Það fyrsta sem gestur á heimili þeirra Kastriot og Xhuliu Pepoj tekur eftir eru allar ræktarlegu plönturnar sem prýða heimilið. Þegar blaðamaður spyr hver hefur svo græna fingur á heimilinu bendir Xhulia á manninn sinn, Kastriot, sem kinkar kolli brosandi, ypptir öxlum og segist einfaldlega elska plöntur. Heimili þeirra er hlýlegt og þau hafa komið sér vel fyrir á þessum tæpu fjórum árum sem liðin eru frá því að þau komu aftur til Íslands, eftir að hafa verið vísað úr landi.
Blaðamaður og ljósmyndari Stundarinnar eru komnar í heimsókn til þeirra, til að fá að heyra hvernig þeim hefur gengið að fóta sig í lífinu á Íslandi. Fjölskyldan býr steinsnar frá skóla barnanna, Dalskóla, þar sem Klea er í 4. bekk og Kevin í 2. bekk. Við stöndum við stóran stofugluggann sem snýr út að skólanum og bíðum eftir að sjá börnin birtast hvað úr hverju. Í tilefni af komu …
Athugasemdir