. Hvergi annars staðar kom upp sú hugmynd að vegna áfallsins þar þyrfti að breyta stjórnarskrá viðkomandi lands. Og nú er vitleysan farin af stað aftur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár