Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Logi Einarsson: „Íslendingar eru einfaldlega mestu umhverfissóðar í heiminum“

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagði Guð­mund Inga Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, þurfa að gera mála­miðl­an­ir í nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starfi.

Logi Einarsson: „Íslendingar eru einfaldlega mestu umhverfissóðar í heiminum“
Logi Einarsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfisráðherra var til svara á Alþingi í dag.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ljóst að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og nýkjörinn varaformaður Vinstri grænna, myndi ekki ná fram stefnu sinni í málaflokknum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Logi óskaði Guðmundi til hamingju með að hafa verið kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um liðna helgi og sagðist ekki efast um afstöðu hans í loftslagsmálum. Benti hann á að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, hefði sagt að Vinstri græn hafi gert málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það þarf ekki mikinn speking til að átta sig á því að því lengra sem er á milli fólks í upphafi, því stærri þurfa málamiðlanirnar að vera,“ sagði Logi.

Logi sagði of litlu eytt í málaflokkinn og ljóst að Samfylkingin og Vinstri græn þyrftu ekki að gera neinar málamiðlanir til að ná saman í málaflokknum. Miða ætti við að eyða 2,5 prósentum af fjárlögum í málaflokkinn. „Íslendingar eru einfaldlega mestu umhverfissóðar í heiminum,“ sagði Logi. „Og losun okkar, hvers og eins okkar, er meiri en almennt er.“

Guðmundur sagðist ekki taka undir 2,5 prósent markmiðið, þar sem það væri notað sem almennt viðmið á heimsvísu til breytinga á orkukerfum. „Það er alveg vitað að hér á Íslandi er búið að ráðast í hluta af þessu, sérstaklega það sem að lýtur að hitaveituvæðingunni og síðan líka það sem lýtur að framleiðslu rafmagns.“

Bætti Logi því við að með svarinu virtist Guðmundur hafa breyst í dæmigerðan stjórnmálamann á einum sólahringi eftir að hann hann gekk formlega inn í flokksstarf. „Ekki veit ég hvort ég breyttist yfir nótt,“ svaraði Guðmundur. „Ég tel að við þurfum að setja okkur stærri markmið þegar kemur að loftslagsmálum.“ Bætti hann við að samkvæmt Parísarsáttmálanum ættu öll ríki sem aðild eiga að honum að setja sér ný markmið á næsta ári. Sagði hann að Íslendingar ættu ekki að vera eftirbátar annarra. „Auðvitað ættum við Íslendingar að setja okkur markmið um meiri samdrátt, ég tek undir það,“ sagði hann að lokum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurði Guðmund í framhaldinu hvort hann teldi sig geta komið ýmsum verkefnum á sviði umhverfismála í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, eða hvort hann teldi sig þurfa stuðning umhverfissinnaðra stjórnarandstöðuflokka. Guðmundur benti þá á að Vinstri græn hefðu sett sér það markmið að ganga lengra í loftslagsmálum en að ná kolefnishlutleysi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Parísarsamningur í tíu ár: Átök uppbyggingar og niðurrifs
Úttekt

Par­ís­ar­samn­ing­ur í tíu ár: Átök upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs

„Ef það hefði ekki náðst ein­ing í Par­ís þá vær­um við á miklu verri stað en við er­um í dag,“ seg­ir Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur Lofts­lags­ráðs, um Par­ís­ar­samn­ing­inn. Nú í des­em­ber var ára­tug­ur frá sam­þykkt­um samn­ings­ins og stefn­um við á hækk­un með­al­hita um 2,5 °C í stað 4 °C. Heim­ild­in ræddi við sér­fræð­inga um áhrif og fram­tíð samn­ings­ins í heimi þar sem öfl upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs mæt­ast.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár