Rannsókn sem birtist í tímaritinu Nature í lok september varpar ljósi á ráðgátuna og staðfestir að kúamjólk hefur verið gefið börnum í það minnsta í nokkur þúsund ár.
Fornar stútkönnur
Í fornum grafreitum barna í Evrópu er ekki óalgengt að fornleifafræðingar hafi fundið litla keramikbolla sem hafa einkennandi gat á hliðinni. Af formi bollanna hafa fornleifafræðingar komist að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða forna útgáfu af stútkönnum sem börn nútímans nota gjarnan.
Bollar sem þessir hafa fundist í grafreitum barna víða um heimsálfuna og eru elstu bollar af þessari gerð frá því 5500 fyrir Krist. Notkun þeirra virðist síðan hafa aukist frá því seint á bronsöldinni fram á járnöld.
Þrátt fyrir að tilvist þessara stútkanna hafi lengi verið þekkt hefur ekki verið staðfest nákvæmlega hvað þær innihéldu. Lengi hefur þó leikið grunur um að þær hafi innihaldið mjólk af einhverju tagi.
Athugasemdir