Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Beið heyrnartólanna í hálft ár

Kona keypti vöru af net­versl­un­inni Heim­il­is­vör­ur en fékk hana ekki af­henta fyrr en hálfu ári síð­ar. For­ráða­mað­ur net­versl­un­ar­inn­ar seg­ir mál henn­ar lík­lega hafa far­ið fram­hjá sér. Hann seg­ir mik­inn dul­inn kostn­að valda mikl­um verðmun á milli versl­ana sinna og versl­ana á borð við Ali Express. Formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna seg­ir að al­mennt þurfi neyt­end­ur að var­ast svik.

Beið heyrnartólanna í hálft ár

Fjöldi viðskiptavina netverslunarinnar Heimilisvara segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptunum. Ein þeirra, kona sem keypti heyrnartól, beið í sex mánuði eftir því að fá vöruna afhenda.

Konan pantaði heyrnartól í júní síðastliðnum og greiddi fyrir þau 5.990 krónur, en fékk þau ekki í hendurnar fyrr en nú í desember. Auk þess þurfti hún, þrátt fyrir þennan langa drátt á afhendingu, að greiða 1.400 krónur aukalega í sendingarkostnað.

Þegar konan reyndi í byrjun október að hafa samband við Heimilisvörur í gegnum tölvupóstfang sem gefið var upp á heimasíðu netverslunarinnar og ýta á eftir afhendingu vörunnar fengust engin svör. Skömmu eftir að hún sendi póstinn var bæði vefsíðu og Facebook-síðu verslunarinnar lokað.

Heimilisvörur var rekin á vegum smásölufyrirtækisins Cadabra ehf., sem var stofnað undir lok árs 2017. Netverslun Heimilisvara var sett á laggirnar í byrjun árs 2018 og var lokað í byrjun október. Aðrar netverslanir á vegum sama fyrirtækis eru Frostvörur, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu