Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jonas Eika hafnar orðum þingkonu Framsóknarflokksins

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir þing­kona sagði rit­höf­und­inn Jon­as Eika hafa mis­not­að að­stöðu sína þeg­ar hann gagn­rýndi danska for­sæt­is­ráð­herr­ann við af­hend­ingu bók­mennta­verð­launa Noð­ur­landa­ráðs. Eika stend­ur við gagn­rýni sína og hafn­ar orð­um Silju Dagg­ar.

Jonas Eika hafnar orðum þingkonu Framsóknarflokksins
Vísar orðum Silju Daggar á bug Jonas Eika, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, hafnar þeim orðum Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, að hann hafi misnotað aðstöðu sína þegar hann gagnrýndi danska forsætisráðherrann Metta Frederiksen fyrir rasíska stefnu, við afhendingu verðlaunanna.

Handahafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, danski rithöfundurinn Jonas Eika, segir engan íbúa Danmerkur hafa viðlíka tækifæri eins og forsætisráðherrann Metta Frederiksen til að komast að í fjölmiðlum og verja skoðanir sínar, stefnu og verk. Í því ljósi hafnar Eika því algjörlega, í samtali við Stundina, að hann hafi með einhverjum hætti misnotað aðstöðu sína við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs en Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og einn forseta Norðurlandaráðs, gagnrýndi Eika fyrir ræðu hans. Sagði hún hann hafa misnotað aðstöðu sína og ráðist persónulega að Frederiksen án þess að hún gæri varið sig. Eika segir aftur á móti að Frederiksen hafi ekki gert nokkra tilraun til að svara röksemdafærslu sinni og það segi sína sögu.

„Það er líklega enginn annar sem hefur viðlíka stöðu og tækifæri eins og Mette Frederiksen til að lýsa skoðunum sínum“

Jonas Eika hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 29. október við athöfn í Stokkhólmi. Í ræðu sinni við verðlaunaathöfnina gagnrýndi Eika stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum harðlega. Sagði hann að Metta Frederiksen forsætisráðherra hefði leitt ríkisstjórn til valda meða því að halda á lofti rasískri orðræðu og rasískri stefnu fyrirrennara hennar. „Mette Frederiksen, sem kallar sig forsætisráðherra barnanna, en rekur stefnu í málum útlendinga sem sundrar fjölskyldum, sem leiðir til fátæktar þeirra og veldur því að bæði börn og fullorðnir verða fyrir langdregnu og niðurbrjótandi ofbeldi í hinum svokölluð „brottvísunarmiðstöðvum“ landsins.“ Hann sagði enn fremur að í Danmörku væri rasisminn bæði menningarlegur og lagalegur. „Í Danmörk er rekinn „ríkisrasismi“.“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem kosin var einn forseta Norðurlandaráðs í síðustu viku, gagnrýndi á Morgunvakt Rásar 1 Eika fyrir að hafa gengið yfir strikið þegar hann gagnrýndi Frederiksen og stefnu ríkisstjórnar hennar. „Mér fannst hann misnota aðstöðu sína. Mér fannst ekki rétt af honum að taka einn þingmann Mette Fredriksen fyrir. Hann réðst að henni persónulega og hún gat ekki varið sig úti í salnum. Hann fór yfir strikið að mínu mati,“ sagði Silja Dögg.

„Þrátt fyrir þetta hefur hún, og raunar ekki nokkur einasti annar danskur sósíaldemókrati gert minnstu tilraun til að svara röksemdafærslu minni og sanna með því að stefna þeirra og stefnumál séu ekki rasísk“

Stundin bar þessa gagnrýni Silju Daggar undir Jonas Eika sem hafnaði málflutningi hennar alfarið. Sagði hann danska forsætisráðherrann vera í stöðu til að svara fyrir alla gagnrýni sem sett væri fram á hendur henni en hún hefði kosið að gera það ekki. „Forsætisráðherran hefur heila kynningar- og fjölmiðladeild við höndina og hefur í ofanálag beint aðgengi að fjölmiðlum því sem næst hvenær sem er. Það er líklega enginn annar sem hefur viðlíka stöðu og tækifæri eins og Mette Frederiksen til að lýsa skoðunum sínum, koma þeim á framfæri við fjölmiðla og verja sig þar með. Þrátt fyrir þetta hefur hún, og raunar ekki nokkur einasti annar danskur sósíaldemókrati gert minnstu tilraun til að svara röksemdafærslu minni og sanna með því að stefna þeirra og stefnumál séu ekki rasísk. Að mínu viti segir það sína sögu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
3
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár