Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Logi Einarsson: „Íslendingar eru einfaldlega mestu umhverfissóðar í heiminum“

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagði Guð­mund Inga Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, þurfa að gera mála­miðl­an­ir í nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starfi.

Logi Einarsson: „Íslendingar eru einfaldlega mestu umhverfissóðar í heiminum“
Logi Einarsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfisráðherra var til svara á Alþingi í dag.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ljóst að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og nýkjörinn varaformaður Vinstri grænna, myndi ekki ná fram stefnu sinni í málaflokknum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Logi óskaði Guðmundi til hamingju með að hafa verið kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um liðna helgi og sagðist ekki efast um afstöðu hans í loftslagsmálum. Benti hann á að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, hefði sagt að Vinstri græn hafi gert málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það þarf ekki mikinn speking til að átta sig á því að því lengra sem er á milli fólks í upphafi, því stærri þurfa málamiðlanirnar að vera,“ sagði Logi.

Logi sagði of litlu eytt í málaflokkinn og ljóst að Samfylkingin og Vinstri græn þyrftu ekki að gera neinar málamiðlanir til að ná saman í málaflokknum. Miða ætti við að eyða 2,5 prósentum af fjárlögum í málaflokkinn. „Íslendingar eru einfaldlega mestu umhverfissóðar í heiminum,“ sagði Logi. „Og losun okkar, hvers og eins okkar, er meiri en almennt er.“

Guðmundur sagðist ekki taka undir 2,5 prósent markmiðið, þar sem það væri notað sem almennt viðmið á heimsvísu til breytinga á orkukerfum. „Það er alveg vitað að hér á Íslandi er búið að ráðast í hluta af þessu, sérstaklega það sem að lýtur að hitaveituvæðingunni og síðan líka það sem lýtur að framleiðslu rafmagns.“

Bætti Logi því við að með svarinu virtist Guðmundur hafa breyst í dæmigerðan stjórnmálamann á einum sólahringi eftir að hann hann gekk formlega inn í flokksstarf. „Ekki veit ég hvort ég breyttist yfir nótt,“ svaraði Guðmundur. „Ég tel að við þurfum að setja okkur stærri markmið þegar kemur að loftslagsmálum.“ Bætti hann við að samkvæmt Parísarsáttmálanum ættu öll ríki sem aðild eiga að honum að setja sér ný markmið á næsta ári. Sagði hann að Íslendingar ættu ekki að vera eftirbátar annarra. „Auðvitað ættum við Íslendingar að setja okkur markmið um meiri samdrátt, ég tek undir það,“ sagði hann að lokum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurði Guðmund í framhaldinu hvort hann teldi sig geta komið ýmsum verkefnum á sviði umhverfismála í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, eða hvort hann teldi sig þurfa stuðning umhverfissinnaðra stjórnarandstöðuflokka. Guðmundur benti þá á að Vinstri græn hefðu sett sér það markmið að ganga lengra í loftslagsmálum en að ná kolefnishlutleysi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
1
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu