Tíminn sem við lifum á hefur verið kallaður öld einmanaleikans. Ungt fólk og gamalt mælist meira einmana en nokkurn tíma áður. Og einmanaleikanum fylgir vanlíðan, þunglyndi og óhamingja. Okkur er bent á líklega sökudólga; einstaklingshyggju, netið, sjónvarpsgláp og markaðshyggju með tilheyrandi gylliboðum og alls kyns vörum sem eiga að auka á vellíðan og hamingju (en skila fyrst og fremst seljandanum gróða). Í öllu áreitinu náum við sjaldnast andanum nægilega lengi til þess að geta yfirleitt velt fyrir okkur hvað raunverulega veitir okkur vellíðan og hamingju, eða hvað þessi orð eiginlega þýða.
Hamingja er kannski oftúlkaðasta og rangtúlkaðasta orð samtímans. Í öllu falli er það í meira lagi hæpað en á sama tíma mjög óljóst markmið. Við hlaupum gegnum daginn í leit að hamingju eins og einhver sem fær það verkefni að finna manneskju með huliðshjálm eða að snerta regnbogann. Ég er sannarlega sek um þátttöku í hinu svokallaða lífsgæðakapphlaupi en …
Athugasemdir