Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Martim ehf., und­ir­verktaki sem Póst­dreif­ing réði til að sjá um blað­burð fyr­ir sig, var með blað­bera í vinnu sem höfðu ekki at­vinnu­leyfi hér á landi. Þann 21. maí síð­ast­lið­inn hand­tók lög­regl­an tvo eða þrjá af þess­um blað­ber­um. Eig­andi Martim seg­ist ekki leng­ur vera með ólög­legt vinnu­afl á sín­um snær­um.

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Undirverktaki sem Póstdreifing réði til að sjá um blaðburð fyrir sig var með blaðbera í vinnu sem höfðu ekki atvinnuleyfi hér á landi. Þann 21. maí síðastliðinn handtók lögreglan tvo eða þrjá af þessum blaðberum. Þeir störfuðu fyrir fyrirtækið Martim ehf., sem er rekið af Litháanum Igoris Martimovas. Póstdreifing dreifir meðal annars Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Stundinni og eru blaðberar á vegum fyrirtækisins á bilinu 550–600, þar á meðal undirverktakar. Dreifing Póstdreifingar nær því til gífurlegs fjölda landsmanna.

Þegar mennirnir tveir voru handteknir fyrir utan prentsmiðju Póstdreifingar var hluti upplagsins gerður upptækur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar voru tveir bílar sem mennirnir voru á sömuleiðis gerðir upptækir þar sem mennirnir gátu ekki sýnt fram á að þeir ættu þá. Báðir bílarnir voru skráðir á Igoris, sem var erlendis þegar mennirnir voru handteknir, og ekki náðist í hann þegar lögregla gerði tilraun til þess.

Samkvæmt heimildum er Martim sami verktaki og var með blaðbera …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár