Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum

Vinnu­eft­ir­lit­ið hef­ur bann­að brugg­hús­um um land allt að nota kín­versk brugg­tæki á há­um þrýst­ingi vegna hættu gagn­vart starfs­mönn­um og gest­um. Sjö af tíu fyr­ir­tækj­um hafa kært ákvörð­un­ina til ráðu­neyt­is.

Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum
Brugghús Fyrirtækin sem nota kínversku tækin eru staðsett víða um land.

Sprengihætta getur verið af kínverskum bruggtækjum sem hafa verið í notkun hjá tíu brugghúsum víðs vegar um landið. Vinnueftirlitið hefur bannað notkun búnaðarins yfir ákveðnum þrýstingi en sjö af fyrirtækjunum hafa kært ákvörðunina til velferðarráðuneytisins.

„Vinnueftirlitið lítur það alvarlegum augum þegar slíkur þrýstibúnaður er í notkun þegar ekki liggur fyrir með viðunandi hætti að búnaðurinn uppfylli þær öryggiskröfur sem gerðar eru til þeirra lögum samkvæmt,“ segir í tilkynningu frá Vinnueftirlitinu frá því í sumar. „Ef slíkur búnaður uppfyllir ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til hans þá er sprengihætta af honum.“

Framleiðendurnir sem um ræðir eru RVK Brewing Company, JG Bjór og Bastard Brew & Food í Reykjavík, Ölverk í Hveragerði, Jón Ríki á Höfn, Smiðjan Brugghús í Vík, Brugghúsið Draugr í Hvalfirði, Dokkan brugghús á Ísafirði, The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum og Austra Brugghús á Egilsstöðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu er ekki vitað hvort bruggtækin eru enn í notkun …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár