Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Líkt og með svo margt ann­að geng­ur mann­kyn­ið af­ar hratt á fos­fór­birgð­ir heims­ins. Svo hratt að hóp­ur 40 sér­fræð­inga hef­ur gef­ið út við­vör­un þess efn­is að svo gæti far­ið að all­ar fos­fór­birgð­ir heims­ins klárist eft­ir ekki svo lang­an tíma.

Óendurnýjanleg auðlind í hættu
Fosfór í áburði Fosfór er mikið notað í áburði til að auka afköst í ræktun nytjaplantna. Mynd: Mynd: Sushobhan Badhai / Unsplash

Svo virðist sem nær vikulega sé bent á nýjan vanda sem steðjar að mannkyninu og öðrum dýrum jarðar. Vísindamenn hafa nú vaxandi áhyggjur af vanda sem fæstir hafa leitt hugann að: fosfórskorti.

Nauðsynlegt en óendurnýjanlegt steinefni

Fosfór er steinefni sem er  nauðsynlegt fyrir bæði dýr og plöntur. Efnið spilar lykilhlutverk í orkuflutningi innan frumna og er eitt af byggingarefnum erfðaefnis okkar.  Fosfór er mikilvægt í myndun beina og tanna í mannslíkamanum og spilar einnig hlutverk í eðlilegri starfsemi nýrna, vöðvasamdrætti og viðhaldi á eðlilegum hjartslætti. Að auki er fosfór mikið notað í áburði til þess að auka afköst í ræktun nytjaplantna.

Vandinn er sá að fosfór er óendurnýjanlegt efni sem þýðir að þær birgðir fosfórs sem nú eru á jörðinni eru endanlegar. Líkt og með svo margt annað gengur mannkynið afar hratt á fosfórbirgðir heimsins. Svo hratt að hópur 40 sérfræðinga hefur gefið út viðvörun þess efnis að svo gæti farið að allar fosfórbirgðir heimsins klárist eftir ekki svo langan tíma. Þessum áhyggjum er lýst í grein sem birtist í tímaritinu Environmental Science & Technology fyrr á árinu.

Ekkert fosfór eftir 40 ár?

Eftirspurn eftir fosfóri hefur farið hratt vaxandi á undanförnum áratugum. Á síðustu 50 árum hefur notkun þess í áburði aukist fimmfalt. Eftir því sem mannkyninu fjölgar má búast við því að eftirspurn eftir forsfóri geri það líka. Áætlað er að eftirspurnin muni hafa tvöfaldast árið 2050.

Að sögn sérfræðinga á þessu sviði erum við afar illa undirbúin undir skort á fosfóri. Ekkert samstarf á heimsvísu sé til staðar eins og staðan er í dag, þrátt fyrir að svartsýnustu spár segi að við munum klára þekktar fosfórbirgðir á næstu 40 árum. Bjartsýnni spár gefa okkur 80 ár eða jafnvel 400 áður en iyrgðirnar eru uppurnar.

Hver svo sem árafjöldinn verður eru höfundar rannsóknanna nær allir sammála um að hér sé um að ræða brýnan vanda sem þarfnast meiri athygli.

Endurvinnsla á fosfóri mikilvæg

Augljós leið til að auka endingu fosfórbirgða heimsins  er að draga úr notkun á efninu. Einnig mun reynast mikilvægt að endurnýta fosfór eins og hægt er. Aðferðir til að vinna fosfór hafa lítið breyst síðan við byrjuðum á því.

Í dag eru efnablöndur sem innihalda fosfór almennt aðeins nýttar einu sinni í jarðvegi sem skortir næringarefni. Eftir notkunina er þeim skolað út og enda í hafinu.

Þetta er ekki aðeins slæmt út frá stöðu fosfórbirgða heimsins heldur hefur fosfórmengun í hafinu slæmar afleiðingar fyrir lífríki þar. Þekkt er að sum svæði hafsins hafa orðið að eins konar dauðasvæði þar sem fiskar geta ekki þrifist.

Lokuð kerfi lykilatriði

Sérfræðingar telja að best sé að koma í veg fyrir þau vandamál sem talin eru hér að ofan með því að útbúa lokuð kerfi fyrir nýtingu á fosfóri. Áætlað er að hægt sé að endurnýta fosfór allt að 46 sinnum. Þetta á meðal annars við um fosfór í fæðu og í áburði.

Í dag eru slík kerfi ekki til staðar og hvetja höfundar greinarinnar til þess að því sé breytt. Þeir leggja til að áhersla sé lögð á að iðnaður og yfirvöld komi upp nefnd sem samanstendur af nýrri kynslóð sérfræðinga í sjálfbærni næringarefna sem unnið geti gegn vandanum.

Lykilatriði samhliða vaxandi fólksfjölda

Eftir því sem mannfólki fjölgar á jörðinni verður sífellt mikilvægara að finna leiðir til að fæða alla þessa munna. Fosfór er eitt fárra efna sem hefur þá sérstöðu að birgðir þess á plánetunni eru endanlegar. Því er lykilatriði að hugað sé vel að þeim birgðum sem eftir eru og tilvist fosfórs sé ekki tekin sem gefnum hlut.


Ítarefni:

https://www.sciencealert.com/the-world-could-soon-run-out-of-a-crucial-resource-and-very-little-is-being-done-about-it

https://pubs.acs.org/doi/10.1021/acs.est.9b03519#

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár