Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Líkt og með svo margt ann­að geng­ur mann­kyn­ið af­ar hratt á fos­fór­birgð­ir heims­ins. Svo hratt að hóp­ur 40 sér­fræð­inga hef­ur gef­ið út við­vör­un þess efn­is að svo gæti far­ið að all­ar fos­fór­birgð­ir heims­ins klárist eft­ir ekki svo lang­an tíma.

Óendurnýjanleg auðlind í hættu
Fosfór í áburði Fosfór er mikið notað í áburði til að auka afköst í ræktun nytjaplantna. Mynd: Mynd: Sushobhan Badhai / Unsplash

Svo virðist sem nær vikulega sé bent á nýjan vanda sem steðjar að mannkyninu og öðrum dýrum jarðar. Vísindamenn hafa nú vaxandi áhyggjur af vanda sem fæstir hafa leitt hugann að: fosfórskorti.

Nauðsynlegt en óendurnýjanlegt steinefni

Fosfór er steinefni sem er  nauðsynlegt fyrir bæði dýr og plöntur. Efnið spilar lykilhlutverk í orkuflutningi innan frumna og er eitt af byggingarefnum erfðaefnis okkar.  Fosfór er mikilvægt í myndun beina og tanna í mannslíkamanum og spilar einnig hlutverk í eðlilegri starfsemi nýrna, vöðvasamdrætti og viðhaldi á eðlilegum hjartslætti. Að auki er fosfór mikið notað í áburði til þess að auka afköst í ræktun nytjaplantna.

Vandinn er sá að fosfór er óendurnýjanlegt efni sem þýðir að þær birgðir fosfórs sem nú eru á jörðinni eru endanlegar. Líkt og með svo margt annað gengur mannkynið afar hratt á fosfórbirgðir heimsins. Svo hratt að hópur 40 sérfræðinga hefur gefið út viðvörun þess efnis að svo gæti farið að allar fosfórbirgðir heimsins klárist eftir ekki svo langan tíma. Þessum áhyggjum er lýst í grein sem birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology fyrr á árinu.

Ekkert fosfór eftir 40 ár?

Eftirspurn eftir fosfóri hefur farið hratt vaxandi á undanförnum áratugum. Á síðustu 50 árum hefur notkun þess í áburði aukist fimmfalt. Eftir því sem mannkyninu fjölgar má búast við því að eftirspurn eftir forsfóri geri það líka. Áætlað er að eftirspurnin muni hafa tvöfaldast árið 2050.

Að sögn sérfræðinga á þessu sviði erum við afar illa undirbúin undir skort á fosfóri. Ekkert samstarf á heimsvísu sé til staðar eins og staðan er í dag, þrátt fyrir að svartsýnustu spár segi að við munum klára þekktar fosfórbirgðir á næstu 40 árum. Bjartsýnni spár gefa okkur 80 ár eða jafnvel 400 áður en iyrgðirnar eru uppurnar.

Hver svo sem árafjöldinn verður eru höfundar rannsóknanna nær allir sammála um að hér sé um að ræða brýnan vanda sem þarfnast meiri athygli.

Endurvinnsla á fosfóri mikilvæg

Augljós leið til að auka endingu fosfórbirgða heimsins  er að draga úr notkun á efninu. Einnig mun reynast mikilvægt að endurnýta fosfór eins og hægt er. Aðferðir til að vinna fosfór hafa lítið breyst síðan við byrjuðum á því.

Í dag eru efnablöndur sem innihalda fosfór almennt aðeins nýttar einu sinni í jarðvegi sem skortir næringarefni. Eftir notkunina er þeim skolað út og enda í hafinu.

Þetta er ekki aðeins slæmt út frá stöðu fosfórbirgða heimsins heldur hefur fosfórmengun í hafinu slæmar afleiðingar fyrir lífríki þar. Þekkt er að sum svæði hafsins hafa orðið að eins konar dauðasvæði þar sem fiskar geta ekki þrifist.

Lokuð kerfi lykilatriði

Sérfræðingar telja að best sé að koma í veg fyrir þau vandamál sem talin eru hér að ofan með því að útbúa lokuð kerfi fyrir nýtingu á fosfóri. Áætlað er að hægt sé að endurnýta fosfór allt að 46 sinnum. Þetta á meðal annars við um fosfór í fæðu og í áburði.

Í dag eru slík kerfi ekki til staðar og hvetja höfundar greinarinnar til þess að því sé breytt. Þeir leggja til að áhersla sé lögð á að iðnaður og yfirvöld komi upp nefnd sem samanstendur af nýrri kynslóð sérfræðinga í sjálfbærni næringarefna sem unnið geti gegn vandanum.

Lykilatriði samhliða vaxandi fólksfjölda

Eftir því sem mannfólki fjölgar á jörðinni verður sífellt mikilvægara að finna leiðir til að fæða alla þessa munna. Fosfór er eitt fárra efna sem hefur þá sérstöðu að birgðir þess á plánetunni eru endanlegar. Því er lykilatriði að hugað sé vel að þeim birgðum sem eftir eru og tilvist fosfórs sé ekki tekin sem gefnum hlut.


Ítarefni:

https://www.sciencealert.com/the-world-could-soon-run-out-of-a-crucial-resource-and-very-little-is-being-done-about-it

https://pubs.acs.org/doi/10.1021/acs.est.9b03519#

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Lilja Rafney Magnúsdóttir
1
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
6
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár