Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Martim ehf., und­ir­verktaki sem Póst­dreif­ing réði til að sjá um blað­burð fyr­ir sig, var með blað­bera í vinnu sem höfðu ekki at­vinnu­leyfi hér á landi. Þann 21. maí síð­ast­lið­inn hand­tók lög­regl­an tvo eða þrjá af þess­um blað­ber­um. Eig­andi Martim seg­ist ekki leng­ur vera með ólög­legt vinnu­afl á sín­um snær­um.

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Undirverktaki sem Póstdreifing réði til að sjá um blaðburð fyrir sig var með blaðbera í vinnu sem höfðu ekki atvinnuleyfi hér á landi. Þann 21. maí síðastliðinn handtók lögreglan tvo eða þrjá af þessum blaðberum. Þeir störfuðu fyrir fyrirtækið Martim ehf., sem er rekið af Litháanum Igoris Martimovas. Póstdreifing dreifir meðal annars Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Stundinni og eru blaðberar á vegum fyrirtækisins á bilinu 550–600, þar á meðal undirverktakar. Dreifing Póstdreifingar nær því til gífurlegs fjölda landsmanna.

Þegar mennirnir tveir voru handteknir fyrir utan prentsmiðju Póstdreifingar var hluti upplagsins gerður upptækur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar voru tveir bílar sem mennirnir voru á sömuleiðis gerðir upptækir þar sem mennirnir gátu ekki sýnt fram á að þeir ættu þá. Báðir bílarnir voru skráðir á Igoris, sem var erlendis þegar mennirnir voru handteknir, og ekki náðist í hann þegar lögregla gerði tilraun til þess.

Samkvæmt heimildum er Martim sami verktaki og var með blaðbera …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár