Sprengihætta getur verið af kínverskum bruggtækjum sem hafa verið í notkun hjá tíu brugghúsum víðs vegar um landið. Vinnueftirlitið hefur bannað notkun búnaðarins yfir ákveðnum þrýstingi en sjö af fyrirtækjunum hafa kært ákvörðunina til velferðarráðuneytisins.
„Vinnueftirlitið lítur það alvarlegum augum þegar slíkur þrýstibúnaður er í notkun þegar ekki liggur fyrir með viðunandi hætti að búnaðurinn uppfylli þær öryggiskröfur sem gerðar eru til þeirra lögum samkvæmt,“ segir í tilkynningu frá Vinnueftirlitinu frá því í sumar. „Ef slíkur búnaður uppfyllir ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til hans þá er sprengihætta af honum.“
Framleiðendurnir sem um ræðir eru RVK Brewing Company, JG Bjór og Bastard Brew & Food í Reykjavík, Ölverk í Hveragerði, Jón Ríki á Höfn, Smiðjan Brugghús í Vík, Brugghúsið Draugr í Hvalfirði, Dokkan brugghús á Ísafirði, The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum og Austra Brugghús á Egilsstöðum.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu er ekki vitað hvort bruggtækin eru enn í notkun …
Athugasemdir